Alþýðublaðið - 29.12.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 29.12.1967, Side 3
Alþýðublaðið átti viðtöl við nokkra síldveiðiskipstjóra í gær viðvíkjandi umræðuefni fundar síldveiðiskipstjóra í gær um hleðslu og stöðug- leika fiskiskipa. Árni Gíslason er einn yngsti skipstjóri íslenzka fisk veiðiflotans en hann er skip- stjóri á Gígjunni frá Reykja- vík. Hann sagði varðanói þetta efni: „Allir geta verið sammála um að tryggja berj sem allra bezt öryggi skips og skipshafnar. Ég tel þó, að við hljótum að verða að geta hagað okkur eftir aðstæðum. Það ætti að setja reglur um og eftirlit með uppstiilingu í lestum og frágangi í þær. Hins vegar er ég alveg á móti hleðslutakmörkunum, enda tei ég þær algjörlega óraunhæfar, þar sem vegalengdir sem sigla þarf af og á mið, eru afar misjafnar. Það á að treysta skipstjórum til að meta að- stæðurnar hverju sinni. Ef settar yrðu ákveðnar reglur viðvíkjandi hleðslutak- mörkunum á síldveiðiskipum, kæmi sjálfsagt að því, að við síldveiðiskipstjórar gætum ekki hjá því komizt að brjóta þær reglur. Sú er reyndin hjá skipstjórum á dragnóta- veiðum, sem neyðzt hafa til að brjóta landhelgisákvæðin - en það er ekki af hagnaðar- von eða græðgi, sem þeir brjóta þessi ákvæði, heldur gera þeir það af sjálfsbjarg- arviðleitni". Þorsteinn Áraason, ungur skipstjóri á einum Reykjavík urskipanna, Hörpu, RE. Þorsteinn segir: — Mín skoð un er sú, að fríborð síldveiöi skipa ætti að vera núll, það er að segja skammdekks- 'rleðsla Mér fyndist, að skip stjórar ættu að mega ráða því sem slíku hverju sínni, hvernig hleðslu er hagað, sór- staklega á ég þá við dekk- hleðslu. En auðvitað verður að gæta öryggis, en skipstjór ar gera sér allra manna bezt grein fyrír því, hvernig þess er bezt gætt. Tryggvi Gunnarsson, skip- Þorsteinn Árnason stjóri á Brettingi, sem gerður er út frá Vopnafirði, sagði varðandi fund síldarskipstjóra um hleðslu og stöðugleika: — Viðfangsefni fundarins var ör yggismál, sem varða síldar- sjómenn sérstaklega. Ég vil undirstrika að ekki má blanda saman öryggismálum sjó- manna og hagsmunamálum. Allar reglugerðir um hleðslu fiskiskipa eru byggðar á reynslu sjómannanna og þá fyrst og fremst skipstjóra. — Ég tel, að alls ekki megi Tryggvi Guðmundsson rugla saman þeim afla, sem hægt er að komast með að landi og því aflamagni sem eitthvert vit er í að flytja að landi. Þannig megum við ekki blanda saman öryggis-. máium sjómanna, sem við er um að leita að, og þeim miklu kröfum, sem þjóðin gerir til sjómanna. Ef svara ætti þeim gífurlegu kröfum, sem þjóðin í raun og veru gerir til sjó- manna, væri að líkindum fyr ir löngu búið að sigla öllum síldveiðibátum okkar í kaf. Viija fa gjaldfrest Samtök síldveiðisjómanna héldu fund í húsí Slysavarnarfé- lagsins á miðvikudag'. Á fundin- um voru rædd ýmis liagsmuna- mál síldveiöisjómanna. Fundur- inn gerði nokkrar tillögur og samþykktir og fara þær hér á eftir: „Fundur haldinn í Samtökum síldveiðisjómanna 27. desember 1967 samþykkir að skora ó stjórnir bæja og sveitarfélaga að taka fullt tiUit til hinna miklu tekjulækkana sem orðið hafa hjá sjómönnum á þessu ári, og veita þeim gjaldfrest á opinber um gjöldum með fullum réttind- Framhald á bls. 11. UTAN AF LANDI I Akureyri Gott veður var á Akureyri um hátíðina sem fór vel fram í hví- vetna. Snjór var á jörðu. Kirkju- sókn var góð í bænum. Skemmtanir voru haldnar ann an jóladag og var mönnum eink- um tíðrætt um jólaglaðning þann er Akureyringum hlotnaðist er á kveðið var að smíði strandferða- skipanna tveggja skildi fram- kvæmd á Akureyri. Athugasemd við Þjóð viljablaðamennsku Mér hefur verið lesin í síma grein úr Þjóðviljanum, frá 19. þ. m. — Sjálfur sé ég það blað fyrir tilviljun eina, líkt og aðrir Flateyringar. Þar sem ókunnugir kynnu að halda að grein þessi byggð ist á fréttum frá mér, skal það tekið fram að þær einu írétUy. sem ég voitti blað- inu, voru þær, að borgará- fundur, sem blaðið hafði sagt frá, hefði aldrei verið hald inn. Hafi greinarhöfundur lagt út af þeim pistli, þá hefur út legging hans verið meir í anda kunnrar persónu úr Njálu en Ara fróða. Það er ekkert launungamái að örðugleikar eru miklir nú í atvinnumálum Flateufriniga. en ekkert einsdæmi er það á voru landi, hvorki fyrr né síð ar að svo sé um tíma, og þekkist jafnvel frá þeim stöð um, sem Þjóðviljamenn hafa meiri ítök á en Flateyri. Þessa atvinnuörðugleika eru Flateyringar staðráðnir í að takast á við, eftir fyllstu getu, og hafa leitað til þess aðstó.ðar góðviljaðra manna, sem þeir i/rej'stai. Til Þjóið viljamanna hafa þeir ekki leitað og munu ekki leita og telja sér heldur til 'ávinnings að enginn Vestfjarðaþingmað ur skuli vera á þeim snærum. Það er engum til ávinnings þegar viðkvæm vandamál eru blásin upp af óheilindum. Rangfærslum og gönuhlaup um fráfræðinnar í nefndri grein ætla ég ekki að svara, en þó skal það tekið fram að atvinnukúgun hér er Flate.yr ingum jafnókunnugt um og borgarafundinn sem spámenn Þjóðviljjms vissu um en Flat eyringar ekki. Hitt er svo annað mál, að hér eftir munu Flateyringar eiga enn auðveldara en áður að dæma um hversu traust ur og haldgóður málflutning ur Þjóðviljans er, þegar svo vill til að þeir sjá þann sann leiksvita. Flateyri. 22. .12. 1967. Hjörtur Hjálmarsson. (' C (> (>. > ■:C (> (• C (' C .» :: c .» .• Blönduós Jólahátíðin rann sitt skeið með ró og spekt á Blönduósi. Messur voru fjölsóttar og fólk í hátíðar- skapi. Snjór þakti jörð á jólum, en annars hefur tíðarfar verið fremur umhleypingasamt á Blöndu ósi að undanförnu. Blönduóssbúar héldu dansleik í samkomuhúsi sínu annan jóladag og um áramót hyggjast þeir einn ig stíga dans og skemmta sér. Raufarhöfn Það voru hvít jól á Raufarhöfn. Veður hefur verið gott að undan fömu en • hríð var í kauptúninu og nágrenni Raufarhafnar. Jóla- trésskemmtun fyrir börn var hald in í gær, en annars hefur skemmt analíf verið heldur Jítið á Raufar- höfn um þessi jól. Óvenjulega margt fólk hefur dáið á Raufarhöfh um jólin og er það mest aldrað fólk. Síld hefur ekki borizt til Rauf- arhafnar síðan í október. Sigfufjörður Siglfirðingar voru í hátíðar- skapi á jólunum sem fóru vel . fram í alla staði. Bærjnn var fag uriega skreyttur ljósum. Snjór var á jörðu. Kirkjusókn var góð. Dansleikir voru haldnir, svo og jólatrésskemmtanir fyrir yngri kynslóðina. 20. janúar n.k. heldur karlakór inn Vísir utan til Canne í Frakk- landi og.veitir þar móttöku viður kenningu fyrir hljómplötu sína. Þarna verða mættir karlakórar 40 landa og verður söng þeirra sjónvarpað viða. Sauðárkrókur Fréttaritari blaðsins á Sauðár- króki tjáði blaðinu í gær að gott veður hefði verið á staðnum yfir jólahátíðina og jólahald allt ver- ið með mestu friðsemd og ágætum. Kirkjusókn var góð hátíðisdag- ana. Nokkur snjór var á jörðu en færð sæmileg. Félagslíf er mikið á SauðáT- Framhald á bls. 11 Gera Æ H nyia raun Höfðaborg 28/12 (ntb-reuter). Suður-Afrísku Iæknarnir, . sem gerðu fyrstu tilraun sögunnar til hjartagræffslu, búa sig nú und- ir aff gera aðra sams konar til- raun í þetta sinn meff 55 ,ára gamlan tannlækni, Pliilip Blai- berg að nafni. Blaiberg liggur á Groote Schu- ur sjúkrahúsinu, þar sem fyrsta hjartagræðslutilraunin var -gerð fyrr í mánuðinunn og er alvarjega sjúkur. Eiginkona hans ságði í t að vonir stæðu til að aðgerfvi færi fram á næstu vikum. ,,Þ\í fyrr, því betra”, sagði hún. Framhald á 11. síðu. 29. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.