Alþýðublaðið - 29.12.1967, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.12.1967, Síða 4
mmm) Rltstjórí: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 14906. — Aðsetur: AlþýðuhúslO vlO Hverfisgötu, Rvik. — PrentsmiOJa AlþýOub'iðsins. Siml 14905. — Askriítargjald kr. 105.00. — t lauaa* Bölu kr. 7.00 eintakiO. — tltgeíandl: Alþýðuflokkurlnn. INUIT KLOFNINGUR vinstriaflanna í Danmörku hef ur leitt til þeirrar ógæfu, að þjóðin steypist nú út í harða kosningabaráttu, þegar þörf varstyrkrar stjórn ar eftir gengislækkunina, sem varð í kjölfar falls sterlingspundsins. Jafnaðarmenn börðust fyrir á- byrgri st.efnu og nutu stuðnings Alþýðusambandsins. En þeir höfðu ekki meirihluta á þingi og urðu að treysta á hinn nýja sósíalistaflokk Aksels Larsens. Sá flokkur stóðst ekki fyrstu prófraun sína og klofn aði. Þeir, sem telja sig róttækari eða meiri vinstri- menn tóku saman höndum við hægriflokkana og felldu stjórn Jens Ottó Krags. Ef+ir klofning SF og myndun hins nýja flokks Vinstrisósíalista verða alls ellefu flokkar á þeim kjör seðlum, sem danskir kjósendur fá í hendur 23. jan- úar næstkomandi. Er gert ráð fyrir, að þeim muni i öllum takast að safna 16.000 undirskriftum, en þess er kraíizt til að þeir verði teknir í flokka tölu. Heiti flokkanna eru þessi: Slésvíkurflokkurinn, Réttar- sambandið, Kommúnistar, Hinir óháðu, Vinstrisósíal istar, Vinstriflokkur, Frjálslyndi miðflokkurinn, Rót tæki vinstriflokkurinn, Sósíalistíski alþýðuflokkur- inn, íhaldsflokkurinn og Jafnaðarmenn. Við þetta bætist Grænland. Þar eru tvö kjör- dæmi, og verður kosið í því syðra 23. janúar, eins og í Dammörku, en í því nyrðra ekki fyrr en 29. janúar þegar ís verður talinn nógu traustur til atkvæðaflutn- inga á sleðum. Eskimóar hafa nú myndað sinn eigin flokk, sem þeir kalla „Inuit-flokkinn’. Orðið inuit þýð ir maður og nota eskimóar það um sjálfa sig til að- skilnaðar frá öðru mannfólki. Stjórnmálaástand hefur verið mjög ótryggt í í Danmörku um árabil. Jafnaðarmenn eru lang- stærsti flokkur landsins, en þeir hafa ekki haft hrein an meirihluta og hafa orðið að styðjast við aðra flokka og leita samkomulags um lausn helztu mála. Nú síðast hafa þeir stuðzt við SF og átti það að heita sósíalistískur meirihluti. Illa entist það samstarf, eins og reynslan sýnir. Kosningabaráttan mun án efa verða hörð. Hún fer, ef að líkum lætur, að verulegu leyti fram í sjón varpinu. Mun hverjum flokki verða gefinn kostur á að kynna sig, fyrst með nokkrum inngangsorðum, síðan leggja menn úr öðrum flokkum fram spurning ar, og loks segir fulltrúi hins kynnta flokks Iokaorð. Þá verður í lokin samræðufundur flokksformanna, og er það allmikil samkoma vegna fjölda flokkanna. 4 29. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID FYRIR GAMLÁRSKVÖLD! PAPPfRSHATTAR OG PAPPfRSHÚFUR Úr 50 tegundum að velja. — Glæsilegt úrval! GRÍMUR fyrir börn og fullorðna. Mjög fjölbreytt úrval. KNÖLL margar tegundir, sérstaklega falleg. Pappírsræmur i rúllum margir litir, til að kasta (á dansleikjum). Alls konar skraut fyrir dansleiki í heimahúsum og samkomuhúsum. Verzlunin á Laugavegi 176 hefir verið stækkuð og er því mjög gott að komast þar að með kaup á ofangreindum vörum. — Þar eru einnig næg bílastæði. Athugið, að sérstakur afsláttur er gefinn samkomuhúsum og öðrum, sem kaupa minnst 100 stk.í einu af höttum og húfum. Pappírs- og ritfangaverzlunin ANDLITSBÖÐ KVÖLD- SNYRTING DIATERMI HAND- SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræSingur. Hlégerði 14, Kópavogi. Sími 40613. Skólavörðustíg 21a. — Simi 17762. HÁRGREIÐSLUSTOFA. ÓLAFAIt BJÖRNSDÓTTUR. Ilátúni 6. — Sími 15493. skemmtanalífið REYKJAVÍK, á marga ágæta maí og skemmtistaði. Bjóðið unnustunni. tiginkonunni eða gestum á einhvern sftirtalinna staða, eftir þvf nvort þér viljið borða, dansa - eða hvnrt tveggja. NAUST við Vesturgðtu. Bar, mat- salur og músik. Sérstætt umhverfi, lérstakur matur. Sími 17759. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hven •i og dans. Italski salurinn, veiðl- Knfinn og fjórir aðrii skemmtisalir. *ími 35355. HÁBÆR. Kfnversk restauration. Skólavörðustlg 45. Leifsbar. Opið trá kl. 11 f.h. til 2,30 og S ». h. tii 11.30. Borðpantanir ' sfma 9t360. Opið aila daga. INGÖLFS CAFE við HverfisgStu. - omlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826. HÖTEL B0RG við Austurvöll. Rest HÓTEI. LOFTLEIÐIR: BLÖMASALUR, opinn alla dagi vlk- unnar. VÍKINGASALUR, alla daga nema miðvikudaga, matur, dam og skemmtikraftar eins og auglýst •r hverju sinni. Borðpantanir I sfma 22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opinn aíla daga. HÓTEL SAGA. Grillið opíð alla daga. Mímis- og Astra bar opiS ai’a daga nema miðvikudaga. Sfmi 20600. ÞÓRSCAFÉ. Opið é hverju kvBldL SÍMI 23333. Isgötu. Veizlu og fundarsalir Gestamóttaka - Sfmi 1-96-36. uration, bar og dans f Syllta $aln- KLÚBBURINN við Lækjarteig. Mat- >m. Sími 11440.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.