Alþýðublaðið - 29.12.1967, Síða 6
HUNGUR I HEIMI
NÆSTA alheimsráðsteína um
utanríkisverzlun og þróunarmál
(UNCTAD) verður haldin í Nýju
Delhi frá 1. febrúar til 25. marz,
og eru höfuðdrættir hennar nú
farnir að skýrast. Stjóm ráð-
stefnunnar hefur gengið frá
bráðabirgöadagskrá hennar og
samþykkt þrjú ný umræðuefni
fram yfir þau sem áður höfðu
verið samþykkt: hið alþjóðlega
matvælavandamál, vandamál
vegna ört vaxandi notkunar á
gerviefnum og þau sérstöku
vandamál sem skapast í löndum
sem ekki liggja að sjó.
Eftirtalin átta meginatriði
dagskrárinnar hafa verið sam-
þykkt:
1. Tilhneigingar og vandamál í
alþjóðaverzlun og þróunar-
málum.
2. Vöruvandamál og vörupóli-
tík.
3. Aukning og meiri fjölbreytni
í útflutningi vanþróaðra landa
á hálf- og heilunnum vörum.
4. Vöxtur, þróunarfjármögnun
og bein hjálp (samræming al-
þjóðlegra og þjóðlegra að-
gerða).
5. Vandamál vanþróuðu land-
anna með tilliti til ósýni-
legra verzlunargreina, þeirra
á meðal siglinga.
6. Aukning verzlunar og efna-
hagsleg heilun meðal vanþró-
uðu landanna: ráðstafanir
sem vanþróuöu og iðnvæddu
löndin verða að gera.
7. Sérstakar ráðstafanir sem
verður að gera til hagsbóta
fyrir þau vanþróuðu lönd sem
skemmst eru á veg komin í
því skyni að flýta fyrir efna-
hagslegri félagslegri þróun
þeirra.
8. Almenn könnun á starfsemi
U n c t a d .
Undir fyrsta lið mun ráðstefn-
an fjalla um framkvæmd þeirra
tillagna sem lagðar voru fyrir
fyrstu alþjóðaráðstefnu um utan-
ríkisverzlun og þróunarmál, sem
haldin var í Genf árið 1964. —
Vandamálin í sambandi við við-
skipti milli landa beggja megin
járntjaldsins, álirifin af svæðis-
bundnum efnahagsbandalögum
fyrir vanþróuðu löndin og sam-
hengið milli hins alþjóðlega mat-
vælavanda og útflutningstekna
vanþróuðu landanna og ráðstaf-
anir til að auka matvælaíram-
leiðsluna verða einnig til um-
ræðu sem og tilflutningur tækni-
þekkingar og kunnáttu.
★ FORGANGSRÉTTUR
VANÞRÓUÐU LAND-
ANNA.
Undir öðrum lið verða rædd
mál eins og alþjóðlegir vöru-
samningar og aðrar leiðir til að
koma jafnvægi á vörumarkaðinn.
Meðal annarra umræðuefna verð-
lagsstefnan, frjálsari verziun og
Framhald á 11. síðu.
BARATTA
Eiturlyfjarannsóknastofa Sam-
einuðu þjóðanna í Genf hefur á
síðustu tiu árum lagt fram mik-
ilsverðan skerf í baráttunni
gegn ólöglegri eiturlyfjaverzlun
með því að beita vísindalegum
rannsóknum í því skyni að kom-
ast fyrir, hvaðan það ópíum,
hasjísj og heróín kemur, sem
gert er upptækt. Getur rann-
sóknastofan einnig stuðlað að
því að draga úr misnotkun þeirra
lyfja, sem lúta ekki sem stend-
ur reglum aiþjóðlegra sáttmála,
svo sem örvandi og róandi
lyfja, svefnlyfja eða lyfja sem
valda ofskynjunum?
Ymprað er á’ þessari spurn-
ingu í síðasta hefti af eiturlyfja-
tímariti Sameinuðu þjóðanna,
,,Bulletin of Nracotics” (Vol.
XIX., No. 3).
Rannsóknastofan í Genf var
sett á laggirnar um miðjan síð-
asta áratug, svo að hægt væri að
kanna landfræðileg upptök ópí-
ums sem selt var með ólöglegum
hætti. Ópíum er ræktuð afurð og
hefur eðlisfræðilega og efna-
fræðilega eiginleika, sem eru ó-
líkir og háðir því hvar jurtin vex.
Aðildarlönd Sameinuðu þjóð-
anna, sem rækta ópíum, hafa því
sent rannsóknastofunni sýnis-
horn, sem eru efnagreind og
höfð til samanburðar, þegar ó-
löglegar birgðir eru gerðar upp-
tækar. Ennfremur útnefna fyrr-
talin lönd vísindamenn, sem
starfa með rannsóknastofunni og
sjá Sameinuðu þjóðunum fyrir
upplýsingum um eiturlyfja-
verzlunina. Sameinuðu þjóðirnar
veita svo fyrir sitt leyti tækni-
lega aðstoð í baráttunni við
smygl og ólöglega verzlun.
★ NÍU HUNDRUÐ
ÓPÍUMSÝNISHORN.
Fram til þessa hafa aðildar-
rikin sent rannsóknastofunni um
780 svonefnd ófölsuð ópíumsýnis-
horn, þ.e.a.s. ópíum sem stjórn-
völd í hverju landi vita með
vissu hvaðan er upprunnið. Þar
sem hlutj þcssara sendinga er í
mörgum pörtum, er íjöldi sýnis-
Söngvari sem kallar sig Jesús
Krist, einn af hinni nýrri kyn.
slóð eiturlyfjamanna.
hornanna yfir 900 talsins. Enn
berast sendingar. Það eru einkum
Mið-Austurlönd og Suðaustur-
Asía sem eru ekki fyllilega „kort
lógð.”
Jafnskjótt og tollgæzlan eða
lögreglan finnur ólöglegt ópíum,
getur hlutaðeigandj land sent
sýnishorn af því íil rannsókna-
stofunnar í Genf, sem síðan ber
það saman við öll þau ósviknu
sýnishorn sem hún hefur yfír að
ráða. Nú er til efnagreiningar-
aðferð, að nokkru fundin upp í
Júgóslavíu og að nokkru í rann-
sóknastofu Sameinuðu þjóðnnna,
sem er bæðí einföld og fljótvirk.
Öll sýnishorn eru sett inn í kerfi
gataspjalda, sem gerir nákvæm-
an samanburð framkvæmanleg-
an.
★ SÝNISHORN FRÁ
NORÐURLÖNDUM.
Nokkru eftir að rannsóknar-
stofan hafði byrjað rannsóknir
sínar á ópíum, afréð eiturlyfja-
nefnd Sameinuðu þjóðanna að
snúa sér einnig að hinu alvarlega
hasjísj-vandamáli sem hrjáir
mörg lönd. Þessi starfsemi er í
stórum dráttum rekin með sama
hætti og ópíum-rannsóknirnar.
Löndin senda inn sýnishorn af
hampi sem ræktaður er þar, og
rannsóknastofan tekur að sér
samanburð á þessum sýnishorn-
um og hasjísj sem gert heíur ver-
Ungrlingar í amphítaminrússi í Amsterdam (líka efri myndin).
ið upptækt. Danmörk og Svíþjóð
eru meðal þeirra mörgu landa
sem sent hafa sýnishorn til
efnagreiningar.
1 eiturlyfjanefndinni hefur
verið lagt til, að reynt verðj að
finna aðferð til að hafa upp á
þeim sem misnota hasjísj, eink-
um í sambandi við umferðarslys.
í rannsóknastofum einstakra
ríkja, sem eiga samvinnu við
rannsóknastofu Sameinuðu þjóð-
anna, er nú verið að gera rann-
sóknir í því skyni að þekkja ean-
nabis (indverskum hampi) í vökv
um líkamans.
i
★ HERÓÍN-RANNSÓKN-
1R ERFIÐARI.
Rannsóknastofu Sameinuðu
þjóðanna hefur einnig verið fal-
ið, geti hún annað því, að kanna
uppruna heróíns sem gert er upp-
tækt. Þar sem hér er um að ræða
verksmiðju-unnið lyf úr ópíum,
verður verkefnið mun erfiðara.
Framhald á 11. síðu.
0 29. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐI9