Alþýðublaðið - 29.12.1967, Page 12

Alþýðublaðið - 29.12.1967, Page 12
mMM' IMilli jóla og nýárs t>ESSIR fáeinu virku dagar milli jóla og áramóta eru eins og eyja í útsæ; liafsjór hátíðanna torýtur á t>eim beggja vegna, og fyrir -kemur að þá flæðir alveg í kaf og hátíðirnar ná saman. Enda er þa'ð kannski eins gott, þvx að það er 1 ósamræmi við allan ald- arhátt á vorum dögum að standa etns og klettar upp úr ihafi og látá sig ekki, hvað sem á dynur. List nútímans er hin að kunna aö heygja' sig og sveigja eftir því hvaðan þrýstingurinn kemur I |>aÖ og það skiptið. Og jafrislétt- an er það landslag, sem nú er í mestum metum, svo að þess vegna ætti að vera óhætt að afnerna þessa' virku daga og gera þá að íiátíðisdögum líka. Ýmsar aðrar breytingar mætti |>ó gera á jólahaldi jafnframt. — Satt bezt að segja, þá eru jólin engan vegirvn sá sældartími, sem af er látið og fólk er alltaf að telja sér trú um. Þau geta farið illa með bæði heilsufar og vinnu hæfni, svo að ekki sé nú minnzt á l>að hvernig buddan er útleik- in eftir þau. Og svo eru jólin allt *of oft. Raunverulega er langtum ■of mikið að vera að halda jól á liverju einasta ári. Ár er ekki langur tími, og það liggur við aö menn séu ekki almennilega foúnir að jafna sig eftir ein jól- |>egar undirbúningurinn undir þau næstu hefst. Væri ekki hægt að hafa jól sjaldnar, en í stað- inn mættu auðvitað hafa þau veg legri? Við Baksíðumenn erum iþeirrar skoðunar að alveg nægjanlegt væri að halda jól þriðja hvert ár, Eri þá ættu jólin hins vegar að standa allan tímann frá jólum og frara yfir nýár, þannig að leið- indadagarnir hyrfu úr sögunni. fo’esair"' 'dagár eru áreiðanléga hfldur óhagkvæmir dagar í öllum rekstrx, og það væri áreiðanlega stórt spor I áttina tii aukinnar tíagræðingar og hagkvæmni há- tíðahaldi að taka upp þennan hátt. Auðvitað mætti liaga jólahaldi á annan veg en hér er stungið upp á. Aðalatriðið er að jólum verði fækkað. !Það kæmi að sjálf- sögðu til greina að hafa jól ekki Iþt'iðja Iivert ár heldur fjórða fcvert, og mætti þá t. d. lákveða «3 jól skuli halda tolaupár, en ekki endranær. Eins mætti sjálf- sagt ganga lengra og hafa jól enn sjaldnar- t. d. á fimni ára 'tíu ára eða jafnvel aldarfjórð- ungsfresti, en láta þau þá í stað- inn standa fram að páskum hið minnsta, ef ekki allt árið. Það •koma ýmsar leiðir til úrbóta til greina, en aðalatriðið er að nú- verandi ástand er ekki viðunandi. Vera kann að einhverjum þyki þessar tillögur. fullróttækar, en þær eru ekkert verri fyrir það. Það gæti t. a. m. hent sig, að einhverjir prestar vildu ekki una þessari nýbreytni vegna þess að þá gætu liðið svo ár að ekki yrðu setin örfá sæti í kirkjunum hjá þeim. En þeir gætu þá sparað við sig messui-nar og hert sókn- ina eftir stærri kirkjum og hærri turnum til þess að rúma alia, sem til kirkju kæmu á jólunum, sem þá yrðu líka raunveruleg jól, raunveruleg hátíð, en ekki hvers- dagslegur atburður sem gerist á hverju ári, hvernig sem árar. — Ég þori að sveia mér upp á, að þeir hafa eitthvað snúið stafrófinu étðan ég var ungur. *— „Hjartans elsku Sigga, engillinn xninn og blíðanJa ekki ér að spyrja að titlatoginu hjá þeím í þessum verzluuarbréfum, . . . og einn af fjölmörgum millistéttar-Svíum, sem tekið hafa sig upp frá ættjörð sinní og lagt sparifé sitt í hótel eða smáíbúðahús hér í Las Palmas og hafa síð'an viðurværi sitt af því að leigjja sólhungruðum löndum sínum húsaskjól með- an að VESTUR geisar norður þar. . . . Greta Garbo var eins náföl og framliðinn hófur og þótti kvenna fríðust . . . TÍMINN. Ekki skil ég nú alltaf allt sem þeir skrifa þessir spekingar í blöðin, enda er ég sjálfsagt heimskur maður. Ég hef til að mynda ekki ennþá áttað mig á merkingunni í þessum orð- um, sem ég las í leikdómi i Vísi í gær: „Þykir samlöndum skáld jöfursins nokkurs lun vert að það, sem hæst rís í fyrri alda menningu þeirra skuli kynnt á svo vandaðan hátt með smáþjóð, er þess aS minnsta kosti eJ! vænta, að þýðandanum verði sýndur sá sómi að bjóða honum ekki sam reið með þeim, sem hæst ber að afrekum í nútímamenningu þeirra“. Þá er vaskurinn kominn í lag kona góð. Og þá er þetta ár bráðum á enda runnið. En maður er eklc ert bættari fyrir það. Það kem ur bara annað í staðinn, engu betra ef að líkum lætur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.