Alþýðublaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 3
Jólabfað Alþýðublaðsins — 1967 3 Svetlana Allilujeva: ENDURMINNINGAR 20 bréf til vinar. Arn'heiður Sigurðardóttir íslenzkaði. Bókaútgáfan Fífill, Reykjavík 1967. 251 bls. nr RÚSSLAND UNDIR HAMRI OG SIGD Sóvétríkin 1917—1967.- Inngangur eftir Hermann Pörzgen. íslenzk iþýðing: Kristján Karlsson og Magnús Sig- urðsson. Bókaforlag Odds Björnsson ar, Akureyri 1967. 240 bls. I— ^ ENDURMINNINGAR UM LENÍN Höfundar: Anna Úljanova- Jelizarova, Nadesda Krúp- skaja, Maxim Gorkí. Halldór Stefánsson íálenzk- aði Heimskringla, Reykjavík 1967. 266 bls. r E “ngin bók hefur í haust vak- ið neitt viðlíka eftirtekt né um- tal, ekki heldur hér á landi, og endurminningar Svetlönu Alli- lujevu, dóttur Stalíns, 20 bréf til vinar. Bókin var hvarvetna þýdd og gefin út hið fyrsta eft- ir frumútgáfu hennar á rúss- nesku og ensku þýðinguna sem lögð mun til grundvallar flest- um öðrum útgáfum bókarinnar; jafnvel hér sem útgefendum er flest betur lagið en fylgjast með bókmenntum erlendis kem Hr bókin út í haust og þrátt fyrir flýtinn og flaustrið hefur tekizt að fá til dugandi þýðanda að snúa bókinni á íslenzku sem er óvenjulegt í slíku tilfelli. En • úr því svo tókst til er útgáfa bókarinnar á íslenzku líka rétt ráðin og þakkarverð. Því að orðstír Svetlönu hef- ur vitaskuld borizt til landsins fyrir löngu, bók hennar fáan- leg í verzlunum á ýmsum tungu málum, ýtarlegir útdrættir og frásagnir af henni birtar í blöð um og lagt út af 'þeim á marga vegu löngu áður en bókin sjálf var komin út á íslenzku. Fátt væri eðlilegra en að allt þetta umtal, allur áróðurinn fyrir bókinni yrði til þess að bókin sjálf ylli lesanda vonbrigðum, maður hefði fengið nóg af henni fyrirfram, enda blöðin og útvarpið löngu búin að til- reiða allt sem ,/vdi skipti“ í frásögninni og útbúa hæfilega skoðun á bókinni handa þeim sem það kysu. En því fer fjarri að bókin valdi vonbrigðum. — Þvert á móti reynist frásögnin áhugaverð fyrir annað og meira en beinar staðreyndir efnisins sem mest veður hefur verið gert af í fréttum. Og bókin er ljóm- EFÍIR ÓLAF JÓH5S0N andi vel skrifuð, með látlausri list, sem er engin fjarstæða að ætla að Svetlana Allilujeva hafi numið af klassískum rússnesk- um bókmenntum 19du aldar. M ■ a innxngar Svetlonu eru vissulega ekki pólitískt rit né eru þær sagnfræði; hún þrátek- ur raunar fram sjálf að hvorugt sé hún að semja. Bókin er ekki gagnrýni rangrar heimsskoðun- ar, afhjúpun sviksamlegs „kerf- is“, sem Stalín liafi skapað í sinni mynd og 1 senn orðið fórn arlamb þess sjálfur. Stjórn- og þjóðfélagsmál koma yfirleitt lít ið við sögu í þessari bók, og höfundur hennar virðist harla lítinn pata hafa haft af þeim stórtíðindum sem gerðust í landi hennar þann tíma sem hún lýsir. Sögulegt gildi bókar- innar er að vísu ótvírætt — en það stafar af því einu að hún greinir frá heimssögulegu fólki. Allir fróðleiksmolar til skiln- ings á manninum Jósef Stalín verða vel þegnir af sagnfræð- ingum, en þeir einir munu býsn ast yfir frásögn Svetlönu sem þykir það stórum merkilegt að hinn grimmi einvaldsherra skuli yfirleitt hafa lifað einka- lífi. Um áðra áhrifa- og valda- menn í Sovétríkjunum hefur bókin ekki ýkja margt að segja — nema þá einkennilegu stað- reynd að kona Molotovs, sem ár- um saman var talinn næstur Stalín að völdum og virðingu, bjó undir stöðugri tortryggni lögreglunnar og var meira að segjá dæmd til tíu ára útlegðar nokkru fyrir lát Stalíns. Og Bería er paurinh í frásögn Svet lönu, sem að því leyti að minnsta kosti mun koma mæta- og Svetlana Allilujeva á ungum aldri. vel heim við opinbera sovézka söguskoðun, illur andi Stalíns að tjaldabaki; en þetta eina at- riði ber mönnum raunar sam- an um hér vestra að hljóti að vera ýkt. 20 bréf til vinar er hvorki sagnfræði né pólitík, bókin er fjölskyldusaga, saga fólksins i skugga og skjóli einræðisherr- ans. Og einkennilegast er hve þessi saga er alvanaleg. Fátt mun algengara í hversdagslegu lífi en hjónabönd séu erfið með köflum, eða mönnum líki mis- jafnlega við frænd- og mágafólk sitt, eða faðir hafi á móti því að ung dóttir taki saman við rígfullorðinn rnann, ímugust á tengdasonum sínum; einasta undantekningin í falli Stalíns var að hann gat látið fangelsa eða drepa þá sem honum líkaði sízt af skylduliðinu. Stalín var ekki góður sonur, eiginmaður né faðir, sem að vísu er ekkert einsdæmi; hann var stjórnmála maður fyrst og síðast og sístarf andi. Ilann átti mörg hús 'sem hann var sífellt að láta breyta og umturna á ýmsa vegu; en sjálfur bjó hann, svaf og mat- aðist og starfaði jafnan í einu einasta herbergi. Hann átti aldr ei frí. En bæri svo við að hann tæki sér næðisstund úti í garði eða uppi í sveit gat hann aldrei fundið blett þar sem nógu vel færi um hann. Stalín dekraði við dóttur sína í bernsku, en syni sína beitti hann harðn- eskju, sýndi þeim tómlæti og skilningsleysi og tókst líka að eyðileggja þá báða. Og kona hans framdi sjálfsmorð. Dauði Nadesdu Allilujevu er sá meg- inatburður í fjölskyldulífi Stal- íns, sem frásögn dóttur hans hverfist öll um, alit líf hennar tekur lit af síðan. Þetta er nátt úrlega ekkert einsdæmi heldur. Ætli margur maðurinn telji ekki foreldramissi, við dauðs- fall eða skilnað eða með öðrum hætti, hafa skipt sköpum sínum í æsku? ✓ E g, skólastúlkan, sa þetta frá allt öðrum sjónarhóli", seg- ir Svetlana á einum stað, þer sem vikið er að hreinsunum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.