Alþýðublaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 1
Vélbáturinn VER KE 45 sökk kl. 14.45 í gær eftir að hafa orðið fyrir* brotsjó á sunnanvcrðum Paterksfjarðarflóa. Áhöfninni tókst að komast í gúmmibjörgunarbát og var bjargað heilu og höldnu af varðskipinu Al- bert skömmu seinna. Ver var gerður út frá Bíldudal og var farið að óttast um liann er líða tók á daginn, þar sem ekkert hafði heyrzt til hans, en en ofsaveður með miklu frosti geisaði á' Patreksfirði. Varð- skipið Albert var statt á Bíldudal og fór það út kl. 39.20 til að svipast um eftir bátnum. Komu þeir auga á neyðarblys gegnum sortann og fundu stuttu síðar gúmmíbátinn með mönnunum innan borðs Leið þeim öllum vel eftir atvikum. Þegar brotsjórinn skall yfir Ver, voru tveir menn staddir í brú, en þrír voru niðri í hásetaklefa. Tókst þeim að brjótast út og ná gúmmíbjörg- unarbátnum. Mátti varla tæp- ara standa að Albert fyndi bátinn, því hann var korninn -í skyggiiega nærri ströndinni, sem var öll brimi sollin. Ver KE 45 var 36 tonn að stærð og smíðaður í Stykkis- hólmi 1966. Skipstjóri og eig- andi bátsins er Snæbjöm Árnason. Eins og fyrr segir, var mjög vont veður þar vestra í gær, 31 vindstig og auk þess mikið frost. Er einsýnt nver afdrif skipbrotsmannanna hefði orð- ið, ef björgun hefði ekki bor- izt svo fljótt, sem raun varð á. Alþýðublaðið ræddi við Þór- odd Th. Sigurðsson, vatnsveitu- stjóra, og ræddi við hann um þær rannsóknir sem gerðar eru á vatni úr Gvendarbrunnum, en úr því vatnsbóli fær megin hluti lands- manna neyzluvatn sitt. Þóroddur sagði, að rannsóknir hefðu leitt í ljós, að ekki þyrfti að óttast áhrif nitrats í vatninu að svo komnu máli, en hins vegar gætu slík áhrif myndast, m. a. ef miklu magni köfnunarefnisá- burðar væri dreift í nágrenni vatnsbólsins. Rannsóknir þær er gerðar eru regluiega á' Gvendarbrunnavatn- inu eru steinefnarannsóknir og eru niðurstöður þeirra .rtokkrum breytingum undirorpnar og gætir þar aðallega áhrifa af viðkomu álfta og anda á vatninu, aðallega á haustin, en eins og kunnugt er, eru Gvendarbrunnar opnir og vatn- ið tekið úr tjörnum. ! Þá valda og miklar rigningar eftir þurrviðri nokkrum breyting- um á vatninu, en þá' kemst oft yfirborðsvatn í vatnsbólið. Næsta umhverfi vatnsbólsins hefur nýlega verið friðað og- hef- Frh. á 10. siðu. Laugardagur 27. janúar 1968 — 49. árg. 21. tbl. — Verð kr. S Ofnotkun köfnunarefnis- áburbar getur oroið hættuleg lífi á jörðinni Engin hætta á slíku hérlendis í brezka blaðinu THE OBSERVER 21. þ. m. er grein eftir John Davy, vísindafréttamann blaðsins, þar sem hann vitnar í bandarískan prófessor í jarðefnafræði sem heldur því fram að ofnotkun köfnunarefnisáburðar geti leitt til eyðingar lífs á jörðinni. Er hér um að ræða Ni- tratáhrif sem getur orðið vart í matvælum og segir prófessorinn að mikil nauðsyn sé á að tak marka notkun köfnunarefnisáburðar. Nitratið sjálft er skaðlaust, en er það er komið x melting arfæri manns eða skepnu breytist það í Nitrit, sem hefur áhrif á gerlagróður meltingarfær- aana og veldur snöggum dauða. Þá segir einnig í greininni, að nýlega hafi verið gerð at- hugun á nitrati í spínatbarna- mat og fór rannsóknin fram í tilraunastöð í jarðefnafræði í Missouri. Kom í ljós, að í einni dós af matnum fundust 40 milligrömm af nitrati. Þá var einnig gerð sams konar athug- un í Bretlandi, en þar var magnið í sams konar mat nokkuð minna. Prófessor Commoner telur ni- trata-hættuna aðeins eina af hættum þeim, er heimurinn horfist í augu við, vegna auk- innar tækoi og mikillar fram- leiðslu náttúruefna sem ’.nenn- irnir viti lítið um. „Án þess að við förum að nota tækni- þekkingu okkar með meiri skilningi,” segir prófessor Commoner, „eigum við á hættu að gera plánetu okkar óbyggi- lega mönnum. í tilefni greinarinnar í THE OBSERVER, hafði Alþýðublað- ið samband við dr. Bjarna Helgason jarðefnafræðing, og innti hann eftir notkun köfn- unarefnisáburðar hérlendis og möguleika á þeirri hættu sem prófessof Commoner skýrir frá. Dr. Bjarni sagði að notkun köfnunarefnisáburðar hérlend- is væri það lítil, að engin hætta væri á þessum áhrifum. Til að nitrat-áhrif kæmu fram þyrfti að nota mjög mikið magn af áburðinum, meira magn en mögulegt væri frá fjárhagslegu sjónarmiði. Við þetta bættist að veðurfarsskil- yrði væru slík hér, t. d. mik- il úrkoma, að það drægi úr hættunni á nitrata-áhrifum. Þá sagði dr. Bjarni að árið Frh. á 10. síðu. Köfnunarefnisáburður, sem hér er mest notaður. Nitrathætta í vatnsbólum erlendis, en ekki hérna Albert hjargaði áhöfninni í sömu grein í THE OBSERVER er vikið að þeirri hættu er stöðuvötnum stafar af Nitrati. Með auknum úrgangi frá stórborgum, sem inni- heldur mikið af Nitrati, ásamt því að mikið af köfnunarefnisáburði berst í vötnin, er hætta á því að allur lífrænn gróður í vötnunum rotni. Sem dæmi tekur prófessor Commoner vatnið Erie í N-Ameríku sem er 9.930 ferkílómetrar að stærð. Vatn þetta telur prófessorinn að standi á barmi lífræðilegrar glötimar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.