Alþýðublaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 6
KRISTJÁN PÉTURSSON: Tollgæzlan á Kefla- víkurflugvelli Ke'lavík 24. janúar 1968. Á undai förnum vikum hefur verið skrii ið allmikið í Morgun- blaðið og I íý vikutíðindi um toll- gsezlurnál á Keflavíkurflugvelli. Þessi skri hafa yfirleitt verið ósanngjört og full af dylgjum og ósönn im ásökunum, enda hafa umxæddar greinar alltaf verið nafn.ausar. Það vek ar nokkra athygli að Morgunbla 5ið skuli leggja svona mikið kap ■> á að birta greinar um tollzæz una á Keflavíkurfiug- velli meðan hin dagblöðin sjá enga ástæ iu til þess. Allir vit i, sem þessum málum eru kunn gir að tollgæzlan á Keflavíkurflugvelli heyrir undir Várnarmál idelid utanríkisráðu- neytisins, en vinnur að sjálf- sögðu störf sín í íullu samráði við tollstjóraembættið í Keykja- vík og Fjérmálaráðuneytið. Það er því eindregin krafa tollgæzl- unnar á Keflavíkurflugvelli, að Morgunblaðið skýri afdráttar- laust hva< a ástæður liggja til slíkra skrifa. Það er t lgangslaust fyrir blað- ið að bera fyrir sig nafnlausum bréfum, þ\ í vissulega æfti Morg- unblaðið að kynna sér viðkom- andi mál íjá tollgæzlunni áður en slíkar greinar fá birtingu. Skrif sem þessi geta hæglega stórskaðað álit almennings gagn- vart tollgæzlunni. Hlutverk allra blaða er m.a. að gagnrýna réttilega það sem miður fer, ekki sízt hjá hinu opinbera, en margítrekaður, ein- hliða og ósannur áróður á þar engan rétt á sér, Ég tel að Morgunblaðið geri fjármálaráðherra iilt með slík- um skrifum, hann hefur íétti- lega reynt að herða á toileftir- litinu almennt í landinu og jafn- framt margreynt á opinberum vettvangi að skýra þjóðinni frá nauðsyn þeirra ráðstafana. Morg- unblaðið og önnur dagblöð, ynnu þarft verk ef þau reyndu að skrifa um tollgæzlumál af á- byrgð og kunnáttu, svo að al- menningur skildi betur gildi toll- eftirlitslns frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Það er nú einu sinni stað- reynö að tollatekjur eru og verða um ókomin tíma aðaltekjuiind ríkissjóðs, og þessvegna er ekki svo lítið í húfi hvernig til tekst um framkvæmd tolleftirlits í landinu. Ríkissjóður greiðir tug- milljónir í tolleftirlit árlega og því á þjóðin heimtingu, að toll- gæzlumenn standi sig vel í stöðu sinni. Tollgæzlumenn eiga að sýna fullkomna ábyrgð, festu og kurteisj í starfi, en lá'ta rang- látt álit einstakra manna sig engu skipta, því þeir einir sem vinna störf sín af samvizkusemi í hvívetna fá verðskuldaða viður- kenningu almennings. Þjóðin ætti ávallt að vera þess minnug, að lélegt og svikult toll- eftirlit kemur illilega víð þjóð- fél. í heild og þar með hvern einsfakling í landinu. Ef toll- þjónar ættu að vinna störf sín í samræmi við greinar þær, sem Morgunblaðið hefur iátið sig hafa að birta, er augljóst að þjóðin yrði að fórna tugmilljón- um til þess eins að þóknast á- kveðnum hóp manna. Ég skal upplýsa Velvakanda og hans áhangendur um, að toll- gæzlan á Keflavíkurflugvelli mun reyna að gera tolleftirlitið fullkomnara en er, enda ríkar á- stæður til á meðan fleiri hundr- uð manns eru uppvísir að toll- lagabrotum árlega. Toilgæzlan stefnir eindregið að því mark- miði að gera tolleftirlitið það sterkt, að allir megi ski’ja að tolllagabrot borgi sig ekki og virði lög og reglur þar að lút- andi. Þess vegna lýsi ég full- kominnj ábyrgð á hendur þeim aðilum, sem reyna á einhvern hátt að eyðileggja það markmið tollgæzlunnar, að sá árangur ná- ist. Ýmsir hafa verið með hvers konar ónot í garð lollgæzlunnar hér vegna áfengis sem tekið hef- ur verið af unglingum. í áfeng- islögunum ér skýrt tekið fram, að unglingar undir 21 árs aldri íhafi ekki heimild til að kaupa né liafa undir höndum áfengi. Tollgæzlan hér á Keflavíkur- flugvelli hefur ávallt tekið slíkt ófengi í sína vörzlu, en það er síðan gert upptækt og sent í Áfengisverzlun Ríkisins. Mörg stóryrði hafa verið notuð um tollgæzluna vegna þessara mála og jafnframt bent á aðra máls- meðferð annarra tollembætta. Eg vil upplýsa í þessu sambandi, að Saksóknari ríkisins hefur úr- skurðað að tollgæzlunni beri að gera umrætt áfengj upptækt. Þá hefur ennfremur verið skrifað af ónotum um tollgæzl- una hér, að hún skuli m.a. taka einn pela af áfengi af farþegum eða flugáhafnarmeðlimum, sem er umfram lej'filegt áfengismagn. Hér komum við að mjög veiga- miklu afriði, þvi ef tollgæzlu- menn létu slíkt afskiptalaust, myndu þeir gjörsamlega missa öll tök á að framfylgja toilalög- gjöfinni yfirleitt innan fárra ára. Lögum og reglugerðum um tolleftirlit verður tollgæzlar, að framfylgja af festu og röggsemi, öll frávik í þeim c-fnum skapa misræmi I meðferö slíkra mála. Annars held ég að við íslend- ingar verðum áð skilja það hið allra fyrsta, að hvers konar und- anþágur og linkind í meðferð laga og reglugerða, hlýtur að skapa virðingarleysi borgaranna fyrir að fara eftir þeim. því allir mættu vita þó, að lögin eru jafnt fyrir alla gerð. Þess vegna verður það oft, ef ein- hverjum dettur í hug að fram- fylgja lögum afdráttarlaust þá má hinn sami búast við því að verða fyrir miklum skammaryrð- um dagblaða og annarra aðila. Þess vegna gefast flestir em- bættismenn upp fyrr eða síöar á að framfylgja settum lögum, sem skvldi, telja „mildu ieið- ina'* hagstæðari í framkvæmd og þá er ekki stormasamt lengur. Þeir sem áður voru óvinsælir verða nú vinsælir (en ekki virt- ir) á meðal almennings og kyrrð og spekt ríkir hvarvetna. Eru það þessi vinnubrögð, sem Morgunblaðið er að biðja um að tollgæzlan á Keflavíkurflugvelli tileinki sér? Er það þetta sem Velvakandi kallar að skilja hism- ið frá kjarnanum, og tollgæzlu- menn, hnýsnar smásálir, ef þeir gera skyldu sína? Hér eiga sum ráðuneyti m.a. stóra sök á hvernig komið er. Undanþágur til einstakra fvrir- manna á reglugerðum hefur skemmt mikið fyrir þeim, sem vinna að framkvæmd þessara mála. Það er eðlilegt að fólk sýni óánægju, ef ekki allir sitja við sama borð gagnvart lögunum. Eins og áður hefur komið fram í þessari grein, voru fleiri hundr- uð manns kærðir af tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli fyrir toll- lagabrot á s.l. ári. Mjög er al- gengt að tollgæzlumenn séu sak- aðir um, að þeir persónulega hirði ýmsa hluti sjálfir, sem þeir taka í vörzlu tollgæzlunnar. Hafa margir af þeim, sem brotlegir hafa gerzt sagt tollg., að þeir hafi ekki verið boðaðir til dóm- ara vegna tolllagabrota er þeir hafi framið, jafnvel fyrir mörg- um árum síðan. Þessi málsmeð- ferð dómsmála er því miður sönn í mörgum tilfellum, og ekkj bætir hún virðingu fólks fyrir lögunum, svo og það aðhald sem lögin eiga og verða að gefa. Hér er þörf stórra og skjótra aðgerða. ef tollgæzlan á að geta gegnt hlutverkj sínu sv'o vel íari. Víðast hv’ar erlendis eru þeir Framhald á 11. síðu. Efiir Dr. Jakob Jónsson Að skipta un trúféla Stöku sinnum kemur það fyr- ir, að fólk ræðir við prest sinn um það, hvort það eigi að fara úr kirkjunni og ganga annað hvort í einhverja aðra kirkju- deild eða í sértrúarflokk. Þá kemur fram sú spurning, hvort öll trúfélög séu ekki í rauninni jafn-góð og .sönn, og sérstaklega er innt eftir því, hvort frjáls- lyndur prestur hljóti ekki að líta svo á, að það gildi alveg einu, hvar menn skrifi sig í þessu til- liti. Mér kemur í hug dálítil gamansaga erlend, um prest, sem veitti því athygli, að kona ein var alveg hætt að sækja messur til hans. Hann mætti konunni á förnum vegi og spurði, hvort hún hefði verið veik. Nei, sem betur fór, hafði hún ekki verið veik, en hún hafði undanfarna mánuði sótt kirkju hjá anglikön- um. Raunar hafði það ekki ver- ið nema tvisvar, svo hafði hún farið yfir til meþódista, og nú síðustu vikurnar sótti hún lúth- | erskar gufísþjónustur — en, bæfti hún Við, það er ekki að vita, nema <ég fari nú aftur að rækja kirkjuna í mínum gamla söfnuði. Þejgar liér var komið sögunni, hafði veslings prestur- inn alveg miisst þolinmæðina, og sagði: Þetta er allt í lagi, góða mín, það gildir alveg einu, hvaða merki er sejtt á' tóma flösku. Nú eru ekki allar flöskur tóm- ar. Margir, sem skipta um frú- félag, gera það að sjálfsögðu að vel hugsuðií máli og af sannfær- ingu. Og mitt ráð í slíkum efn- um, er sem hér segir: Frá sann- lúthersku, frjálslyndu sjónarmlði á hver maður að hafa fullan rétt til að fylgja sannfæringu sinni, en þar með er ekki r-agt, að einu gildi, hvaða söfnuði hann heyrir til, — og ég álít það bæði rétt og skylt, ef einhver vill yfirgefa söfnuð sinn, að hann ræði fyrst rækilega við prest, þeirrar kirkju, sem hann vill yfirgefa. Úrsögnin getur verið á misskilningi byggð. Og sumt fólk, sem kemur til hugar að yfirgefa söfnuð sinn, hefur í rauninni aldrei lagt sig fram um að komast inn í samfélag hans, hvorki við guðsþjónustur né í kvnningu við prestinn. Og það, sem menn sækja til annarra, ættu þeir að geta fundið beima hjá sér, ef þeir leituðust við að gefa eitthvað af sjállum sér til þess trúarsamfélags, sem þeir eru í. Sem sagt: Ræddu í ein- lægni við prpst þinn, ef þér kem- ur til hugar að yfirgefa söfnuð- inn, en láttu ekki boðbera ann- arra trúfélaga ná þeim tökum á þér, að þú varla getir hugsað sjálfstætt. Til að skýra sjónarmið mitt nónar, skal ég taka dæmi. Ég get vel tekið þátt í guðsþión- ustu Gyðinga, beðizt fyrir með þeim og hlýtt á boðskap þeirra. En þeir trúa því, að Kristur sé enn ókominn, þar sem ég trúi því, að Jesús frá Nazaret sé sá Kristur, sem uppf.vllir vonir heimsins. Þess vegna gæti ég ekki gengið í gyðinglegan söfnuð. — Ég vil einnig líta með fullkom- inni virðingu á það, þegar ein- hver gengur í flokk Jehóva- vitna, ef hann gerir það í ein- lægni og af trúarlegri þörf, — en guðfræði þessa trúflokks er frá mínu sjónarmiði svo fjar- stæð öllum réttum skilningi á' Biblíunni, að hárin rísa á höfði mér við þá tilhugsun, að r.okk- ur maður með sæmilegri þekk- ingu fylgi t. d. heimsslitahug- myndum þeirra. -SíÉg he£i haft all-mikil kynni af kaþólsku kirkj- unni, sérstaldega kaþólskunr Nýja-testamentisfræðingum í seinni * tíð, og finn þar ágæta sáluíélaga. En mér er lífsins ó- mögulegt að líta á páfann öðru- vísi en hvern annan biskup og meðan þessi kirkjudeild breyfir ekki sjónarmiðum sínum á ýms- Framhald á bls. 11. 0 27. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.