Alþýðublaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1968, Blaðsíða 4
EG££MÍI) Eltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: Í4906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. AÐ LOKNU Verkfallinu er lokið, og sam- félagið færist aftur í venjulegt horf næstu daga. Skiptar munu skoðanir um, hvort ávinningur þess verði meiri e>n tapið hlutað- sigandi aðilum, en sú áhætta er einkenni lýðræðisþjóðfélagsins, sem ætlar þegnum sínum 'annan hlut en einræðisríkið. En vissu- lega fagna ^allir íslendingar því, að verkfallið skuli til lykta leitt og.starf og annríki hiversdagsins aftur komið til sögu. yafalaust má ýmsa lærdóma af verkfallinu draga. kÆun sú spurn ing í huga m'argra, hvort ekki sé breytinga þörf á skipulag'i um samningagerð laun- ,bega og atvinnurekenda til að hindra verkföll og stytta þau. VERKFALLI Kemur í því samb'andi mjög til athugunar, hvort fámennum fé- lögum á að leyfast að lama starf semi fyrirtækja og stofnana, er gegna mannrænu þjónustuhlut- verki og geta 'alls ekki ráðið úr- slitum í kaupdeilum eða kjara- samningum. Virðist ærin ástæða að heildarsjónarmið verði lögð verkföllum til grundvallar og að íslend.ngar taki upp í þeim efn- um skipulag grannþjóðanna á Norðurlöndum fremur en una gömlum. úreltum viðhorfum. Alþýðublaðið ætlar, að lausn verkfallsins muni. því að þaklca, að báðir deiluaðilar hafi lagt sig fram um að koma. í veg fyrir upp lausn og öngþveiti. Þjóðarhagur okkar hefur undanfarið orðið fyr ir miklum áföllum af aflabresti, verðfalli útflutni'ngsafurða og minnkandi tekjum ríkisins. Jafn- framt hefur vart orðið atvinnu- leysis, sem er augljós og ótví- ræður háski. Þess ivegna var voði á ferðum, að til verkfallsins skyldi draga. Leit og út fyrir um tíma, að það kynni að verða langt og hart. Nú hefur þeirri hættu verið afstýrt góðu heilli. En verk fallið getur því aðeins orðið víti til varnaðar, að reynt verði að koma á heildarskipulagi í sam- skiptum launþega og atvinnurek enda um kaupgjald í landinu. Um þá skipun mála hljóta stjórn arvöldin að hafa forustu hverju sinni, enda mun svo hafa sann- azt í nýafstöðnu verkfalli um það, er lauk. Alþýðublaðið óskar engum til aamingju í tilefni af lausn verk fallsins, en fagnar, að það skuli um garð gengið á styttri tíma en ætla mátti eins og til var stofn- að. Það er allri þjóðinni gleði- efni og einkum þeim, sem verk- fallið átti sízt á að bitna. Útgerðarmenn - sldarsaltendur. Höfum til ieigu úrvals söltunaraðstöðu, hvort sem um er að ræða móttöku fersksíldar til söitunar eða frekari meðhöndlun síidar, sem söituð hefur verið um boro í síldveiðiskip- um. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á S:gl firði, sími 7-13-15. Siglufjarðar. AisgíýsiS í AiþýSsjblaSioiu DÆLURNAR með gúmmihjólunum é^isli <3. %3oRnson uf. Vesurgötu 45. Ít Ódýrar ýý Afkastamiklar. ýý Léttar í viðhaldi. Með og án mótors. ýý Með og án kúplingar. ýý Stærðir Vá—2“ 'fa Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. Bílaklæðning Viðgerðir RAGNAR VALSSO^, ÁRMÚLA 7. Magnús Sveinsson hefur gert lítilsháttar athugasemdir við Eldborgarpistil minn hér í mótmæladálkinum á dögun- um, það er fengur aff kynnast viðhorfi hans og skýringum, þótt þaff breyti ekki niffurstöff um. Mér skilst, aff liann sé mýramaffur aff uppruna og öll um hnútum kunnugur þar vestra, sem er mikils virffi, þegar um örnefni er aff ræffa. Öngvir hafa reynzt mér traust ari lærifeffur í þeim efnum en heimamenn sjálfir, svo sem fjármenn og gangnamenn. Greinarhöfundur segir þaff ekki málvenju heimamanna í héruffunum vestra aff tala um Eldborg á Mýrum. Þetta er skiljanlegt og kemur heim við mina reynslu. Málvcnjur skap ast aldrei aff ástæffulausu. Þaff mætti skrifa um þetta langt mál, en ég skal affeins taka eitt dæmi úr Dalasýslu til skýring ar. Hvorki Hvammssveitingar effa Fellsstrendingar tala um Hvamm í Dölum, heldur bara Hvamm, þegar merka sögustaði ber á góma heima í héraði, nán ari skilgreining er ekki þörf, þótt annaff gildi út í frá. ★ Efnislega séð sýnist mér okk ur Magnúsi ekki bera mikiff á milli. Hann viffurkennir, aff í eldri ritum finnist þess nokkur dæmi, aff svæffiff næst vestan við Hítará, sé kennt viff Mýr- ar. Ég skal affeins benda þeim, sem kynnu aff vera ófróffari en Magnús, á Grettissögu, þar sem þetta kemur mjög skýrt fram. Ég gæti líka bent á fjölmarga síffari tíma menn, víffs vegar um landiff, lærffa og leika, sem affhyllast sömu málvenju. ekki af því aff þeir viti ekki hvoru megin viff Hítará umræddar eldstöffvar liggja, heldur ein- faldlega af hinu, aff þeir virffa hina aldagömlu hefff málsins, sem varffveitzt hefur, aff lík- indum frá landnámstíff. En slík ar upptalningar held ég sé ekki þörf. ★ Skoffanamunur okkar er hins vegar í því fólginn, að þaff er hans álit, „aff alltaf eiga aff telja (örnefni eða heiti á bæj um) til þeirrar svcitar effa sýslu, sem þeir eru í.“ Þess vegna sé rangt aff tala um Eld borg á Mýrum, þar sem hún sé utan Mýrasýslu. Þetta er mikil meinloka og vond kenn- ing að mínum dómi. Mýrar eru auffvitaff landfræðilegt hugtak og óháff öllum sýslumörkum, enda miklu eldra en sýsluskipt ingin í landinu. Það má taka hliffstætt dæmi til skýrjngar, t.d. Breiffafjörff, sem líka er fornt örnefni og spannar Framhald 15. síffu. 4 19. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.