Alþýðublaðið - 31.03.1968, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1968, Síða 4
Með furstahjónunum í Monaco, i | i - V7. PRINS í FRÉTTUM HARALDUR ríkisarfi Norð- manna komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hann opinberaði trúlofun sína með stúlku af borgaralegum aettum. Raunar segja Norðmenn það ekki neitt brot á norskum lögum að drottningin sé óaðal borin og virðist því ekki neinna stórtíðinda að vænta af ríkis- arfanum í bili nema það að hann mun gariga í heilagt hjóna band innan tíðar. En um leið og fréttin barst út um trúlofun hans tók örlítið að brydda á umtali um hvort hann mundi nokkurn tíma verða konungur. Og þær radd ir voru uppi að gera Noreg aö lýðveldi um leið og Ólafur kon ungur félli frá. Slíjtar raddir hafa og heyrzt í Svíþjóð að réttast sé að at'- nema konungsveldi þar og taka upp lýðræði, og einhvern veg inn liggur það í loftinu að dag ar konunga séu senn taldir yf- irleitt. En ef það er nokkuð, sem getur viðhaldið konungsveldi þá er það vinsældir sjálfrar konungsfjölskyldunnar. Hlut- verk hennar er ekki annað en vera gott og skemmtilegt 'nn- sigli á samheldni og hamingju þjóðarinnar. Og ekki verður ann að sagt en Haraldur ríkisarfi sé vinsæll af sinni þjóð, og raunar hefur hann alls staðar gengið í augun á fólki þar sem hann hefur verið á ferð og sann ast að segja fer hann víða. Ríkisarfinn kemur skemmti- lega fyrir, er vingjarnlegur an þó höfðinglegur. Hann er karl mannlegur á velli og kvenfólk inu geðjast að honum. Allt er þetta gott fyrir hann. En þar að auki er hann sagður laginn að koma fyrir sig orði og eiga til að flytja bráðsnjallar tæki- færisræður. Það kemur sér bet ur fyrir kcVga því fátt er orð ið fremur þeirra verk. Hann er íþróttamaður góður, og á meðal annars sæti í norsku Olympíunefndinni. Á síðasta ári ferðaðist hann víða, heimsótti m. a. öll Norð urlönd, þar á meðal ísland, og þar að auki England, Frakk- land, Monaco, Kanada og Ba- hamaeyjar. í reiðtúr á íslandi. Prínsinn striplast.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.