Alþýðublaðið - 31.03.1968, Page 14
Eiga sérfræðingar
Framhald af 5. síðu.
Aumur blettur
Náin og djúpstæð samskipti'
Er ekki komið hér við auman
blett? Erum við ekki helzt til
hrædd þarna? Þessi ótti kem-
ur a.m.k. oft upp á yfirborðið,
Iþegar rætt er um foreldra og
börn. Náin samskipti eru hættu
leg. Tilfinningar eru viðsjár-
verðar. Við skulum því varast
náin samskipti og tilfinningar.
Leysum fjölskylduböndin og
■ölum börnin upp í ópersónu-
legu umhverfi. Leysum þau
bönd, sem fjötra manneskjuna
og fylla sálarlíf hennar hvers
konar hömlum. En erum við
ekki þarna að reka óróður fyr-
ir eins konar barnaútburði? Og
hvers vegna erum við þá í
sömu andránni að fjargviðrast
yfir einverunni, bera kvíða í
brjósti vegna allra hinna
mörgu einmana gamalmenna
og einmana barna og unglinga?
Höfum við ef til vill glevmt
því, að horfnar kynslóðir hafa
á undan okkur lifað nánu sam
lífi, þráttað, grátið, spjallað og
'hlegið saman, án þess að það
hafi yfirleitt haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér?
Ekkert aðlaðandi
Vissulega geta böndin milli
foreldris og barns orðið hættu
leg, orðið að sjúklegu helsi um
lífstíð. En þannig er mannlíf-
ið. Alls staðar eru einhverjar
hættur. Okkar getur beðið
dauði eða limlesting í bílnum.
Og hversu áhættusöm hefur
ekki hin heita ást reynzt alla
tíma?
Sannarlega er samlíf okkar
með börnunum erfitt og á-
hættusamt, og ekki verður það
vandalausara með aldri þeirra
og íþroska. Öryggis- og vernd-
arþörf þeirra dvínar, en frels-
islöngunin vex. Við eldri verð
um stöðugt að breyta um göngu
lag. Það reynist stundum afar
erfitt. Víst væri bað indælf, að
.losna við erfiðið. En værum
við þá ekki um leið að svinla
okkur einum dýrmætasta fjár
sjóði lífsins?
Náinn vinskapur kostar okk
ur óhjákvæmilega árvekni og
stöðugan sveigjanleika. ef
hann á ekki að stirðna og fr.iósa
í tillitslausum kröfum og sjúk
legum viðjum. En hver vill
vera án vina fyrir þá sök?
Hin alfrjálsa manneskia er
einungis óhlutlægt hugtak
og ekkert aðlaðandi. Hún
•mundi að sjálfsögðu vera laus
við hvers konar liöft og höml
ur og hana bitu engin vopn.
En hún mundi heldur ekki eiga
nein mannleg sambönd, sem
okkur eru svo ómissandi, svo
að við fáum vaxið út úr skel
inni.
Hcllustu stund-
irnar
Það er að vísu augljóst, að
hugtakið „barnauppeldi“ hefur
ekki verið skilgreint til fulls
með því einu að finna því stað
meðal annarra þátta mannlegs
samlífs. Fyrstu árin, meðan
barnið er lítið, er hlutverk
hinna fullorðnu einkum fólgið
í því að leiða barnið og vernda
í viðsjálum heimi. Á fyrstu ævi
skeiðunum ,er barnið ennþá
berskjaldað og hrifnæmt og
geta því beðið margvíslegar
hættur. Sá þáttur uppeldisins
gerir því óneitanlega vægðar
lausar kröfur á hendur hinum
fullorðna. En eru þær í eðli
sínu svo ólíkar öðrum þeim
kröfum, sem lífið gerir til okk
ar?
Samlíf mannanna er allt af
líkum toga spunnið. Hér er að
eins um að ræða óumflýjan-
legri og stærri ábyrgð. Áhrif
umhverfisins eiga greiðan að-
gang að barnssálinni. Allt sem
við gerum eða látum ógert í
í nærveru barnanna, skilur eft
ir sín spor. Heiftaryrði, riífr-
ildi og gauragangur, háværar
raddir, hræðsla og.taugaveild
un, — allt þetta er skaðlegt
fyrir þau. Yf irspenntur uppeld
isáhugi og alls konar heilabrot
um sundurleitar kennisetning-
ar sérfræðinga skapa öryggis-
leysi, kvíða og spennu, er hef
ur sínar hættur í eftirdragi
engu síður en vanrækslan.
Kannski eru þær stundir börn
unum hollastar, þegar við er-
um einungis glöð og róleg og
höfum gleymt því, að við sé-
um að ala þau upp.
Að vera eða vera
ekki
Það sem við erum, er þýð-
ingarmeira en það sem við ger
um. Þess vegna reynist oft
sama uppeldisfræðilega fingra
rímið svo misjafnlega veL. Þar
veldur meira, hver á heldur.
Okkar eigin mannlegu eigin-
leikar og aðstæður er alltaf
með í spilinu.
En þegar við segjum, að
barnauppeldi sé ekki sérfræði,
þá er það sannarlega ekki af
því, að uppeldisstörfin séu
ekki vandasöm og krefjandi,
heldur þvert á móti. Þau gera
slíkar kröfur, að margir vilja
helzt losna við þau. í þess-
ari sambúð höfum við í nær-
veru okkar litla manneskju.
sem þarfnast þess að við sé-
um róleg og jafnlynd, að við
skríðum út úr skelinni til móts
við hana, reynum að skilja
eiginleika hennar, að við hjálp
um henni og elsltum hana.
En við megum aldrei loka
okkur inni í neinu fyrirfram
rammbyggðu formúlubúri, því
að þessi litla manneskja t.ekur
stöðugum brey.tingum, og þarf
ir hennar breytast einnig. Og
ef'til vill er það oft erfiðast,
þegar þessar þarfir minnka.
Vissulega er jafnvægisgang-
an með börnum okkar vanda
söm. Þegar þau eru lítil og
þurfa mest á öryggi að halda
1 nærveru okkar. Þá erum við
sjálf ung og höfum mikla þörf
fyrir að lifa okkar eigin lífi,
að skemmta okkur, að „kom-
ast áfram“. Síðar þegar börn-
in stækka og röðin kemur að
þeim að reyna vængina, að
ganga á vit sinna eigin örlaga,
þá erum við kannski komin til
hliðar við lífið, orðin meira
einmana og höfum engan tíma.
Spurningin: „Ætlarðu að fara
aftur út í kvöld?“ er borin
fram af kynslóðunum í reglu
bundinni röð, — fyrst af böm
unum, en síðan af foreldrun-
um.
Vissulega erum við öll ófull
komin og önnum kafin fyrir
okkur sjálf, og okkur.mistekst
oft. Það væri því ósköp þægi-
legt að losna við öll þessi vanda
mál og fela þau sérfræðingi,
sem kynni þennan galdur.
En flest okkar leysum vand
ann eftir beztu getu og þiggj-
um okkar laun fyrir erfiðið og
áhyggjurnar. Því tökum við
með gleði á móti því, sem barn
ið hefur að gefa, þá færir það
okkur ef til vill um leið eitt-
hvað af þeirri fersku endur
nýjun, sem við höfum svo
mikla þörf fyrir, en leiturn á-
kaft án árangurs í alls konar
geitarhúsum. Og samtímis fá-
um við kannski nauðsynlega
æfingu í þeirri jafnvægislist,
sem ómissandi er í allri sam-
búð okkar mannanna, en sem
við stundum, þreytt og ar-
mædd, viljum losna við og eft
irláta einhvers konar ,,sam-
lífssérfræðingum“.
Há.
„Eiturdreifarar"
Frainhald úr opnu.
yfirvöldin taka áfengiff „hrygg
spennu“, því aff, án áfengis,
ekkert áfengisböl.
Sé tapið við áfengissöluna og
neyzluna reiknað í krónutali,
er það geigvænlegt — „svim-
lende“, segir dr. Carl Carlsson.
Það eru margir ábyrgir
menn, bæði sérfróðir og vel
menntaðir, sem eru farnir að
nota stór og sterk orð um áfeng
isböl þjóðanna, og við hér á
landi getum ekki lokað augun
um fyrir vanda okkar.
Dr. Carl ’Carlsson veilir for
stöðu stofnun, sem liðsinnir
hjálparþurfandi ofdrykkju-
mönnum. Aðsókn er þar miklu
meiri en stofnunin getur ann
að. Áfengissjúklingarnir elska
og virða dr. Carlsson og bera
mynd hans inn á sér. Bók hans,
sem að framan var nefnd, er
að verða metsölubók í Svíþjóð
og hefur hún verið valin sums
staðar sem lestrar- og umræðu
efni námshringa. Orðum slíkra
manna ættu þjóðif að gefa
gaum. Dr; Carlsson telur
sænsku þjóðina ekki hafa ráð
á að selja áfengi, salan eigi
að leggjast niður.
Pétur Sigurðsson.
Karlmenn
Franthald úr opnu.
is af peningum fyrir vatni og
brauði.
Anthony Quinn hefur málað
fjölda mynda af konu sinni, og
hanga myndirnar víðs vegar um
hús þeirra. Mest heldur hann
uoo á mynd sem hann málaði
af henni með fyrsta barn þeirra
á br.iósti.
Fólki fellur við Anthony
Quinn vegna þess hve ríkur
hann er af mannlegu eðli.
Hann er auðvitað ekki líkur
Zorba, góðlynda Grikkjanum,
sem ferðaðist milli eyjanna og
kvennanna og dansaði villta
dansa þegar hann var glaður
eða hryggur...
— Líkamlega hlið lífsins er
ekki einráð í sambandi okkar
Yolanda. Þannig lít ég ekki á
iþað sem kallað er karlmennska.
Maður, er að mínu áliti, ímynd
heiðarleika, ráðvendni, umburð
arlyndis og skilnings. Hann
stynur og hlær Zofbahlátri: —
Þess vegna hef ég aldrei skilið
afbrýðisemi Yolanda.
EIRRÖR
Kranar,
fittings,
einangrun o. fl. til
hita- og vatnslagna.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3,
Sírni 38840.
' SERvíETjhj.
prentvn '
ÖKUMENN
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
SKOLPHREINSUN
úti og inni
Sótthreinsum að verki loknu.
Vakt allan sólarhringinn.
Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir.
Góff tæki og þjónusta.
R Ö R V E E K sfmi 81617.
ODYRU
fermingarblómin
HJÁ OKKUR.
sendum heim — Sími 40980.
Biómaskálinn v. Nýbýlaveg.
■ SMAAUGLYSINGAR
o o
<0
HÚSBYGGJENDUR Trésmiðjan Álfhólsvegi 40 annast allt tréverk í íbúð yðar. - Ennfremur breytingar á eldri íbúðum. Ákvæðisvinna eða tíma vinna. Vönduð vmna. Þórir Long Sími 40181. Hreinsum — pressum Hreinsun samdægurs. — Pressun meðan beðið er. Lindin, Skúlagötu 51, Sími 18825.
Fatnaður — seljum sumt nýtt, sumt notað. — Allt ódýrt, Lindin, söludeild, Skúlagötu 51. Sími 18825.
Húseigendur athugið Nú er tíminn til að fara að hugsa fyrir málningu á íbúðinni. Pantið í tíma. BIRGIR THORBERG Sími: 42-5-19.
Loftpressur Tökum að okkur allt múrbrot, etnnig sprengingar. Vélaleiga Sím onar, sími 33544.
Garðstæði óskast í nágrenni Keykjavíkur eða Hafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 15906.
14 31. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ