Alþýðublaðið - 31.03.1968, Page 15
hrollur um hana af skelfingu.
Hann skipaði henni að fylgja
sér til læknisins á óvenju góðri
ensku.
Læknarnir voru í íbúð sinni
og hvíldu sig þar eftir matinn,
en Sandra vissi að hún hafði
ekki um neitt annað að velja.
Hún varð að fylgja skæruliðun-
um til Mikes. Hann hélt byss-
unni fast við bak hennar og
hermennirnir tveir báru sjúka
manninn á eftir honum. For-
inginn hafði skipað hinum
mönnum sínum að dreifa sér
'í nágrenninu.
Lótus stökk upp af svefn-
mottu sinni á svölunum fyrir
utan íbúð Milces, þegar þau
nálguðust og hún virtist skilja
tilgang komu þeirra á svip-
stundu.
— Þið farið ekki hér inn,
sagði hún. Læknirinn er að
hvíla sig. Hún nam staðar í
‘gættinni og krosslagði hend-
urnar.
Foringinn henti henni inn í
setustofuna með hnefahöggi.
|Hún féll til jarðar og felldi um
!leið borð um kbíl.
Hávaðinn vakti Mike og hann
birtist í dyragættinni á svefnher-
‘bergi sínu, þegar Söndru var ýtt
’þaffgað inn.
— Hvað gengur eiginlega á?
spurði hann, en svo sá' hann
sjálfur, að hermennirnir lögðu
meðvtiundarlausan félaga sinn á
gólfið og gripu byssur sínar.
Bæði Bob og Sing Bunda, er
ílRCO
BELTI og
BELTAHLUTIR
áBELTAVÉLAR
BERCO
Keðiur Spymur Framhjól
Botnrúllur Topprúllur
Drifhjól Boltar og Reer
jafnan fyrirliggjandi
BERCO
er úrvals gæðavara
ó hagstæðu verði
EINKAUMBOÐ
ALMENNA
VERZLUNARFÉLAGIÐf
SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199]
bjó í sama húsi komu þegar þeir
heyrðu hávaðann, en hermenn-
irnir héldu aftur af þeim með
nöktum byssustingjunum.
— Hvað viljið þið okkur?
spurði Mike. Við erum menn sem
lækna sjúka og þess vegna eigið
þið að láta okkur í friði.
Foringinn talaði blending af
móðurmáli sínu og bjagaðri
ensku og hann benti á veika
manninn á gólfinu sem var greini
lega mikið særður og langt
leiddur.
Hann krafðist þess að félagi
þeirra yrði læknaður eins fljótt
og unnt væri, en hann vildi líka
fá lyf gegn hitabeltissjúkdómum
og alla þá peninga, sem þau
höfðu handbæra. Ef skærulið-
arnir fengju ekki það sem þeir
heimtuðu var ætlunin að myrða
allt starfslið sjúkrahússins.
— Getum við ekki hringt á
hjálp? spurði Bob er gekk að
símanum.
Mike hristi höfuðið óþolin-
móður. — Nei, nú hafa þeir skor-
ið á símálínuna, hleypt vindi úr
hjólbörðum bílann(a ;og tekið
byssurnar, sem við geymum á
skrifstofunni. Það er enginn
leikur að eiga við þessa skratta
og veiki maðurinn hefur ein-
hvérja verstu malaríu, sem ég
hef nókkru sinni komizt í kynni
við. Það er víst bezt að byrja
á því að reyna að lækna hann,
ef við viljum bjarga sjúkra-
húsinu og lifa eilítið lengur.
Þeim væri svo sem trúandi til
að kveikja í sjúkrahúsinu og
brenna sjúklingana lifandi.
Dr. Bing Bunda þerraði
taugaóstyrkur svitann af enni
sér og Bob var alvarlegur að
sjá. Foringinn talaði aftur til
Mikes.
— Hann var að vara mig
við því að senda sendimann fót-
gangandi til skrifstofu olíufé-
lagsins, sagði Mike. — Það er
vörður við fljótið og á stígunum
og hver sá sem reynir að komast
héðan verður drepinn á stund-
inni. Farðu út, Sing Bunda, og
aðvaraðu allt starfsfólkið og
sendu mér börur hingað.
Sandra gekk til Mike. — Ef
einhver reynir að hringja hing-
að og fær að vita að klippt hef-
ur verið á leiðslurnar veit hann
að við eigum í erfiðleikum, þá
fáum við kannski hjálp.
— Þau hringja aðeins ef eitt-
hvað sérstakt gerist, svaraði
Mike. —Venjulega tölum við
aðeins við þá einu sinni á dag —
milli klukkan hálf eitt og eitt.
Það eru næstum 24 klukkutímar
þangað til.
1
TÓLFTI KAFLI.
|
Sandra fölnaði þegar hún
heyrði þessi orð Mikes. 24 klukku
tímar — hvílíkar hörmungar biðu
þeirra ekki? Foringinn gekk til
hennar og hrinti henni hranalega
frá Mike. Grunsemdir hans
höfðu vaknað þegar þau töluðu
saman.
Mike missti stjórn á sér og
stökk á manninn og það var að-
eins fyrir aðstoð frá Bob, sem
kom honum til hjálpar og sleit
hann frá foringjanum, að komið
var í veg fyrir að hinir skæru-
liðarnir tveir skytu hann.
— Hættu þessu, Mike, sagði
Bob aðvarandi. — Þú hefur
fræðslu- og upplýsingaskrifstofa UmferSamefndar Reykiavikur vill
gefa fleiri saumaklúbbum á höfuðborgarsvæðinu kösf á að kynnast
Umferðarskólanum „Ungir Vegfarendur11 og undirbúníngi fyrir gildis-
töku H-umferðar. Mun kynningunni verða hagað þannig, að fulltrúar
skrifstofunnar heimsækja þó saumaklúbba, sem hafa í hyggju, að
notfæra sér þessa kynningarstarfsemr.
Nónari upplýsingar gefur
FRÆÐSLU-OG UPPLÝSINGASKRIFSTOFA
UMFERÐARNEFNDAR REYKJAViKUR SiMl 83320
( ~
## Það jafnast
ekkert
á við
IARK"
IARK
l=ILTER CIGARETTES
Reynið LARK, hinar vinsælu filter sígarettur
V___________________ V
31. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5