Alþýðublaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 16
SÍ0At& BJÓRBÆN Bænina ei bresta má, bugast ailt viðnám þá, freistingar flykkjast að, flæma oss sinn í vað; andríki er aðal manns, útrekur djöflafans; bjórkrús og bænagjörð bezt er á vorri jörð. Einn inn í guðshús gekk, grátur við kropið fékk, fullur af sorg og sút sinn dró upp tóbakskiút, þurrkaði þrútnar brár, þerraði af kinnum tár, hóf upp í helgum sal hjartfólgið bænartal: Drottinn, vort daglegt brauð dregur að vísu úr nauð, þó finnst mér, þurfaling. þurr helzt til traktering ertandi innyfli einn saman þrumari, vökvun og vætulús velþegin mundi í krús. Vatnið er veikt í kvið, vínið oft meinblandið; eldsterkur andskoti engum er bjóðandi; það fyllir gumna geð guðleysi og ofremd með, uppsprettur allt um kring eymd, mæða og svívirðing. Öðruvísi er að sjá ölkollur borðum á fullar og freyðandi, ferskar og svalandi; upp, upp mín andagift ofan- og neðan klippt: guð minn, þín gæzkan stór gefi oss sterkan bjór! Ég hef nú ekkí haft mikil kynni af ástinni um dagana. Þó veit ég að það er svipað með hana og hrennivínið, að eftir því sem fólk neytir meira af því, þeim mun vitlausara verður það. Og þinginu að Ijúka. Það er svipað með alþingsmennina og kýrnar, það er erfitt að hemja þær í húsi eftir að fer að vora. Kallinn var að tala um í gær að fara í fisk og græða pen- inga. Það stóð ekki á kelling unni að svara og sagðist hún vera viss um að þeim þætti nóg komið af þorski, þótt hann bættist ekki í hópinn. 60 ÉCING EDWARD America’» Largest Selling Cigar dagiegi BlKstur BRENNIVÍNSMENNING BRENNIVÍN þykir gott umræðuefni og reyndar gott til fleiri hluta hefur manni sýnzt, en nú rétt einu sinni er mik- ið um það talað, þó ekki í þetta sinn af því að það sé mikið drukkið, heldur af þveröfugu; drykkja er að minnka, en vín- menning að aukast. Að víndrykkja sé að minnka hefur ekkj verið sannað, held ur aðeins að vínsala sé að minnka hjá áfengisbúðum og öllu því standi. Slíkt er bara sparnaður, fólk hefur minna fé handa á milli, og getur ekki keypt brennivín dýru verði sem þar að auki er alltaf að hækka. Það er því eins líklegt að menn séu farnir að grípa til brennivínsráðstafana kreppu- áranna sem voru í því fólgnar að menn brugguðu sjálfir sitt brennivín, í hellum, fjósum, hesthúsum og haughúsum, og fengust þannig hinar ágætustu veigar fyrir lítinn pening. Þetta var líka á þeim árum sem kjörorðið „Styðjið íslenzkan iðnað” var á hvers manns vör. Það varð til út af gjaldeyris- vandræðum. Nú eru aftur að koma gjaldeyrisvandræði, heyrir maður, og er þá ekki eðlilegt að menn vilj^ fara að styðja ís- lenzkan iðnað á ný, líka á þennan hátt? Það sem sagt er um brennivínsmenningu er öllu alvarlegra. Það væri þokkalegt ef menningin gæti nú ekki einu sinni látið brennivínið vera. Hún er alls staðar á öllum sviðum, enda höfum við menningafrömuði og menningavita, og þeim mun meiri verður ómenningin um allan heim, rétt eins og það verða þeim mun fleiri lögbrot sem fleiri lög eru sett, og þeim mun fleiri mönnum uppsigað við lögin sem fleiri lög regluþjónar spígspora um götumar. En við höfum nokkur kynni af brennivínsmenningu, úr fjarlægð. Hún þekkist nefnilega í öðrum löndum, og er fólg in í því að börnum er kennt að drekka þegar þau eru fimm ára og síðan rennur aldrei af þeim eftir það. Um það er oft talað að það sjáist enginn maður fullur í þessum löndum, en réttara væri líklega að segja að það sæist enginn maður ófullur. Og af því að það ber ekki á ófullum mönnum tekur enginn maður eftir fylliríi, enda er vitað að vínmenning þekkist ekk^ nema þar sem vínföng eru ódýr og hægt að drekka vín í lítratali daglega. Á þeim stöðum í heiminum vill líka enginn maður vín til hátíðabrigða því það er hversdagslegast af öllu hversdagslegu, allir orðnir leiðir á drykkjuskap, halda þessu bara áfram af gömlum vana. Slíka vínmenningu er ekki hægt að kenna íslandsmönnum. Þeir nefnilega drekka af allt öðrum ástæðum en annað fólk. Þeir drekka til þess að mega skandalísera án þess að út á það sé sett, öskra, gefa mönnum utanundir og þrífá óviður_ kvæmilega til annarra manna og kvenna í selsköpum, en eins og vitað er þá eru fullir menn á íslandi stikkfrí, geta gert allan andskotann og þykja á eftir menn að meiri. Götu-Gvendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.