Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 7
ÐIÐÁAD
BÆJARBÍÓ:
Sænsk frá 1967. Leikstjórn,
handrit og klipping: Bo Wider
berg. Kvikmyndun: Jörgen
Persson. Tónlist eftir Mozart,
Vivaldi og Weibbache'r.
*****
'Það serri fyrst og fremst vek
ur athygli við mynd þessa, eru
óvenjugóðir og fallegir litir,
frábær myndataka og yndisfög
ur tónlist, svo að minnir á ein
falt og heilsteypt ljóð, sem
maður getur lesið aftur og aft
ur, án þess að verða leiður á
því. ,,The poem should not
mean, but be“, var einhvern
tíma sagt og þau orð mætti
heimfæra upp á þessa kvik-
mynd. Hún höfðar fremur til
tilfinninganna en skynseminn
ar; sagan sjálf skiptir í raun-
inni ekki svo miklu máli, held
ur sá ljóðræni blær, sem leik-
stjóri rig myndatökumaður
hafa náð með mjög lofsverðum
árangri. Efnið fjallar um ást-
ir sænska riddaraliðsforingj-
ans Sixten Sparre (Tommy
Berggren) og dönsku línudans
meyjarinnar Elviru Madigan
(Pia Degermark), en myndin er
byggð á sönnum atburði, er
átti sér stað rétt fyrir aldamót
in 1900. Þau fá ekki að njót-
ast í borgaralegu samfélagi og
eru á eilífum flótta- Þau verða
uppiskroppa með peninga,
hungrið sverfur að, áhyggjurn
ar vaxa, og að lokum skynja
þau ekki nema eina lausn. . .
Ástæða er til að vekja at-
hygli á leikstjóranum, Bo Wid
erberg, en hann er vafalítið
með fremstu mönnum í sinni
starfsgrein á Norðurlöndnm,
stendur líklega næst Berg-
manni í sínu heimalandi. Elv
ira Madigan er fimmta kvik-
myndin, sem hann gerir, en
sú fyrsta, sem hér kemur fyrir
almenningssjónir. Bæjarbíó á
von á annarri mynd eftir
hann, Ást '’65, en þar fjallar
hann um starf kvikmyndaieik
stjórans.
Aðalhlutverkin í Elviru
Madigan eru leikin af Piu
Degermark og Tommy Berg-
gren. Degermark var aðeins
sautján ára, er hún lék í þess-
ari kvikmynd, og hafði aldrei
áður komið nálaégt kvikmynd
um. Hún hlaut verðlaun í
Cannes fyrir leik sinn og er
sarinarlega vel að þeim verð-
launum komin. Tommy Berg
gren er í miklu uppáhaldi
hjá Widerberg og hefur leikið
í nær öhum hans myndum,
enda leynir sér ekki, að hann
er miklum hæfileikum gædd-
ur.
GAMALT GAMAN
BiASKOLABIO:
Gamanmyndasafn frá M.G.M.
Robert Youngson hefur .unn
jð þarft verk við að setja sam
an í eina heildarmynd kafla úr
gömlum gamanmyndum, aðal-
legn frá tímabili þöglu kvik-
myndanna. Slíkar seríur hafa
verið sýndar hér í kvikmynda
húsum, t-d. í Nýja Bíói og
Gamla Bíói.
Áð þessu sinni er um að .
ræða örstutta kafla úr göml-
um gamanmyndum, er Metro-
Goldwyn-Mayer kvikmyndafé-
lagið hefur látið gei’a. Mynd-
in byggist aðallega á því að
sýna um fimmtíu frægar kvik
myndastjörnur, er flesjar byrj
uðu sinn starfsferil hjé félag-
inu. Kaflarnir eru yfirleitt-það
stuttir, að hæfileikar einstakra
leikara koma lílið sem ekkert
í ljós. Af helztu leikendum
mætti nefna Cary Grant, Clark
Gable, Gretu Garbo, Speneer
Tracy, W. C. Fields, Robert
Taylor, Jean Harlow og Marx
bræður, en mest bragð er þó
af Buster Keaton og Gög og
Gokke, sem eru aldeilis óborg
anlegir einsog fyrri daginn.
Lélegasti þáttur myndarinnar
er tvímælalaust með hinum
vinsælu Abbott og Costello.
Bandarískur
..BOND"
NYJA BIO:
Þessi mynd er bandarískt
svar við James Bond. Jaraes
Coburn leikur Derek Flint,
sem er afskaplega ,,klár“ ná-
•ungi, en í þessari kvikmynd
slarfar hann á vegum alheims
gagnnjósnakerfisins Zowie, en
það hyggst sporna við leynifé-
lagsskapnum Galaxy, en félags
skapur sá hefur í hyggju að
ná völdum á allri jörðinni með
því að stjórna veðrinu.
Þessi kvikmynd, sem á frum
málinu nefnist Opr Man Fiint,
er með skárri myhdum í Jam~
es Bond-stíl, en það er þó eklci
þar með sagt, að hún sé góð,
öðru nær, því a.m.k. 90% slíkra
kvikmynda eru yfir höfuð ó-
merkilegar. Hugmyndirnar í
myndinni eru sumar snjallar,
spennan að vísu ekki mikil,
en grínið þeim mun meira.
Sgurður Jón Ólafsson.
Valtýr Pétursson, Iistmálari,
opnar málverkasýningu í . dag
í Listamannaskálanum á 60
málverkum, sem flest eru unn
in á síðustu 2- árum. Verður
sýningin opin daglega kl. 14-
22 til 12. maí.
,,Þá brey'/ngu má greina í
málverkum mínum frá því ég
sýndi síðast að mikið er þar
um sólarstef. Hef ég aðallega
verið að vinna að þeim síðustu
mánuði“. . — •
Málverk Valtýs eru þó öll í
abstrakt stíl og ekki þótti hon
um ósennilegt að þar mætti
greina hafísáhrif, þó ekki áhrif
frá hafís hér við land, eins og
einn fréttamaðurinn þóttist sjá,
heldur væri þar á ferð ?ræn-
lenzkur hafís, en.Valtýr hefur
Framhald á 14. síðu.
HEF OPNAÐ TANNLÆKNISTOFU
í Skipholti 17 A 3. hæð.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
SÍM11 95 85
JÓN SNÆBJARNSSON, tannlæknir.
M0DEL1968
!vue
Hafnarstræti 9.
Símar 11936 og 13133.
Hótel Valhöll
ÞINGVÖLLUM
opnaði 1. maí.
Þau félög og hópferðir sem vilja tryggja sér aðstöðu, vin-
samlegast tali við mig sem fyrst.
RAGNAR JÓNSSON, sími 23334.
Verzlunin cr op'in alla daga.
Hótel Valhöll
7. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7