Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 10
ritstj. ÖRN
EIÐSSON
Góður árangur Islendinga
á Júdómóti Norðurlanda
t
Jón Árnason og Óskar Guðmundsson beztu badm'intonleikarar okkar,
Heppnir Framarar breyttu
1:3 í 4:3 og unnu Víking
MEÐ leik Víkings og Fram í
Reykjavíkurmótinu á sunnudag-
inn, hafa öll Reykjavíkurfélögin,
eða meistaraflokkar þeirra, kom-
ið fram á sjónarsviðið. Það sem
einna mesta eftirtekt hefur vak-
ið, er hversu Víkingsliðið hefur
spjarað sig. En liðið hefur þegar
átt í höggi við tvo af reyndusíu
flokkum mótsins, KR og Fram,
sem báðir hafa mátt prisa sig
sæla, með nauman sigur, eins
marks mun. En þar gat vissulega
brugðizt til beggja vona um úr-
slitin.
Leik Vikings og Fram lauk með
sigri Fram 4:3 eftir harða og
jafna baráttu. Öll mörkin voru
skoruð í fyrri hálfleiknum og
stóðu leikar um skeið þannig að
Danskt met í
kringlukasti
Frjálsíþróttamót var haldið
í kringíukasti um helgina. Ríc
ky Bruch Svíþjóð sigraði í
kringlukasti með 57,45 m., en
annar varð Kja Andersen, sem
setti danskt met, kastaði 55,26
m. Áður í vor hafði hann kast
að 54,14 m. ÖÍl köst Ander-
sens voru Iengri en 51 m.
Bruck sigraði einnig í kúlu-
varpi, varpaðí 18,23 m.
w’í ■ ' -■■■■■■
Víkingur hafði skorað 3 mörk
gegn aðeins 1. En á síðustu 6
mínútum, tókst Fram ekki að-
eins að jafna metin, heldur og að
taka forystuna í leiknum með
eins marks mun og haldið
henní og sigrað..
Það var Grétar Sigurðsson,
sem skoraði fyrsta mark leiksins
með lausu skoti af vítateigslínu.
Knötturinn lenti í varnarleik-
manni og hrökk inn.
Hafliði Pétursson jafnaði að
nokkrum mínútum liðnum fyrir
Víking, og enn skömmu síðar
t,ók Víkingur forystuna með öðru
marki, sem Hafliði gerði, skaut
hann Antoni ref fyrir rass, brun
aði í gegn, og skoraði lítt verj-
andi mark. Ekki láta Víkingar
hér staðar numið, því er 10 míri
útur voru eftir af hálfleiknum
brunaði Jón Karlsson fram, lék
á tvo varnarleikmenn og skorar
með ágætu skoti. Stóðu nú leik
ar 3:1 fyrir Víking.
Er hér var komið leiknum,
brugðu Framarar hvað harð-
ast við. Sóttu fast á og fengu
hornspyrnu, sem Helgi Númason
tók en Grétar skallaði vel .úr og
skoraði. Rétt á eftir jafnar svo
Helgi, með lausu skoti frá víta-
teigi, þetta skot hefði átt að
vera næsta auðvelt að verja, en
slæm staðsetning markvarðar
firrti hann öllum mögulejkum til
þess. Stóð nú jafntefli um stutta
stund eða þar til aukaspyrna
var dæmd á Víking á' 44. mín.
sem Grétar skoraði úr með hörku
góðu skoti, þar með var sigurinn
brostin úr.hendi Víkinga, en for
ystan fallin Fram í skaut sem
hélt henni til leiksloka.
í síðari hálfleik var ekkert
mark gert, muiiaði þó mjóu að
Víking tækist ekki að hrifsa sig
urinn frá Fram, er Hafliði skor-
að glæsilega á 15. mín. eftir að
hafa brunað í gegn, en dómarinn
Guðmundur Haraldsson, dæmdi
markið af, vegna meintrar
,,hendi“, mjög vafasamur dóm-
ur. Þá skall hurð nærri hælum
við Fram markið eftir enn eitt
hörkuskot Hafliða en knötturinn
hrökk 'upp undir slá og út.
í þessum hálfleik náði Fram
sér ekki upp að neinu gagni, né
átti teljandi markfæri. Má segja
að lieppnin hafi fylgt Fram að
hljóta bæði stigin í leiknum.
Víkingsliðið sannaði enn einu
sinni góðar framfarir sínar, að
það er erfitt viðureignar.
Framarar sýndu ekki ' sína
góðu hlið í þessum leik, hafa
kannske reiknað Víkingana fyr-
ferðarminni en raun varð á. Það
er aldrei sigurstranglegt að van-
meta mótherjann.
Dómari var Guðmundur Har-
aldsson allgóður, en vart nógu
ákveðinn, á stundum. Ákveðinn
dómari lætur ekki leikmenn
steyta framan í sig hnefunum,
oftar en einu sinni. Svo ekki
komi annað til en meinlaust
hjal. E. B.
Síðastliðinn vetur hefur Judo
verið töluvert á dagskrá í skrif
um blaða og sjónvarpi, en lítið
hefur þó verið að frétta að keppn
um islenzkra Judomanna fram
að þessu. Síðastliðið sumar, var
stofnað hér sjálfstætt iþróttafé
lag, sem eingöngu leggur stund
á Judo og heitir það JUDO félag
REYKJAVÍKUR. Judofélag R-
víkur sótti strax um inngöngu í
í. B. R. og í. S. í., en vegna nokk
urra formsatriða hefur endan
leg innganga þess dregist nokk
uð, en ekki er annað vitað en
því 'verði kippt í lag innan
skamms. Takmark Judofélags R
víkur er að vinna að því að
koma á samvinnu allra, sem
leggja stund á Júdó hér á íandi,
með það fyrir augum að gerast<h
fullgildur aðili að Judosambandi
Evrópú.
í janúar s. 1. barst Judofélagi
Reykjavikur bréf frá Judosam-
bandi Danmerkur og boð um að
taka þátt í Judo meistaramóti
Norðurlanda, sem fram skyldi
Valur sigraði
KR 2:1
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu var haldið áfram í gær
kvöldi á Melavellinum og áttust
þá við KR og Valur. Leiknum
lyktaði með sigri Vals, 2 mörk
um gegn 1. Staðan var í hálf
lejk 1:0 KR í vil. Gunnar Felex
son skoraðí mark KR í síðari
liluta fyrri Jiálfleiks. í síðari liálf
leik skoraði Birgir, eínn af ný
liðunum I liði Vals óvænt mark
utan af kanti og jafnaöí.
Sigurmark Vals skoraði Gunn
steinn Skúlason.
Næsti leikur Reykjavíkurmóts
ins verður á miðvikudagskvöld
klukkan 20 og eigast þá við
Fram og Þróttur.
Ilermann Gpnnarsson.
fara í Kaupmannahöfn 27 og 28.
apríl.' Þar sem ísland er enn
ekki orðinn aðili að neinum al-
þjóða Judosamböndum, var
þetta sérstök vinsemd af hálfu
danska sambandsins, og ein-
stakt tækifæri fyrir íslenzka
Judomenn að komast í störmót
meðal alþjóðlegra Judokeppnis-
manna. Þetta var tækifæri, sem
ekki mátti láta ónotað þar sem
það myndi opna dyrnar fyrir
frekarj samvinnu á' alþjóða vett-
vangi. Judófélag Reykjavíkur
sendi því bréfið áfram til Judo
deildar Ármanns og bauð þeim
samvinnu um að undirrita þátt-
töku í mótinu. En judodeild Ár-
manns lýsti því yfir, að þeir
Frh. á bls. il.
Fjölmennt og
skemmtilegt ís-
landsmót í
badminton
um helgina
íslandsmeistaramóti í bad-
minton lauk í Reykjavík á
sunnudaginn var, og tóku alls
ym 80 manns þátt í því, frá
Reykjavík, ísafirði, Akranesi,
Keflavík, Stykkishólmi og
Grundarfirði.
Kristján Benjamínsson for-
maður Badmintonsambands ís
lands sleit mótinu og afhenti
verðlaun að Hótel Sögu á
sunnudagskvöld.
Keppt var í tveim flokkum,
þ. e. meistaraflokki og fyrsta
flokki, og fóru leikar sem hér
segir;
Sigurvegar í meistaraflokki.
Einliðaleikur karla: Óskar Guð
mundsson, KR.
Tvíliðaleik karla: Jón Árna-
son og Vjðar Guðjónsson T. B.
R.
Tvíliðaleikur kvenna: Húlda
Guðmundsdóttir og Rannveig
Magnúsdóttir T. B. R,-
Tvenndaíleikur: Jónína Niljo-
níusdótlir og Lárus Guðmupds
son T. B. R.
Sigurvegarar í fyrsta flokki.
Einliðaleikur karla: Páll Amm
endrup T. B. R.
Tvíliðaleikur karl: Haraldur
Kornelíusson og Kolbeinn
I. Kristinsson T. B. R.
TVíliðaleikur kvenna: Hanne-
lore Þórsteinsson og Selma
Hannesdóttir T. B. R.
Tvennarleikur: Hildur Sigurð-
ardóttir og Jóhannes Guðjóns
son íþr.b.Akranes.
Allir sigurvegarar úr fyrsta
ílokki flytjasl upp í meistara-
flokk.
10 7. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ V".\V\W|