Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.05.1968, Blaðsíða 7
Fyrsta alheimsráðstefna, sem nokkurn tíma hefur verið hald in til að rseða heildarvandamál mannréttinda, hefst í náinni framtíð í höfuðborg írans, Teheran: Alþjóðaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um mann réltindi. Fulltrúar 132 landa og fjölmargra almannasam- taka koma saman til að kanna gaumgæfilega það sem hing- að til hefur verið gert á þessu sviði og til að gera áætlanir um það sem gera ber í fram- tíðinni. Ráðstefnan er kvödd sam- an af Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna og verður einn af tindunum á Mannréltinda- árinu 1968, sem efnt er til í tilefni þess að 20 ár eru liðin síðan Alheimsyfirlýsingin um mannréttindi var samin og samþykkt. Iiugmyndin er, að á þessu ári verði um heim allan reynt að örva og efla viðleitnina við að koma á almennum mann- réttindum. Allsherjarþingi.ð hefur sérstaklega lagt til, að aðildarríkin staðfesti hinar ýmsu réttindasamþykktir, sem þegar eru fyrir hendi, og það > hefur afráðið að flýta þróun- > inni með nýjum samþykkt- um. Á dagskrá ráðstefnunnar í Teheran verða þrjú meginefni: □ Könnun á framförunum sem orðið hafa á mann- réttindum í heiminum síðan 1948. □ Prófun á raunhæfni þeirra aðferða og þeirr- ar tækni sem nú er beitt í mannréttindabarált- unni. □ Samning nýrrar starfs- áætlunar. Til grundvallar umræðum ráðstefnunnar liggur álitsgerð frá framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, þar sem með al annars segir að mannrétt- indayfirlýsingin hafi haft gíf urlega víðtæk óhrif um heim allan, bæði í einstökum ríkj- um og á alþjóðavettvangi. þjóðavettvangi. Yfirlýsingin hefur Iegið til grundvallar margvíslegum að- gerðum Sam.einuðu þjóðanna siólfra. Hún hefur orðið und- irrót margra alþjóðlegra sátt- mála, bæði innan Sameinuðu þjóðanna og utan hans. Enn- fremur hefur hún haft áhrif á stjórnarskrár margra ríkja, löggjöf þeirra og í mörgum til- vikum einnig á niðurstöður dómsmála. Það hefur komið fyrir, að orðalag yfirlýsingarinnar væri tekið beint upp í alþjóðleg lög fræðileg skjöl eða í lagabálka einrlakra ríkja. Auk þess hef- ur yfirlýsingin mjög oft ver- ið notuð sem vegvísir og mæli- kvarði, þegar ákveða skyldi, að hvaða marki mannréttindi séu virt og virk í daglegu lífi. Nýir sáttmálar Prófunin á raunhæfni þeirra aðferða sem nú er beilt mun m.a. taka til tveggja sáttmála sem Allsherjarþingið sam- þykkti 1966, annars um borg- araleg og pólitísk réttindi, hins um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi, Þegar þeir taka gildi — til þess þarf staðfeslingu 35 ríkia — verða þeir bindandi fyrir hlutaðeigandi ríki, þ.e.a.s. inn- tak mannrétlindayfirlýsingar- innar, sem einungis hefur leið- beiningargildi, fær þá eins konar lagagildi. Enn sem kom- ið er hefur ekkert ríki stað- fest þessa sáttmála, en rúm- lega 20 ríki hafa undirritað þá. Þeir hafa m.a. í för með sér, að aukið verður við eftirlits- kerfi Sameinuðu þjóðanna í því skyni að fylgjast með fram kvæmd þeirra. Sett verður á laggirnar ný nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem getur rannsak- að kærur varðandi borgara- leg og pólitísk réltindi. Mismunun kynþátta Undirbúningur ráðstefnunn- ar að framtíðaráætlun fyrir mannréttindabaráttuna varðar einkum fjögur svið sem lögð verður rík áherzla ó: mismun- un kynþátta, sjálfsákvörðunar rétt, þrælahald og kvenrétt- indi. Allsherjarþingið hefur farið þess sérstaklega á leit, að ráð- slefnan kanni möguleikana á skjótu og algeru afnámi hvers konar mismununar kynþátta, einkanlega apartheid-stefnunn- ar. Spurningar og svör um mann- réttindi. Hvaða réttindi eru svo brýn að við getum ekki lifað án þeirra? í stuttu máli eru það tvenns konar réttindi sem viðurkennd eru í mannréttindayfirlýsing- unni. í fyrsla lagi eru það hin hefðbundnu réttindi, nefnilega borgaraleg og pólitísk réttindi sem hafa smám saman þróazt með aldalöngum vexti lýðræð- isskipulagsins. i öðru lagi eru það efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem öðlazt hafa viðurkenningu á seinni árum, eftir að menn gerðu sér ljóst, að hin ppli- tísku og borgaralegu rétti ídi væru einskis ' virði, ef nn nn nytu ekki jafnframt ákveðiana efnahagslegra, félagslegra t og menningarlegra réttinda. Hver hefur ákveðið að það ;éu réttindi okkar? Hugtakið mannrétlindi hef- ur allt frá upphafi siðmenrúng arinnar verið boðað og þrpað af heimspekingum og öðr,um andans leiðtogum veraldarsög- unnar. Það sem Sameinyðu þjóðirnar hafa fengið áorkað er nánast staðfesting réttind- anna. Öll þau pólitísku, borg- aralegu, efnahagslgeu, félqgs- legu og menningarlegu rétt- indi, sem nefnd hafa verið, eru nefnd í Alheimsyfirlýsingunni um mannrétlindi, sem Allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti mótatkvæðalaust 10. desember 1948. Hvers vegna ganga Samein- ’ uðu þjóðirnar ekki lengra óg reyna að gera umrædd réttindi að lögum? Það er einmitt þetta sem þef ur gerzt. Sameinuðu þjóðiim- ar hafa gengið frá tveimur al- þjóðasáttmálum um mannrétt indi, annars vegar um efna- hagsleg, félagsleg og menning arleg rétlindi, hins vegar um pólitísk og borgaraleg rétt- indi. Þeir voru einróma sam- þykktir af Allsherjarþingínu 16. desember 1966. Framliald á 14. síðu. SAM. ÞJÓDUNUM Meistarasamb. byggingamanná í Rvík.10 árá Á ÞESSU ÁRI eru liðin 10 ár frá stofnun Meistarasamb. byggingamanna í Reykjavík. Þessara tímamóta minntist fyrsti formaður þess, Tómas Vig fússon, á árshátíð sambandsins, sem lialdin var að Hótel Borg 22. marz s.l. í fyrstu stjórn þess voru þeir Tómas Vigfússon, húsa smíðameistari, formaður, Árni Brynjólfsson, rafverlctaki, rit- ari og Þorklel Ingibergsson, múrarameistari, gjaldkeri. Aðalfundur Meistarasambands ins var haldinn í félagsheimili meistarafélaganna í Skipholti 70, laugardaginn 27. apríl s.l. Formaður sambandsins Grím ur Bjaroason, pípul.m, setti fundinn og bauð fulltrúa vel- komna. Fundarstjóri var kjörinn Gissur Sigurðsson, húsasm.m. en fundarritari Gissur Símon- arson húsasm.m. Formaður flutti skýrslu stjórn arinnar um starfsemi s?mbands ins á síðasfliðnu ári. Gjaldkeri, Guðmundur St. Gíslason lagði fram enrVirskoðaða reikninga og fjárhagsáætlun. í .skýrslu formanns kom fram l m.a. að hið óhagstæða verðlag, sem varð á útflutningsafurðum óvissu, ekki síður í byggingar. iðnaðinum en í öðrum atvinnu greinum. Þá ræddi hann ýmis okkar hefði valdið truflun og aðkallandi hagsmunamál sem efst eru á baugi hjá samband- inu. Fundurinn samþykkti aðild hins nýstofnaða Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði áð sambandinu. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál byggingamanna og nokkrar ályktanir gerðar. Verð ur þeirra getið hér á eftir. Grímur Bjarnason pípul.meist ari var endurkjörinn formaður Meistarasambandsins, en aðrir í stjórn þess eru: Gissur Sigurðs son húsasm.m., Guðmundur St. Gíslason, múrarameistari, Kjart an Gíslason málarameistari, Finnur B. Kristjánsson, rafvirkja meistari og Stefán Jónsson, veggfóði’arameistari. Endurskoð endur reikninga félagsins voru endurkjörnir, þeir Jón E. Ágústs son málarameistari og Tryggvi Gíslasón pípul. meistari. Félagsmenn eru nú 750 að tölu að meðtöldum meðJimum Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði. ályktanir IVielstara sambands bygg- Aðalfundur Meistarasambands byggingamánna 1968 lýsir yfir ánægjii sinni yfir þeirri ákvörð un borgarstjórnár Reykjavíkur borgar, að við útboð á vegum borgarinnar skuli tekið tilboð- um innlendra aðila, þótt tilboð in séu 5-10% hærri en erlend tilboð. í þessari ákvörðun felst mikilvæg viðurkenning á bjóð- hagslegu gíldi þess að láta fram kvæmd alla iðnaðarvinnu í Jandinu af innlendum aðilum. Aðalfundurinn beinir því jafn framt. til ríkisstjórnarinnar, að settar verði hliðstæðar reglur að því er varðar útboð af halfu ríkisins. Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna 1968 fagnar þeim breytingum, sem gerðar voru á lögum um húsnæðismála stofnun ríkisins nú fyrir skömmu, er heimila hú-næðis- málastjórn að vei+a lán U1 bygg ingameistara og bvggingarfyrir tækja, er byggja íbúri>- til sölu sem fullnægja lánareglum hús næðismálastjórn Einnlg vek- ur fundurinn athygli á því, að trj-ggja þarf húsnæðismálastjórn verulega aukið fjármagn til þess að hún geti gegnt hlutverki sínu á fullnægjandi hátt í fram tíðinni, einkum þar sem sýnt er, að verulegur liluti af ráð stöfunarfé hennar á næstu ár- um muni renna til húsbygginga Framkvæmdanefndar b.vggingar- áætlunar í Breiðholti. Aðelfundur Meistarasanjbands bvitg-ingamanna 1968 harmar. að ekki hafa verið rýmkuð verðlags ákvæði á útseldri vinnu í bvgg ingariðnaðinum, í fjöldamörg ár, iðnaðinum til mikils tjóns. Hin ströngu verðlagsákvæði koma algerlega í veg fyrir upp byggingu fyrirtækja í bygging r^ðu fU þess að taka að sér meiri liáttar verkframkvæmdir og gælu beitt meiri skipulagn- r.r,-i pg hagræðingu við verk- fi -r'.Vvæmdir en hér tíðkast. F mdurinn telur að lækkun bygg ív>anvUnstnaðnr náist aðeins með því að fyrirtækjum bvgginga- meistara verði gert kleift að eflast. þnnnig að þau geti skipu lagt og framkvæmt bygsinga- frnmkvæmdir í stærri stíl en híngað til. Fundurinn leggur því áherzlu á. að núverandi vnrðlagsákvæði verði rýmkuð verulega. Aðalfundur Meistarasambands b'íuc-h'K'm'anna 1968, varar við beirri stefnu er felst í því að jafnstór hluti af bví fjármagni s«m ætlað er til íbúðabygginga sé afbentur einu fyrirtæki án eðlilegrar samkeDpni, eins og Framkvæmdanefnd bvggingar- áætlunar ríkisins í Breiðholti hefir gert og mótihælir bví að, bvrjað verði á nýjum áfangat við framkvæmdirnar án eðli- ariðnaði, sem hefðu getu og. að legra , samkeppnisú,tboða. , 8. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.