Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 2
( Rltstjórar. Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 !■ Í49“3: 7, Auglýsingasími: 14906- — Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, ; Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. » 120*00' *“ * lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. BANKAR, SEM AUGLÝSA Álþýðublaðið hefur í ivetur birt brefaskipti tveggja rithöfunda ís- ienzkra, og er annar þeirra í JRéykjavík en hinn í Gautaborg. Héfur margt fróðlegt komið fram í þeim skrifum og lesendur haft gahian af. í Gautaborgarbréfi, sem birt var í blaðinu í gær, segir svo frá, að auðvelt sé að fá lán í bönkum í Svíþjóð. Auglýsi bankarnir þar oft í blöðum til að spyrja fólk, hvort það vilji nú ekki koma og fá lánað fé. Segist bréfritari vilja skjóta þessum fréttum að íslenzk um bönkum. Stjórnarandstæðingar skrifa mikið um skort á lánsfé, sem hef ur verið með mesta móti. Hælast þeir yfir biðröðum fólks, sem leit ar á fund bankastjóra, rétt eins Og þær séu nýjung. Og kæmust framsóknarmenn tiltvalda, mundu það verða hrein svik á margyfir- lýstri stefnu þeirra, ef ekki væru stóraukin útlán til allra 'aðila í landi'nu, einstaklinga jafnt sem fyrirtækja. Hitt er önnur saga, hvar Fram sókn ætlar að fá fé til að lána. Oft hefur verið upplýst, að ekk- ert fé liggi ónotað í Seðlabankan um, heldur sé 'allt í umferð, sem þar hefur komið intn. Eru þá varla önnur úrræði en að prenta nýja seðla, og er líklegt, að Fram sókn kæmist ekki af með minna en nokkur þúsund milljónir. Allir, sem eitthvað hafa hugs- að um efnahagsmál, gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að peningar eru ekki sjálfir nein verðmæti, heldur eru þeir tákn fyrir afrakstur vinnu þjóðarinn- ar gefnir út til að auðvelda við- skipti. Þess vegna þýðir ekki að prenta meira og meira af seðlum verðgildi þeirra jafnóðum, svo farmarlega sem framleiðsla þjóð arinnar ekki eykst að sama skapi. Ástæðan fyrir lánavandræðun- um um þessar mundir er fyrst og fremst sú, að minni peningar hafa komið inn í kassann okkar fyrir Útflutningítafulrðir l 2-t tæþlega 2. 000 milljónum minna í fyrra en árið á undan. Þetta fé vantar í veltuna og segir það til sín um gervallt • viðskiptalíf þjóðarinn- ar. Hins vegar hafa óskir manna um lán frekar aukizt en minnkað, af því að margir þurfa að fleyta sér yfir tekjutap. Þannig leiðir eitt af öðru. Svíar eru rík þjóð. Það kemur fram á þann hátt, að þeir hafa safnað gífurlegu sparifé, ágóða fyrirtækja og tekjuafgangi hjá hinu opinbera. Þeir eiga fé til þeirra framkvæmda og þess reksturs, sem þeir vilja standa í. fslendingar hafa verið tekju- háir en eru mun fátækari þjóð en Svíar. Þeir eiga ekki nægilegt sparifé, ágóða eða tekjuafgang til að standa straum af öllum þeim framkvæmdum, sem bíða í hálf- numdu landi. Þess (vegna skortir hér lánsfé og mun skorta lengi enn, hverjir sem stjórna og hversu vel sem stjórnað er. og setja í umferð. Þá minnkar Landspróf í lesinni íslenzku 1968 1. a) Finnið fallvalda undir- strikuðu orðanna í þess- um málsgreinum: Nú gengur jarlinn til hests Þiðriks og tekur af það klæði, er yfir var lagt bans söðul. Þiðrekur konungur biður hann hafa fyrir mikla þökk. b) Búið til tvær setningar, þar sem orðið hátt kem- ur fyrir. í fyrri setning- unni skal það vera lýs- ingarorð, í hinni síðari atviksorð. Færið rök fyr ir úrlausn ykkar. c) Greinið tölu þessara nafnorða: fólk, skæri. 2. a) 1) Búið til tvær setning ar. í fyrri setning- unni skal umsögnin vera áhrifssögn, en áhrifsslaus og ósjálf- stæð í hinni síðari. 2) Hvaða setningarhtuti fylgir hvorri tegund umsagnar? b) Greinið hætti undir- strikuðu sagnanna í eft- irfarandi málsgrein: Koinið hingað inn, áður en þeir eru farnir út. c) Beygið þessar sagnir í kennimyndum: dýfa, geisa. 3. a) Beygið sögnina að grafa x kennimyndum og sýn- ið, hvernig orðin gröf, græfur og greftra eru skyld einstökum kenni- myndum hennar. Nefn- ið nöfn hljóðbreyting- anna. b) Greinið frá skyldleika stofnsérhljóðanna í orð- unum stingur — stunga. c) Finnið' stofn orðanna Baldur, örmagna. 4. a) Greinið í setningar- hluta: Fagur þykir mér fótur þinn. b) (Bækur Björns Guð- finnssonar og Halldórs Halldórssonar). Greinið í setningar- hluta: Öllu að trúa ekld < er gott. (Bók Haralds Malthías- sonar). Snúið eftirfarandi máls- grein í tvær málsgrein- ar með skýringartengsl- um: Vegna þess að ég vildi ekki sofa yfir mig, lét ég klukkuna hringja. 5; a) Skrifið upp eftirfar- andi málSgrein, afrnark- ið setningarnar með lóð- réttum strikum og seg- ið hvort þær eru aðal- setningar eða aukasetn- ingar: Síðan fórum við upp með ánni til þess að skoða fossinn og héldnm hópinn svo að enginn yrði viðskila vegna þok- unnar sem grúfði yfir jörðinni eins og vot slæða. b) Skýrið eftirfarandi orðasambönd: Að le£gja fé til höfuðs einhverjum. Djákninn á Myrká ætl- aði, að áin mundi enn liggja sem fyrr. Stjörnu skininn s t r i t a r. (Alþing hið nýja). 6. a) 1) Fyrir Limfirði liggja langskip fagurlega búin. 2) Þín oft ættin þelta mátti sanna, þraut og yndi lífs á víxl að kanna. Eru ofangreind vísubrot rétt eða rangt stuðluð? Færið rök fyrir svörun- um. b) Hvert er einkenni hring hendu? gref ég á minn von- arskjöld rúnir þær, sem ráð- ast hinum megin. Lýsið meginhugsun Bólu-Hjálmars í þessúm ljóðlínum (þarf ekki að skýra einstök orð). b) Hvaða þált eiga breyt- ingar á umhverfi Fljóts- hlíðar í yrkisefni Jónas- ar í kvæðinu Gunnars- hólma? 8. Matthías Jochumsson segir: Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja. Síðar í sama kvæði á- varpar hann ísland þess um orðum: Þú ert allt, sem eig- um vér, ábyrgð vorri falið. Gerið í einu lagi grein fyrir þeirri hugsun, sem felst í báðum þessum visubrotum. Lýsið henni með eigin orðum. 9. a) Hvað varanleg áhrif Frh. á bls. 9. VIÐ M0T— MJELUB ElirheimiBiBH @g ungmenrlafélögin DALAMENN hafa nýlega lok- ið við byggingu elliheimilís að Fellsenda í Miðdölum. Þetta er gott framtak af fámennasta sýslufélagi landsins og mætti verða öðrum til fyrirmyndar. Þörfin fyrir elliheimili úti um land er mikil og krefst skjótrar úrlausnar. Til skamms tíma hef- ur lítill skilningur verið fyrir hendi í þessum málum, fólk virðist ekki hafa gert sér grein fyrir nauðsyn elliheimilia í dreif- býlinu, eldast menn þó ekki síð- ur þar en annars staðar. Afleið- ingin hefur orðið sú, að fólk hef- ur flutzt á mölina, þegar það gat ekki lengur haldið í horf- inu með búskapinn íyrir aldurs sakir, það hefur ekki átt 1 önn- ur hús að venda, hefðu þó ef- laust sumir fremur kosið að dvelja áfram í heimabyggð sinni, ef kostur hefði verið, t. d. á elliheimili. ★ Ýmislegt bendir til, að skiln- ingur á þessum málum fari vax- andf og innan skamms rísi upp myndarleg heimili fyrir aldrað fólk víðs vegar um landið, ekki aðeins í kaupstöðum, heldur einnig fyrir fólkið í dreifbýlinu úti um sveitir Iandsins. Kann þá að verða nauðsynlegt að finna þessari starfrækslu öruggarí fjárhagsgrundvöll en nú er fyrir hendi og setja elliheimilum ein- hverja skipulagsumgjörð af opin- berri hálfu. Margt kemur til álita og athug- unar, þegar byggja skal elliheim- ili í sveitum. En eitt hið þýð- ingarmesta er staðarvalið. Taka þarf m. a. tillit til samgangna, starfsskilyrða við hæfi aldraðs fólks, sem er að einhverju leyti vinnufært, aðstöðu til likamlegr- ar og andlegrar heilsuræktar, svo sem sunds, félagsstarfs og menningarlegs samneytis við annað fólk, sem öllum er þörf á, gömlum sem ungum. ★ Ég er ekki viss um, að Dala- menn hafi tekið nægil. 'tillit til allra þessara atriða við stofnun elliheimilisins að Fellsenda, — enda var jörðin gefin í þessu augnamiði og hefur það eflaust ráðið mestu um staðarvalið. Fljótt á litið sýnist mér, að Laug- ar í Hvammssveit hefðu upþfyllt betur þau skilyrði, sem gera verður til staðar fyrir dvalar- heimili aldraðra og kannski vcr- ið ákjósanlegasti staðurinn í hér- aðinu fyrir slíka stofnun. Þar er t. d. ágætis sundlaug og Laugar Frh. á bls. 14. j |g 16. maí 1968 - AIÞÝÐUBLAÐIÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.