Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 3
frumflutt á sinfóníutónl í kvöld NÆST-SEINUSTU áskriftar- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldnir nú á fimmtudaginn kemur. Stjórnandi er Bodhan Wodiczko, og á efnisskránni verða eftirtalin verk: Forleikur- inn að óperunni ,,Brúðkaup Fíg- arós” eftir Mozart og Píanó- konsert í c-moll, K.V. 491, einnig eftir Mozart. Tónleikunum lýk- ur með frumflutningi Sinfóníu í f-moll, Esju, eftir Karl O. Runólfsson. Einleikari á tónleikunum verð ur pólski píanóleikarinn André Tchaikowsky. Hann hóf nám í píanóleik á' unga aldri í Pól- landi. Að lokinni heimsstyrjöld- inni síðari stundaði hann nám við Tónlistarháskólann í París og brautskráðist þaðan með heiðurspening. Áframhaldandi nám hans var undir hand- leiðslu Stefan Askenase. Tchaikowsky hefur unnið til ýmissa verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum. Tvítugur að aldri vann hann verðlaun í Chopin keppninni í Varsjá 1955, og ári síðar í keppni þeirri, sem kennd er við Elísabetu drottningu í Belgíu. Þá' var það, sem píanó- snillingurinn heimsfrægi, Arthur Rubinsíein .sagði: „Ég álít And- ré Tchaikowsky einn bezta pí- anóleikara sinnar kynslóðar — og hann er meira en það, hann er afbragðs tónlistarmaður.” Síðan hefur Tchaikowsky verið á nær látlausum tónleikaferðum 'im víða veröld, og hlotið hinar beztu undirtektir. Frumflutningur íslenzkrar sinfóníu hlýtur í sjálfu sér að vera mikill viðburður, en ekki ætti það að draga úr eftirvænt- ingunni, þegar í hlut á eitt kunnasta tónskáld landsins. Sin- fónían ber heitið „Esja”, og seg- ir Karl sjálfur svo frá, að nafn- ið hafi upphaflega átt við síð- asta þátt verksins, sem ortur var fyrstur. Sinfónían er í fjórum þáttum, þar af er einn scherzo þáttur, sem saminn er um frum- samið rímna og vikivakastef. Umferðarkortin eru hin gagnlegustu fyrir almenn ng því margs verður að gæta á H-dag og dagana aæst á eftir. og vandað kort um H-Umferð inn á heimili Strákar á f læði- skeri Næstu daga verður drelft á hvert heimili í Reykjavík upp lýsingariti ásamt aksturskorti af Reykjavík. Nefnist það ,,H-um- ferð í Reykjavík" og er hið fyrsta sinnar tegundar, sem út kemur hér á landi. Gatnamálastjórinn í Reykjavík gefur það út, í samvinnu við Umferðarnefnd Reykjavíkur og . Framkvæmda- nefndar H-umferðar. Umsjón með útgáfu hafði Fræðslu- og upp- lýsingaskrifstofa Umferðarnefndar og lögreglunnar í Reykjavík, og hafa starfsmenn hennar séð um útgáfuna í náinni samvinnu við verkfræðinga Gatnamálastjórans I Reykjavík. ingar um leyfð bifreiðastæði. Þó ber að taka það með nokkurri varúð, þar sem nauðsynlegt verður að gera nokkrar breyt- ingar á bifreiðastæðum vegna gildistöku H-umferðar. I ★ HVAÐ VELDUR MEST- UM ERFIÐLEIKUM ? SINFÓNÍAN ESJA EFTIR KARL O. RUNÓLFSSON i ★ í GÆR munaði mjóu, að tveir strákar, 12 og 13 ára, flæddi uppi á skeri rétt vestan við verbúðírnar á Grandagarði, en þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir því, að á flæði hverf- ur þetta sker algjörlega. Börn sækja gjarnan út i sker- ið á fjöru, en gæía ekki að sér, þegar flæðir. Fyrir nokkru setti Slysavarnafélagið upp skilti þarna til þess að aðvara þá, sem færu út í skerið. Skiltið varð híns vegar sjónúm að bráð í vet- ur og hefur ekki annað skilti verið sett upp þarna síðan. ★ Lögregluþjónar urðu var- ir við strákana úti í skerinu um þrjúleytið í gær, þegar byrjað var að falla að. Snaraði lög- regluþjónn sér út í skerið og komst þangað, áður en það fór í kaf og náði strákunum. Má segja, að flætt hafi að baki þeim. ★ SEYTJÁN SÉRPRENTUÐ KORT. í ritinu er að finna sér- prentuð kort af þeim 17 stöðum í Reykjavík, sem mest breytast - við gildistöku hægri umferðar. Eru þar sýndar akstursleiðir á ■ gatnamótum. Auk- þess fylgir ritinu stórt heildarkort af Reykjavík, þar sem sýndar eru akstursstefnur á helztu götum borgarinnar, allar aðalbrautir eru sýndar með sérstökum lit, svo og sýnd eftirfarandi atriði: Umferðarljós, biðskyldumerki, stöðvunarskyldumerki og bif- reiðastæði. Texti á því korti er á íslenzku og ensku. Má fast- lega gera ráð fyrir, að ritið verði vel þegið hjá öUum ökumönn- um í borginni, svo og öllum al- menningi. Aftan á kortinu er stór uppdráttur af miðbænum í Reykjavík, og þar sýnd helztu bifreiðastæði, svo og leiðbein- Fremst á ritinu er kafli, um 16 síður að stærð, sem fjallar um ýmis atriði, sem koma til með að valda ökumönnum nokkr- um erfiðleikum í upphafi hægri umferðar. Er kaflinn byggður á niðurstöðum sænskra sérfræð- inga, en þeir stunduðu rann- sóknir á viðbrögðum sænskra ökumanna í hægri umferð í Danmörku, áður en hægri um- ferð var tekin upp í Sviþjóð. Frh. á 6. síðu. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI De GauEEe fagnað í Rámesrsíu í ræðu, sem De Gaulle héll á rúmenska þinginu í gær á 5 daga opinberri heimsókn sinni í Rúmeníu, hvatti hann Rúmena til að taka upp sjálf- stæðari efnahags- og stjórn- málastefnu. Hvatli hann Rúmena að standa fyrir ut- an allar steinrunnar banda- lagsmyndanir. Lagði hann til að ríki Vestur, Mið- og Aust ur-Evrópu stuðluðu að auknu jafnvægi í heiminum og sam vinnu innbyrðis. Bæri þessum ríkjum að út- kljá vandamál Evrópu og nefndi í því tilviki Þýzka- landsmálið. Stefna bæri að sameinaðri Evrópu, sem hefði hagsmuna að gæta gagnvart stórveld- unum 2 í Austri og Vestri. Var forsetinn ákaft hyllt- ur meðan hann hélt hina 16 mínútna löngu ræðu sína og varð hann þrívegis að gera hlé á ræðu sinni vegna ákafs lófaklapps áheyrenda. Heitar umræSur í Bonn Heitar umræður urðu á þing- inu í Bonn í gær vegna frum- varps, sem veitir ríkisstjórn- inni og hernum alræðisvald á neyðartímum. Felur frumvarp ið m. a. í sér að hernum er heimilt að gera ráðstafanir á neyðartímum án þess að fá til þess heimild ríkisstjórnarinn- -ar, afnámi verkfallsréttar og nauðungarvinnu, ier hætta 'steðji að ríkinu. Ekki ríkir full eining innan ríkisstjórnarinnar um frum- varpið og hefur Jafnaðar- mannaflokkurinn verið í and- stöðu við hina 2 stjórnarflokk ana, Kristilega demókrata og Kristilega sósíalistaflokkinn varðandi áðurgreind atriði. Meðal annars felst í frumvarp inu heimild ríkisstjórnarinnar til að hllra símtöl og opna einkabréf. Efu þetta m. a. heimildir, sem Bretum, Bandaríkjamönn- um og Frökkum hlotnaðist, er Vestur-Þýzka sambandslýðveld ið var stofnað árið 1954. Hef ur aðalsmiður frumvarpsins, dr. Carl Otto sagt, að frum varpiq væri nauðsynlegt til þess að afnema róttindi þau, sem Vesturveldin, Bretland, Bandaríkin og Frakkland lilutu 1954 og hindraði þau að taka sér alræðisvald í málefn um Þýzkalands. Frumvarpið hefur mætt mik illi' andspyrnu af hálfu félags- samtaka, vinstri stúdenta og menntamanna. Þrátt fyrir alla andspyrnu er líklegt talið að frumvarpið verpi staðfest af 2/3 þingmanna á morgun sem mauðsynlegt er eigi það að ná fram að ganga. Dregið var 10. maí Föstudaginn 10. maí var dreg ið í 5. flokki Happdrættis Há- skóla íslands. Dregnir voru 2,100 vinningar að fjárhæð 5,800.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000 krónur, kom á heilmiða núm er 40259. Voru báðir heilmiðarn ir seldir í umboði Helga Sir vertsen í Vesturveri. Sami mað urinn átti þennan heilmiða í báðum flokkunum, svo hann fær eina milljón króna í þess- um drætti. 16. maí 1968 — AIÞÝÐUBLAÐIÐ 3^ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.