Alþýðublaðið - 17.08.1968, Page 1

Alþýðublaðið - 17.08.1968, Page 1
ÚTVARPSVIKAN 18.-24. ágúst 1968 Sunnudaginn 18. ágúst kl. 20.20 syngja hjónin Sieglinde Kahman og Sigurður Björns- son lög úr óþerettum. Sigurður Björnsson hóf söng nám sitt hjá ýmsum kennurum hérlendis. Árið 1956 hélt' hann til Miinchen, og stundaði nám við tónlistarháskólann þar í 6 ár. Strax að loknu námi var hann ráðinn við óperuna í Stuttgart, en mun nú að hausti hefja starf við óperuna í Kassel, þar sem hann er ráðinn sem fyrsti lýr- ískur tenór. Sigurður Björnsson hefur sungið í flestum löndum Evrópu og á Norðurlöndunum. Má og nefna að á síðastliðnu ári fór hann sem einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur á heims sýninguna í Montreal. Sigurður Björnsson hefur sungið undir stjórn margra frægra liljómsvieitarstjóra og með frægum söngvurum, má þar nefna hljómsveitarstjór- ann Carl Böhm og ítalska tenórinn Mario del Monaco. Siegiinde Kahmann er fædd í Austur-Þýzkalandi, en flýði vestur fyrir árið 1947, þar er henni var ekki heimilað söng- nám. Hún stundaði nám við tónlistarháskólann í Stuttgart í 4 ár, en var síðan boðin staða við óperuna í Stuttgart, strax að löknu námi. Sieglinde Kahmann hefur sungið viða um lönd, m.a. 1 Frakklandi, Egyptalandi og á tónlistarhátíðinni í Salzburg. Hún hefur haft mörg stór hlutverk með höndum, og má þar nefna Pamínu í Töfraflaut- unni og Adele í Leðurblökunni. 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.