Alþýðublaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.10.1968, Blaðsíða 13
4. október 1968 ALÞÝÐUBLAOIÐ 13 ritstj- ÖRN ÍKI D^TTID BÐSSON |P| Kw | | |K Sigrar M. Spitz í 4 greinum á OL í gær kynntum v±ð Mexíkan- ann Echevarria, sem getur ógnað Bandaríkjamön,num í sundkeppni Olympíuleikanna, en eins og kunnugt er eiga Bandaríkin langbeztu sund- menn veraldar. Þeir -hafa sett tugi heimsmeta undanfarna mánuði og það er bókstaflega erfitt að henda reiður á metin. Einn af þeim sundmönnum Bandaríkjanna, sem mikið er rætt um heitir Mark Spjtz og er 18 ára gamall Kaliforniu- búi. Þrátt fyrir harða keppni, ekki sízt frá eigin löndum, set ur hann markið hátt: Fern gull Hún keppir í Mexíkó ÞESSI stúlka er 16 ára gömul. og heitir Susan Scott. Hún er frá Birmingham og tekur þátt í fimmtarþraut á Olympíuleik unum í Mexíkó. verðlaun! Hann langar gjarn- an til að vinna sama afrek og Don Schollander í Tokyo 1964. Einn af keppinautum hans í Mexíkó verður Schollander. Flugsundið er sérgrein Spitz, og hann hefur sett fjölmörg heimsmet í flugsundi, en hann er einnig frábær í skriðsundi og átti um tíma heimsmet í 400 m. Mark Spitz fæddist í Mod- esto í febrúar 1950. Afi hans er rússneskur og amman ensk. Spitz ætlar að verða tann- læknir, en lítill tími hefur ver ið til að sinna náminu undan- farjð. Allar frístundirnar dvel ur hann í sundlauginnþ Þjálf- ari hans er George Haines, en hann þjálfar einnig Scholland er. Spitz lærði 6 ára gamall að synda og hann tók í fyrsta sinni þátt í keppni 9 ára. Hann gekk í sundfélagjð í Santa Clara 14 ára gamall, en innan þess félags eru um 200 frá- bærir sundmenn og konur. -4> Verðlaunagarður RÓTARYKLÚBBURINN í Görð- um hefur nú í ár að venju vejtt viðurkenning.u fyrir fagr an og vel hirtan skrúðgarð á félagssvæði sínu, en það nær yfir Garða- og Bessastaða- hreppa. Garðurinn að Smára- flöt 3 f Garðahreppi hlaut við urkenningu að þessu sinni, en eigendur hans eru hjónin Krist ín Egjlsdóttir og Erling And- reassen. Tilgangur klúbbsins með veitingu slíkrar viður- kenningar er að stuðla að auk inni garðrækt og góðri um- gengni á félagssvæðinu. Leiðrétting í frétt í Alþýðublaðinu s.l. miðvikudag um nýbyggingu að Ölveri í Hafnarhreppi urðu þau mistök, að gefið var í skyn að byggingunni væri nú allri lok- ið, en hið rétta er, það var ein- ungis fyrri áfanga hennar, sem lokið var að þessu sinni. Síðari áfanginn verður byggður í vor, áður en starfsemin hefst næsta sumar. Þá varð og sú villa í fréttinni, að Konráð Þorsteins- son pípulagningameistari var þar á einum stað sagður Guð- mundsson. Blaðið biður velvirð- ingar á þessum mistökum, sem leiðréttast hér með. Mark Spitz, hlaut 5 gullverff- laun á Pan-Amerísku leikjun- um á síffasta ári. Hann varð Bandaríkjameist- ari í 100 m. flugsundi 1966. Sama ár synti hann 1500 m. skriðsund á 16:59,0 mín. og varð fjórði á Bandaríkjamót- inu. Spitz er mjög fjölhæfur og til marks um það má geta þess, að á Pan-Ameríku lejkj- unum í fyrra hlaut hann fimm gullverðlaun og hann keppir í þeim greinum öllum í Mexi- kó, þannig að gullverðlaunin þar gætu orðið jafnmörg. Á þessu ári hefur Mark Spitz synt alls 1100 kílómetra á æf- ingum, en það samsvarar um 5 km. daglega. Tekst íslenzkum handknatt- leiksmönnum aö sigra HG? ÞAÐ hefur verið draumur allra íslenzkra handknattleiks- unnenda að fá að sjá hér leika hið margumtalaða og þekkta danska meistaralið H. G. frá Kaupmannahöfn. Handknattleiksdeild KR sem á haustheimsóknina að þessu sinni, hefur nú tekizt að fá hing- að til lands þetta lið og kemur það með alla sína sterkustu menn (og vonandi veitir ekki af). H. G. hefur margoft verið boðið að koma til íslands, en al- drei getað þegið boðið fyrr en nú. Liðið kemur hingað hinn 14. okt. og fer þann 21. okt. Það leikur fjóra leiki við okkar sterk- ustu lið, svo og úrvalslið (lands- lið). Óþarfi ætti að vera að kynna þetta fræga lið fyrir íslenzku handknattlgiksfólki og unnend- um íþrótta yfirleitt, svo mikið hefur verið rætt og ritað um það. Þó er vert að geta þess að með liðinu leika fjórir liðsmenn úr1* hinu fræga silfurliði Dana frá síðustu keppni í Svíþjóð, og þrír af þeim sem leika með II. G. hér, voru með danska landslið- inu sem tapaði fyrir því islenzka 10—15 síðastliðið haust, en það var raunar einn eftirminnilegasti landsleikur íslendinga í hand- knattleik. Með H. G. leika: Bent Mortensen, markvörður- inn heimsfrægi; Verner Gaard, Gert Andersen, Gunnar Jurgens — og Carsten Lund, en hann var í sumar eini Norðurlandabúinn, sem valinn var til að leika í heimsliðinu á móti heimsmeist urunum, Tékkóslóvakíu. Sam- anlagður landsleikjafjöldi þess- ara manna er 200 leikir. , Með H. G. eru einnig nokkrir ungir, upprennandi handknatt- leiksmenn sem leikið hafa fjölda unglingalandsliðsleikja. H. G. hefur 11 sinnum orðið Danmerkurmeistari í handknatt- leik karla innan húss, þar af nú þrjú ár í röð, 1966, 1967 og 1968 og er liðið talið í algjörum sér- flokki í heimalandi sínu og er þó úr mörgu góðu að velja. Flest, ef ekki öll dönsku 1. deilöarliðin hafa Ieikið hér svo og nokkur 2. deildar liðin, en þetta sterka lið hefur aldrei komið hingað fyrr. Mikið er í húfi fyrir íslenzkan handknatt- leik og vonandi tekst okkar á- gætu handknattleiksmönnum að sanna í eitt skipti fyrir öll að við erum jafn góðir og Danir (ef ekki betri) í handknattleik og að við höfum sigrast á Dana- minnimáttarkenndinni í eitt skipti fyrir öll. Þetta lið er tví- mælalaust það bezta, sem Danir eiga og um leið stolt danska handknattleiksins. G/ímuæfingar UMF Víkverja Glímuæfingar Ungmennafélags- ins Víkverja hefjast föstudagin 4. október. Námskeið fyrir byrj- endur hefst á sama tíma. — Sú nýbreytni verður, að sérstakar æfingar verða fyrir eldri glímu- menn. Kennslan fer fram í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu, og verður kennt á mánudögum og föstudögum milli kl. 7—8 og á laugardögum kl. 5,30-6,30. Aðalkennari verður Kjartan Bergmann Guðjónsson, en með honum kenna Sigurður Sigur- jónsson og Skúli Þorleifsson. HG Danmerkurmeistararnir i handknattleik koma hingaff 14. okt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.