Alþýðublaðið - 31.10.1968, Page 3

Alþýðublaðið - 31.10.1968, Page 3
31. október 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 TOMAS Stofnandi Tékkóslóvakíu Síðastliðinn mánudag var haldið hátíðlegt hálfrar aldar afmæli Tékkóslóvakíu. Sú hátíð var þó harmi blandin, vegna síðustu atburða suður þar. í tilefni afmælisins og margumræddra atburða hirtir Alþýðu hlaðið hér athyglisverða grein um frelsishetju Tékka og Slóvaka, Tómas Masaryk. AÐALPERSÓNUR þess ,sorg- arleiks, sem að undanförnu hef- ur veríð settur á svið í Tékkó- slóvakíu, eru einkum tvær — tveir tékkóslóvakiskir stjórnmála menn. Annar þeirra var þangað til í janúarmiánuði 'S'íðastliðn- um lítt þekktur af öðrum en tiltölulega fámennum hópi Slóv- aka, en nú þekkja hann allir: ALEXANDER DUBCEK. Hinn er nú 118 ára gamall og lézt fyrir 31 ári. Hann trúði á líf eftir dauðann og honum virð- ist hafa orðið að trú sinni — að minnsta kosti hvað sjálfan hann áhrærir. T. G. Masaryk hét hann og nafn hans hefur oft heyrzt nefnt að undanförnu — ekki sízt í sambandi við ný- afstaðið hálfrar aldiar frelsis- afmæli Tékkóslóvakíu. Masaryk er algjör andstæða hinna mikilhæfu, en jafnframt dálítið þreytandi stjórnmálaöld- unga síðustu eftirstríðsára — manna eins og Konrad Aden- auers og Charles de Gaulles. Masaryk var raunar siðbótar- maður eins og þeir, en hann var strangtrúaðri. Þeir, sem kunna að lesa hugleiðingar hans um kynferðislíf og bindindi, eiga á hættu að skipa honum til sætis í Kristilega þjóðarflokknum. En afstaða hans á þessu sviði var aðeins eðlileg afleiðing siðferðis hugsjónar, sem að ýmsu leyti var töluvert sérstæð, af því að hún fór saman við óþrjótandi umburðarlyndi gagnvart þeim, sem öðruvísi hugsuðu. Masaryk var trúmaður mikill og velti mjög fyrir sér trúarheimspeki; þó var hann alls ekki bundinn af kreddum né hleypidómum 4 ÍIMKSSIVRIID Námskeið í tauþrykki Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði gengst fyrir námskeiði í tauþrykki í nóvembermánuði næstkomandi. Innritun og upplýsingar eru gefnar í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði kl. 17—19 fimmtudaginn 31. október og föstudaginn 1. nóvember, sími 50499. Hafnarfjörður Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði halda skilakvöld í' kvöld fimmtudag, kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Haldið verður áfram 3ja kvölda keppninni, en einnig verða veitt góð kvöldverð- laun, Bridge - Bridge Spilum Bridge í Ingólfskaffi n.k. laugardag kl. 2 eftir hádegi stund víslega, Stjórnandi verður Guðmundur Kr. Sigurðsson. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. B azarvinnukvöl d Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík verður á skrifstofum Al- þýðuflokksins við Hverfisgötu næstkomandi föstudagskvöld og hefst kl. 20.30. gagnvart sértrúarflokkum eða safnaðarklíkum. í djúprættri frjálshyggju sinni er hann arf- þegi LESHINGS Nathans hins vitra, miðevrópskarar andlegrar hefðar, sem stendur einmitt djúp um rótum í Tékkóslóvakíu. Nýlega var minnzt hálfrar aldar sigurdags Masaryks og manna hans, endurreisnar frjálsr ar þjóðar, þjóðar sem skapaði fyrsta slavneska menningarríkið, ríki sem frá öndverðu liafði ver- ið slitið sundur í vargakjöftum úr austri og vestri. í þessu landamæraríki skapaðist mark- verð frjálshyggja, lýðræðisandi, sem gengið hefur að erfðum allt frá Jóhanni Húss, föður hinnar þjóðlegu endurreisnar og kannski hinum fremsta þeirra allra, um siðbótarmanninn Comenius allt til þeirra sagnfræðinga, hugsuða og skálda, sem á upplýsingar- öldinni lögðu grundvöllinn að menningarlífi hinnar nýju Tékkó slóvakíu. Masaryk var alþjóðasinni, sem nauðugur notaði orð eins og „ríki” og „þjóð”. En hann barð- ist harðri baráttu fyrir frjálsri þróun innan frjálslegra stjórn- málalegra marka. Tékknesk pólit ík var honum alheimspólitík, eins og eftirmaður hans, dr. Ben- es, komst einu sinni að orði. Á átunum milli stríða, þegar þjóðerniskenndin tröllreið svo margri þjóð og skapaði þanhig öfgsastefnum, eins og fasisma og nasisma, ákjósanlegan jarð- veg, átti Tékkóslóvakía því láni að fagna, að hlíta leiðsögn „eins mesta Evrópumanns í Evrópu”. En Masary.k var jafnframt mað- ur til að viðurkenna, að „hann þekkti of lítið til annarra menn- ingarforma”. Samt kunni hann jafn vel við sig í Moskvu og í Bandaríkjunum, í slavneskum löndum og rómönskum, í London og í París. En þar sem hann var vel að sér í menningarheim- speki, gleymdi hann aldrei sam- hengi menningarsögunnar, alveg frá uppsprettunum í ísrael og Aþenu. Af nýrri tíma hugmynd- um sótti Masaryk þær flestar til Englands, til siðakenninga brezkra mótmælenda og raun- sæilegrar skynsemihyggju jöfn- um höndum — þannig að sam- hengi myndaðist á milli hugsjóna og veruleika. Tilraunir Tómasar Masaryks til að sameina siðferðis kenna og framkvæmdastefnu ættu að vera hverjum þeim leiðarljós, sem vinnur að ein- hverjum opinberum málum. Masaryk var aldrei hrifinn af flóknum heimspekikerfum, eins og kenningum Hegels. Hann gat heldur aldrei sætt sig við marx- ismann, þó að hann féllist að vísu oft á marxistiska lausn félagslegra vandamála. En hann lét stundum svo um mælt, að væri sannfæringin um það að hægt væri að bæta heiminn með heilbrigðri stjórnmálastefnu, sósíalismi, — ja, þá væri hann ekkert annað en sósíalisti. Mas- aryk trúði á aðferð jafnaðar- stefnunnar, hægfara friðsamlega uppbyggingu, og leit þá’ jafn- an með tortryggni, sem hugðust rífa niður til að byggja síðan upp í snatri. Þó að norrænir jafnaðarmenn því standi nær Masaryk en Marx þessa stund- ina, þurfa þeir síður en svo að skammast sín. Nei, það eru aðrir, sem ættu að skammast sín. Það eru þeir, sem skapa gjörræðislega hug- myndafræði út frá kenningum Marx með alls kyns afbökun- um. Það eru hinir sömu og bann sungu verk Masaryks í landinu, sem hann leysti úr viðjum, og sem bannsyngja nú þá stjórn- málamenn samtíðarinnar, sem halda vilja áfram á sömu braut, og úthrópa þá sem „endurskoðun arsinna” og „gagnbyltingar menn”. Það eru þeir hinir sömu og enn þann dag í dag svívirða nafn Miasaryks <ig tékkjiesku þjóðina í heild. Hinir sönnu sósíalistar í Tékkó slóvakíu hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ógerlegt sé að byggja þar á sósíalistisku þjóð- skipulagi án þess að hagnýta þann hugsjónararf, sem Masaryk lét þeim eftir. Þannig hefur þessi látni forseti verið ein aðal- persónan í atburðum síðustu mánuða í Tékkóslóvakíu. Sá arfur, sem hann lét eftir sig, hefur reynzt harðstjórum og hugmyndaníðingum sár þyrnir í augum. Þróunin upp á síðkastið hefði þó ef til vill ekki komið Masa- ryk svo mjög á óvart: þó að hann vær mikill aðdáandj hins víð- áttumikla Rússlands og þeirra þjóða, er það byggja, fór hann ekki dult með þá skoðun sína, að lýðræðið mundi eiga erfitt úppdráttar austur þar. Masaryk var helzt á þeirri skoðun, að land hans gæti orðið eins konar tengiliður og sátta- semjari á milli austurs og vest- urs. Hann lagðist gegn hug- myndum um sameiningu slav- neskra þjóða gegn vestrænum, en var einnig mjög á móti því, að Vesturlönd yrðu að einangr- aðri heild. Masaryk var ákafur andstæð- Thomas Masaryk. ingur hvers konar arðránsstefnu, og honum voru augljósir ágallar hins vestræna efnahagskerfis, þó að hann væri í sjálfu sér síð- ur en svo á mótj atvinnurétti einstaklingsins. Hjns vegar tald' hann jafnað arstefnuna á’ Vesturlöndum heilbrigðustu stjórnarstefnu, sem fram hefði komið. Hann fór aldrei dult með þá s.koðun sína, að þrátt fyrir margvíslega galla, væri stjórnkerfi jafnaðarmanna hagkvæmasta stjórnarfyrirkomu- lagið. Masaryk lifði það að verða sannkallað sameiningartákn þjóðar sinnar — og sannur leið- togi hennar. Hugmyndir hans settu jafnt svip sinn á Tékka og Slóvaka og hafa lifað alveg til þessa dags. Hver sá, sem fylgzt hefur með þróuninni í Tékkóslóvakíu í ár, hlýtur að hrífast yiir því, hve. hugsjónir lýðræðisstefnunnar virðast hafa skotið þar djúpum rótum, ekki sízt á meðal unga fólksins, sem ekkj þekkir annað en einræði. Þar höfum við einmitt arfinn, sem Masaryk lét því eftir! Og ef til vill er það stærsti sigur hinn- ar öldnu kempu. Hann endur- skapaði Tékkóslóvakíu árið 1918 og hann setur óafmáanlegan svip sinn á hana enn þann dag í dag, hálfri öld síðar! (Ðag Haivorsen). m ^ fM&TIOHAL] oo 1*3 Innrömmusi frOBBJÖHNS BENEDIKTSSONAR XnffóUsstræti 7 Athugið opið frá kl. I — 8 e.h.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.