Alþýðublaðið - 31.10.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 31.10.1968, Qupperneq 6
6 ALÞYtiUBLAÐIÐ 31- október 1968 / Arthur Knut Farestveit: Fólkið á ströndinni. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1968. 233 bls. Arthur Knut Farestveit er ís lenzkur höfundur, ungur mað ur og Fólkið á ströndinni fyrsía bók hans. Sagan gerist í sjávarþorpi fyrir svo sem hálfr. öld, og þaðan af fyrr, minnsta kosti einhvern tíma fyrir nútíma. Þar er róið á opnum bátum frá hafnlausri strönd, ferðazt á hestum, stund um hestvögnum. Sagan gerist á löngum tíma, fullum fjöru tíu árum, lýsir tveimur kyn- slóðum „fólksins á ströndinni". En iþetta er tími sem ekkert ger ist, fólkið í sögunni er óbreytt, •seinni kynslóðjn endurtekur í meginatriðum ævi hinnar fyrri. Þetta sögusvið er gamal kunnugt, en hér er því lýst, eða reynt að lýsa því, af allt öðrum sjónarhóli en löngum fyrr. í sögunni felast að vísu nokk ur drög þjóðfélagslegrar lýs- ingar. Sjómenn og bændur búa saman í Melgerði, þorpi sög- cBækuir unnar, sem á alla sína fram- tíð undjr sjósókninni. Útgerð armennirnir í þorpinu, feðg- arnir Úlfur Ólafsson og Páll Úlfsson, eru máttarstólpar þess og hugsjónamenn, þeir vilja gera höfn í Melgerði; móti þeim snúast bændurnir í þorp inu sem vilja láta byggja sjó varnargarð að skýla sér og bú skap sínum. Bændur sigra og byggja „múrinn“, og þar með eru örlög Melgerðis ráðin: sjó sóknin flyzt í næsta þorp á ströndinni, Strandhöfn. En þessi lýsing er ekki nema laus leg drög og vafasamt hún eig; sér nokkra samsvörun í veru leikanum; Fólkið á ströndinn; er ekki heldur né ætlar sér að vera þjóðfélagsleg skáldsaga Sögusvið, félagsleg lýsing, raun sæisyfirvarp hennar er ekki Meistarafélag iðnaðarmanna i Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 31- okt- n.k. kl. 8-30 í Félagsheimili iðnaðarmanna. Fundarefni: 1. Framkvæmd byggingarsamþykktar. 2. Gæðamat- 3- Félagsmál- STJÓRNIN. nema yfirskin, formleg um- gerð efnisins. En hvað er það þá sem Arthur Knut Farest- veit vjldi sagt hafa? Því kann að vera torveldara að svara, en mér virðist Fólkið á strönd inni tllraun til að hagnýta hefðbundið raunsæþegt sögu- form til að veita farveg róman tískri, dulúðugri og lítt ráð- inni lífssýn. Ljóst er, til dæm is, að höfundur lítur á múrinn í sögu sinni og málstað þorps- bændanna, sem sagan velur öll hin hæðilegustu orð, fyrst og fremst sem tákn fyrjr eitt hvað annað. „Um leið og þjð leggið fram til sigurs með þessum múr ykkar,“ segir Egg ert Pálmason í fyrri hluta sög unnar, „þá hafið þið tapað. Þá haf'ð þið tapað fyrir ykkur sjálfum, tapað fyrir hafmu. Óttjnn hefur knésett ykkur. Um leið og þið leggið fyrsta steininn í hleðslu múrsins, hef ur dagur Melgerðis gengið að kveldi.“ Á sömu hugmynd er síðan þráklifað í sögunní með svipuðu orðfæri; þannjg orðar Védís Pálsdóttir hana undir lok sögunnar: „Þetta er ekkert ævintýri, sagði stúlkan. Þetta viðurstyggilega skrímsl, sem þið kallið múr, er ekki bara grjótveggur, sem fólkjð er að rejsa ströndinni, heldur múr, sem það er að reisa umhverfis óttann í sálu sinni, — óttann, sem það hefur tekið í arf frá kynslóðunum. En tilkoma hans tortímir ekki þessum sálar- krabba. Fólkið brotnar. þegn ar Melgerðis verða að Kínverj um miðalda.‘‘ Það er einnig ljóst að endur tekningar sögunnar , margar og langdregnar, eru meðv tað áhrifsbragð höfundarins, ekki sízt ástalýsing tveggja kyn- slóða í einni og sömu hlöð- unni. Á þejm er sá eini munur að seinni stúlkan fylgir sínum p'.lti burt úr þorpinu í sögulok in. En andstætt þessum „hreinu“ ástum stendur tákn- menni þorpsfólksins, kynóður fáráðlingur, einnjg í tveimur útgáfum, sem í seinni hluta sögunnar nauðgar og misþyrm ir málsvara hugsjónarinnar. Védísi sem fyrr getur, dóttur útgerðarmannsins. Upp úr nauðguninni kemur mann- dráp, af klunnaskap eða slysni, sem síðan leiðjr af sér sjálfs- morð; það vantar ekki „átök“ í söguna. En raunar er Ijóst af allri þessari lýsingu, og ekki síður lýsjngu sjóslyssins í se'nni hluta sögunnar, að hún á einkum að vera táknleg, á- vísun á meiri tíðjndi, dýpri skilning, og eru þessi atvik vendjlega undirbúin með þenn an t'lgang í huga, Höfundur vírðist sem sé ekki hafa á- huga á sögufólkj sínu, sjálfs þess vegna, heldur einkum sem átyllu, tilefni tíl að koma fram hátíðlegri, dularbland- inni útleggingu þess með miklu tali m. a. um „sálina“, „guð“ og „landið“, mikjlli við- leitni við skáldlegar, íbornar líkingar og málskrúð. Sínu raunsæilega sögusviði, dagleg um veruleik lít'ls þorps, sem hann tekur í arf frá fyrri sög- um og höfundum, megnar hann hins vegar ekkj að lýsa trúlegri lýsjngu, frásögnin staðnæmist við yztu auðkenni þorpsins. Og mannlýsingar sög unnar verða að vonum harla óskýrar, lífvana þó einnig þar bregði fyrjr ýmsum gamal- kunnum minnum og stefjum úr öðrum skáldskap: andstæð um draums og verulejka-, hug sjónar og athafnar í lýsingu feðganna Eggerts og Gísla, til dæmís, útrættun annarrar kyn slóðar sem tekið hefur hlut-- verk sitt í arf, bundizt óvið ráðanlegri skyldu, í lýsingu útgerðarfeðganna. Þannig verður harla torvelt •að taka mark á öllum hátíð- leik, rómantísku þessarar sögu. En Arthur Knut Farest- veit er ungur höfundur, trú- lega kappsamur og fylginn sér, og engjn ástæða til að spá fyr ir honum hrakspám af þessari óráðnu frumsmíð einni saman. Engri loku er fyrir það skotið að hann eigi eftir að semja nýt'legan skáldskap — eink- um ef honum auðnast að gera upp við sjg hvað hann sé að reyna að segja, og hverjum. - Ó.J. Alyktanir byggingamanna Eins og fram kom í blaðinu í gær 'voru ýmsar á- lyktanir samþykktar á þingi Sambands byggingar- manna, sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. Verða nokkrar ályktanir birtar hér á eftir. Ályktun um atvinnumál. Full atvinna öllum vinnufær um ’höndum á ,að vera sjálfsögð mannréttindaregla í nútíma Iþjóðfélagi. En svo er nú komið eftir mestu veltuár íslenzks þjóðarhúskapar, að alvarlegs at vinnulieysis gætti á s.l. vetri, og verði ekki að gert, er fyrir sjáanlega mun víðtækara atvinnu 'leysi i vetur. Atvinnuleysi er þjóðarböl, seim heita verður öllum tiltæk um ráðum gegn. Sú skylda hvil ir þyngst á Alþingi og öðrum opinberum aði-lum, því gerir þingið þá kröfu til ríkisstjóm ar og sveitarstjóma, að þær auki framkvæmdir á sínum vegum, þar á meðal byggingarfram- kvæmdir, itil að tryggja fulla atvinnu í byggingariðnaðinum. Þar sem mikill meiribluti byggingarmanna befur alla jafn an atvinnu við íbúðarbyggingar, skonar þingið á stjórnarvöldin að gera nú þegar ráðstafanir, til þess að ’haldið verði áfram þejm íbúðaiibyggingum, sem ihafnar eru, með því að tryggja Byggingasjóði ríkisins og öðr- um sjóðum, sem varið er til íbúðarhúsabygginga, nægilegt fjármagn, til þes að standa við lögbundnar skuldbindingar sín ar. Þingið vili sérstaklega vekja atbygli á því, að hér er ekki einvörðungu um að ræða atvinnu öryggi ’bvggingaxmanna heldur og lífsnau&syn þúsund manna, sem skortir húsnæði. Þingið varar byggingamenn og aðra launeþga við öllum til- raunum atvinnurekenda til að notfæra sér minnkandi atvinnu til beinna kauplækkana og ann arra ráðstafana, sem leiða til ikiarrj ýmunar, svo sem með hinu svokallaða jafnaðarkaupi. Hvetur þingið sambandsfélögin og væntianlega sambandsstjórn til að vera vel á verði gegn öll um slíkum tilraunum þröng- sýnna atvinnurekenda. En þótt skyndiráðstafana sé nú þörf til að fyrirbyggja yfirvofandi atvinnuleysi, er engu að síður nauðsynlegt að taka stjórn og starfsaffistöðu bygging ariðnaðarins til ítarlegrar at- hugunar og endurskipulagning ar. Til þess að íslenzkur bygging lariðnaður sé fær um að þjóna Ihagsmunum þjóðarinnar og byggingarþörf landsmanna, verð ur að skapa honum skilyrði til eðlilegs þroska. Hann verður að 'hafa aðstöðu til að hagnýta tæknikunnáttu og reynslu og þekkingu iðnaðarmanna fengna við íslenzkar aðstæður. Gera verður ítarlega áfchug un á því, hvaða byggingaaðferð ■ir, henta hér bezt °S í hve ríkum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.