Alþýðublaðið - 31.10.1968, Síða 12

Alþýðublaðið - 31.10.1968, Síða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 31. október 1968 Ályktanir Framhald af 7. síðu. verulegur fjöldi iðnnema gelok latvinmilaus á s.l. vetri um lengri eða skemmri tíma, þrátt fyrir að slíkt er augljóst brot á lögum. Á morgun verða birtar fleiri ályktanir frá þinginu. Ný stjórn rithöfunda- sambandsins Stjórnarskipti urðu í Rithöf- undasambandi íslands 12. okt- óber s.l. Næstu tvö árin er stjórn- in þannig gkipuð: Einar Bragi formaður, Stefán Júlíusson varaformaður, Jón Óskar ritari, Ingólfur Kristjáns- son gjaidkeri, Jón úr Vör með- stjórnandi. Varamenn: Kristinn Reyr og Jóhann Hjálm- arsson. (Frétt frá Rithöfundasamband- inu). Rvík 25. okt. ‘68 F. h. Rithöfundasambandsins Jón Óskar. Afþýðubandalag Framhald af 1. síðu. þýðubandalagið sé fiokkur ís- lenzkra sósíalista. Verður þessi —• Jaga- og grundvallarbreyting að- almál landsfundarins. Þá’ liggur og fyrir landsfundinum stefnu- skráruppkast fyrir Alþýðubanda- lagið sem stjórnmálaflokk. Blaðafulltrúi Alþýðubanda- lagsins vegna landsfundarins er Haraldur Steinþórsson. Upplýsti hann, að í fyrrakvöld hefði ver- ið haldinn fundur í Alþýðubanda lagsfélaginu á Akureyri, og hefði þar verið samþykkt með 36 at- kvæðum gegn 30, að félagið sendi ekki fulltrúa-á landsfundinn. Fé- lagið á Akureyri hefur rétt til að senda átta fulltrúa á lands- fundinn, en meðlimir þess eru um 120 talsins. Um helmingur þeirra hefur verig á fundinum í fyrrakvöld, sem tók ákvörðun um að senda ekki fulltrúa á lands fundinn. Þá kom fram, að full- trúar frá öllum Alþýðubanda- lagsfélöigunum á Vestfjörðum, nema félaginu í Bolungarvík, myndu sitja landsfundinn um helgina. Stærstu fulltrúanefnd- ina á landsfundinum á Alþýðu- bandalagsfélagið í Reykjavík, en hún telur 51 fuiltrúa. Nokkrar breytingar hljóta að verða á rétti manna til aðildar að Alþýðubandalaginu frá því, sem nú er, ef því verður breytt úr kosningabandalagi í stjórn- málaflokk. í núgildandi lögum Alþýðubandalagsins segir : „Hver sá íslenzkur ríkisborgari, sem samþykkir lög og aðhyUist mark- mið Alþýðubandalagsins, getur gerzt meðlimur þess, enda þótt hann sé jafnframt meðlimur annarra stjórnmálasamtaka, sem Styðji Alþýðubandalagið.” — í ^ lagauppkastinu, sem liggur fyrir landsfundinum, er þessari grein laganna breytt þannig: „Hver ís- lenzkur ríkisborgari, sem orðinn er 16 ára, getur verið meðlimur Alþýðubandalagsins, enda sé hann EKKI í öðrum stjórnmála- samtökum, sem telja má flokks- pólitísk.” Haraldur var að því spurður, hvort búast mætti við, að Al- þýðubandalagið tæki á næstunni við útgáfu Þjóðviljans, sem hing að til hefur verið gefinn út af Sósíalistaflokknum. Um þetta sagði Haraldur, að ekkert lægi fyrir um breytingu í þessu efni. Hins vegar hefði talsvert verið um blaðaútgáfu rætt innan Al- þýðubandalagsins, en enn hefðu engar ákvarðanir verið teknar, hvernig útgáfumálum yrði hátt- að. Þá var Haraldur að því spurð- ur, hvort til einhverra samninga hefði komið milli Alþýðubanda- lagsins og Sósíalistaflokksins um tilfærslu eigna þess síðar- nefnda til Alþýðubandalagsins. Spumingunni svaraði Haraldur á þessa leið: „Ég efast um, að það sé nokkur grundvöllur fyrir slíka samninga, — ég veit það ekki. Annars hefur ekki verið á þetta minnzt og ég veit ekki, hvort þær eignir eru til, sem hægt væri að semja um þannig.” í lagauppkasti fyrir Alþýðu- bandalagið sem stjórnmálaflokk er ekki gert ráð fyrir stofnun neinna æskulýðssamtaka á vegum Alþýðubandalagsins. Haraldur var að því spurður, hvort framkvæmdastjórn AÞ þýðubandalagsins teldi núver- andi formann Alþýðubandalags- ins, Hannibal Valdimarsson, og þá Björn Jónsson og Steingrím Pálsson enn þann dag í dag vera meðlimi Alþýðubandalagsins, og hvernig framkvæmdastjórnin liti á stöðu þremenninganna inn- an samtakanna. Svaraði Harald- ur spurningunni á þann veg, að þeir Hannibal og Björn ættu báð- ir sæti í framkvæmdastjórninni og liefðu þeir verið boðaðir á alla fundi hennar. Haraldur var einnig að því spurður, hvort Hannibal, núverandi formaður Alþýðubandalagsins, myndi mæta á landsfundinum. Sagði Harald- ur, að skrifstofunni hefði ekki borizt nein tilkynning um það, hvort Hannibal kæmj til lands- fundarins eða ekki. Sama gildir um þá Björn Jónsson og Stein- grím. En eins og áður segir, sendir félag Björns á Akureyri enga fulltrúa á landsfundinn. Landsfundurinn hefst klukk- an 14 á föstudag og verður hald- inn í Sigtúni við Austurvöll, nema á föstudagskvöld í Lindarbæ, niðri. Frostklefahurðir Kæliklefahurðir fyrirliggjandi Trésm. Þ. Skúlascnar, Nybýlavegi 6 — Kópavogi — sími 40175. FLugfélag Framhald af 10. síðu. inu alveg strax. Árið 1937 verður alltaf talið eitt af merkisárunum í sögu DDL. Það ár gera menn sér ljóst, að nú verði að gera stórátak í flugvélakaupum til þess að standast samkeppnina og nú er hlutaféð aukið úr 740 þús. d.kr. í 3.200.000,00 d.kr. — Með þessu stóraukna fjármagni koma margir nýir menn til starfa hjá DDL og mörg ný fyrir- tæk; gerast hluthafar í félaginu og nú er hægt að kaupa tvær nýjar fjögra hreyfla flugvélar af gerðinni Focke Wulf „Condor” F. W. 200, sem hver um sig gat flutt 26 farþega og fjögurra manna áhöfn. Flughraðinn var 335 km. á klukkustund. Þegar DDL tók „Condor” vélarnar í notkun 28. júlí 1938, voru þær vélar hraðfleygustu flugvélarnar í Evrópu. Starfsemi DDL erlend is fór nú hraðvaxandi og 1939 onnar félagið skrifstofu í Lond- on. FLU GVÉLAKAUP í BANDARÍKJUNUM. Heimsstyrjöldin slðari stöðv- aði í fyrstu allt flug DDL, nema á flugleiðinni Kaupmannahöfn — Rönne (á Borgundarhólmi). Eftir hernám Danmerkur 1940 leyfðist DDL aðeins að halda uppi nokkrum flygleiðum til mið- Evrópu. Snemma áts 1945 kom- ust tveir af forráðamönnum DDL og Emil Damm, sem þá var flug- maður og sem nú er aðstoðar- flugstjóri í Ðammerkurdeild SAS. Damm, sem raunar varð að flýja land vegna njósna fyrir bandamenn, tók þátt I stofn- fundum IATA, sem haldnir voru á Kúbu um þessar mundir. En Damm var einnig ráðgjafi for- stjórans um val á' flugvélagerð- um. Vegna þessara ferðalaga, sem farin voru með vitund og vilja stjórnar DDL tókst félag- inu að verða sér út um bæði DC —3 og DC—4 flugvélar og flug- leyfi í Ameríku, þegar sumarið 1945. Stríðsárin voru líka notuð til viðtals og samningatilrauna um skandinaviskt flugfélag og þeim lauk aðfaranótt 31. 8. 1946. Þegar í upphafi var þetta sam- starf grundvallað á eignarhlut- föllum 2/7 fyrir Danmör.ku og Noreg og 3/7 fyrir Svíþjóð. — Rúmum háifum mánuði eftir að SAS var stofnað, 17. sept. 1949, flaug fyrsta DC—4 flugvélin í nafni félagsins á leiðinni Kaup mannahöfn — New York. Árið 1949 hófust flugferðir til Bang- kok og 1951 tók samstarfið inn- an SAS á sig miklu fa.stara form en reyndin hafði verið fyrstu árin og nú rak hver stórvið- burðurinn annan : Opnun flug- leiðarinnar um norðurslóðir til Los Angeles 1954 og til Tokyo 1957 yfir heimskautasvæðið, en með opnun þessara flugleiða vakti SAS á sér athygli um allan heim. 650.000 FARÞEGAR Á INNANLANDSLEIÐUM. Og þróunin heldur áfram. í apríl 1959 hófst þotuflug SAS og ári síðar tók félagið fyrstu DC—8 flugvélar sínar í notk- un. Enn voru opnaðar margar nýjar flugleiðir og sú þeirra, sem lang mesta athygli hefur vak- ið á seinni árum er flugleiðin „Trans-Asien express” eða Asíu- hraðferðin til Bangkok og Singa- pore með viðkomu í Tashkent í Sovétríkjunum. Þessi flugleið hefur orðið svo vinsæl að þegar á þessu ári verður ferðunum fjölgað í 3 á viku og flugið lengt til Djakarta. Á undanförnum árum hefur þróun innanlandsflugsins í Dan- mörku tekið hvert stökkið á fæt- ur öðru. Á tíu árum hefur far- þegum fjölgað úr 120 þúsudum í 650 þúsund. í upphafi vetrar- áætlunar SAS er mikill hluti innanlandsflugsins floginn með þotum af gerðunum Caravelle og DC—9. íþróttir Framhald af 13. síðu. fréttamanna og úrvalsliðs kvenna úr Reykjavíkurfélög- unum í handknattleik. Þar verður vafalaust um harða og tvísýna keppni að ræða, því að kvennaliðið er ekki af lak- ari endanum. En fréttamenn hafa sýnt. að þejr eru til alls líklegir á örlagastund. Leikur FH og Fram er fyrsti stórle'ikurinn í þessu nýja og glæsilega húsi, en aðeins um 1000 áhorfendur komast í hús- ið. Er því öruggast að tryggja sér miða í tíma, en þeir eru seldir í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Verð þejrra er 75 kr. fyrir fullorðna og kr. 25 fyrir börn. Aðgöngumiðasala hefst í íþróttahúsinu kl. 19,30. Sendiráð Framhald af 1. síðu. sendiráðið yrði fyrir vegna að- kasts, eða af öðrum sambæri- legum völdum. Þannig hefði ís- lenzka ríkið greitt 90 þús. kr. vegna skemmda, sem unnin voru á sovézka sendiráðinu í ágúst, þegar innrásin var gerð í Ték- kóslóvakíu. Enn hefðu verið unn in spellvirki á sendiráðinu, en utanríkisráðuneytinu hefði ekki borizt bótakröfur vegna þeirra. Má' búast við, að ráðuneytið verði að greiða hærri upphæð vegna spellvirkjanna á mánu- daginn, en þá voru margar rúður brotnar í sovézka sendiráðinu. Ráðuneytisstjórinn kvað það alþjóðavenju, að hæta slíkan skaða sem þennan, þar sem er- lend sendiráð eigi rétt á vernd, þannig að þau verði ekki fyrir neins konar hnjaski. — Þá benti ráðuneytisstjórinn á, að t. d. um síðastliðin jól, þegar Æskulýðs- fylkingin efndi til mótmæla- stöðu við sendiráð Bandaríkj- anna, hefði lögreglustjóraemb- ættið orðið að mæta miklum kostnaði vegna lögregluvaktar við sendiráðið. Slys Framhald af 5. síðu. niður í jörð. Ökumaður kastaði sér úr bifreiðinni en fékk mik inn rafstraum um leiö og hann stökk. Hlaut hann talsverð brunasár á fótum, og liggur hann á Landsspítalanum. Slysið varð með þeim hætti, að ökumaður kranabifreiðar- innar var að færa hana til. Bifreiðln rann undan halla og lenti bóman á háspennu- strengnum, sem liggur að Gufunesi. Leiddi þegar straum niður í bifreiðina og niður í jörð. Kvíknaði í tveimur hjól- börðum hennar, og sviðnaði jörðin undir bifreiðinni. Ökumaður kastaði sér út úr bifreiðinni, þegar hann sá, hvað gerzt hafði, en fékk mik- inn rafstraum í sig um leið og hann stökk. Mgðurinn var fluttur á slysa varðstofuna og síðan á Lands- spítalann. Kom í ljós, að hann hafði hlotið talsverð bruna- sár á fótum. Hann liggur nú á Landsspítalanum. Uhga fótkid veit ÁLAF0SS ÞINGHO' ’’ SST RÆTI 2 M'áímm cpnað verzlunina að A-götu 2 Blesugróf Reynið viSskiptin. —* Verzlunin A-gata 2 Sími 35066.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.