Alþýðublaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.11.1968, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR Fimmtudagur, 7. nóvember. 7.00 Morgunútvarp* Veöurfregnir. Tónleikar. 7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00 Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30 Fréttir og veðurfregnir.. Tónleikar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur úr forustugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 9.15 Morgunstund barnanna: Jónas Jónasson les söguna af Litlakút og Labbakút (2). 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.50 Þingfrétt ir. 10.05 Fréttir. 10.10 Veður frcgnir. Tónleikar. 10.30 Kristn ar hetjur: Séra Ingþór Indriða son flytur frásögu um AþanasU us og Bonifasíus. Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn. ingar. 12.25 Fréttir og veður- fregnir. Tilkynningar. • 13.00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalagaþætti sjómanna. 14.40 Við, sem heima sitjum. Ingibjörg Jónsdóttir ræðir við Ingibjörgu Þórðardóttur. 15.00 Miðdegisútvarp. Fréttir. Tilkynningar. Létt lög. Gítarhljómsveit Tommys Garr. estt leikur syrpu af ítölskum lögum Marlene Dietrich syngur, svo og Belinda nokkur þjóðlög. Rauno Lehtinen og hljómsveit hans leika jenkadansa. 16.15 Veðui*fregnir. Klassísk tónlist. Suisse Romande hljómsveitin leikur Sinfóníu fyrir strengja. sveit eftir Honegger; Ernest Ansermót stj. 16.40 Framburöarkennsla í frönsku og spænsku. 17.00 Fréttir. Nútímatónlist. Karlheins Stockhausen stjórnar flutningi á verki sínu „Pro. gression“. 17.40 Tónlistartími barnanna. Jón G. Þórarinsson sér um þátt inn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Baldur Jónsson lektor flytur þáttinn. 19.35 Tónlist eftir Hallgrím Helga. son? tónskáld mánaöarins. a. Passacaglia og fúga. Dr. Páll ísólfsson leikur á org. el. b. „Móðir mín.“ Þjóðleikhúskórinn syngur undir stjórn höfundar. 19.45 Gulleyjan. Kristján Jónsson stjórnar flutn. ingi leiksins sem hann samdi eftir sögu Roberts Louis Steven snos í íslenzkri þýðingu Páls Skúlasonar. Sjötti þáttur: Bardagi upp á líf og dauða. Persónur og leikendur: Jim Hawkins, Þórhallur Sigurðsson. Svarti Seppi, Róbert/Amfinnsson. Langi John Silver, Valur Gíslason. Smollett skipstjóri, Jón Aðils. Livesey læknir, Rúrik Haraldsson. Trelawney höfuðsmaður, Valdemar Helgason. Abraham Grey, Gestur Pálsson. Morgan sjóræningi, Sveinn Halldórs son. 20.30 Tónleikar Sinfóníuliljómsveitar íslands í Háskólabíói. Stjórnandi: Sverre Bruland. Einleikari á fiölu og lágfiðlu: Björn Ólafsson og Ingvar Jónas son. a. „La Cenerentola", forleikur eftir Gioacchino Rossini. b. Konsertsinfónía í Es-dúr (K .364) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 21.20 Á rökstólum. Tveir ungir stjórnmálamenn Baldur Jónsson erindi’eki og Karl Steinar Guðnason kennarí leita svara við spurningunni: Á varnarliðið að hvería úr landi? Björgvin Guðmundsson við_ skiptafræðingui’ stýrir umræð. um. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Áfengi sem vanalyf. Dr. Ófeig ur J. Ófeigsson læknir flytur erindi. 22.40 Hljóðfall með sveiflu. Jón Múli Árnason kynnir í þriðja sinn tónlist frá djasshá- tíð í Stokkliólmi á liðnu sumri. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Bréf frá sjónvarpsáhorfanda Ólai'ur Jónsson, ritstjóri, ræð ir við Andrés Björnsson, út- vúrpsstjóra, um bókmenntir í útvarpinu á sunnudagsmorgun klukkan 10.25. Hveragerði 29. obtóber 1968. Ég sá það í útvarpsdagskrá Alþýðublaðsins til Iesendanna, að þeir mættu gjarnan segja álit sitt á" dagskrá Sjónvarpsins. Ég fyrir mitt leyti er ekki svo mjög óánægð með Sjónvarpið. En margt er það sem mér e.kki líkar. Eins og t.d. þessar amer- ísku 3. flokks myndir, sem eru gamlar ástarmyndir, og þessi bjánalegu Show eins og „Svart og hvítt” eru ekki horfandi á, minnsta kosti ekki fyrir minn smekk, og óhæft að eyða löng- um tíma að kvöldi í þátt eins og „Wall Street” Hvað varðar íslendinga um hvað viðkemur bandariskum viðskiptum, við fáum að heyra nóg að utan með fréttunum, „Erlendum málefn- um” og „Myndsjánni”. Mér finnst leiðinlegar þessar glæpamyndir, eins og Maveric og Dýrlingurinn, (annars er víst búið að leggja þær niður) það er nóg að hafa einn slíkan þátt (Harðjaxlinn). Myndirnar á sunnudagskvöldum, sem gerðar eru eftir sögum „Maupessant” eru ágætar, og eins finnst mér gaman að „í brennidepli” og á „Öndverðum meiði” „Melissu”, og sögu Fors- yteættarinnar. Mér finnst ,koma alltof sjaldan íslenzkir þættir, bæði fræðslu og skemmtiþættir, það mætti t.d. koma einstöku sinnum íslenzk leikrit. Þetta er það helzta sem ég vildi láta fara, og vona að dagskrá Sjón- varpsins fari heldur batnandi. Það er ágæt grein sem Ragnar Jóhannesson skrifar í Alþýðu- blaðið 27. okt., mér finnst hvert orð sem hann skrifar um Sjón- varp, og útvarp hárrétt. Ólöi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.