Alþýðublaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 1
ÚTVARPSVIKAN 8.-14. desember 1968 Hvað er að sjá og heyra? DAGSKRÁ útvarps og sjón varps næstu viku virðist oft imfa verið beti'i — en hvað urfí það: ekki verður alltaf á það bezta kosið! Lítum fá fyrst á sjónvarpið. Á sunnudag eru tveir fasta Iþættir ætlaðir fullorðnum og af mörgum vel þokkaðir: ‘Skemmtiiþáttur Luey Ball klukk an 20,20 og Afglapjnn, byggð ur á sögu- Dostoévskys. klukk an 21,40. Báðjr þessir þættir njóta vinsælda. — Afglapinn þó öllu rfieiri — því að mörg um virðist sem Lucy Ball hafi upp á síðkastið fjarað út í marklausum skrípalátum — Iþeirri tegund meiningarleysis, sem íslendingar hafa aldrei verið ginnkeyptir fyrir. A mánud'ag fáum við að sjá Apakettina, sem alltaf njóta ihylli unglinganna — og fjölda fuilorðinna líka — því að oft á tlðum eru þeir afbragðsvel gerðir. Sám'a má segja um vin sæidir Forsyte-sögunnar klukk an 21,00 á mánudagskvöldið; mcð henni fylgist fjöldi fólks og leiðist ekki! Á þriðjudag klukkan 21,25 er enn einn framhaldsþáttur inn — Engum að treysta, effir Francis Durbridge, 4. og 5. þáttur; þeir sem horft hafa á ævintýri Tim Frazers frá upp ihai'i lát'a vel af og bíða með óþreyju næstu Iþátta! Á miðvikudag má einkum nefna bandaríska kvikmynd, sem ber það undarlega nafn „Phffft“, og skartar svo mikið sem fjórum frægum persónum í aðalhlutverkunum: Judy Hollid'ay, Jack Lemrnon, Jack Carson og Kim Novak. Er ekki að efa, að hér er á ferð inni bráðskemmtileg mynd, sem enginn ætti af að missa! Þá ber að geta Millistríðsáranna, framhaldsmynda í sérflokki og afbr'agðsgóðra heimilda um horfið tímabil mannkynssög unriar. Á föstudag má minna á Helga Sæmundsson, sem glugg ar í ,,bókaskáp“ sinn klukkan 20,35 og Virginíumannsins', sem sannar hugprýði sína klukkan 21,05. Síðasti þáttur Virginíumannsins mun yfir- leitt hafa valdið nokkrum von brigðum, enda stóð hann hin um fyrsta langt að baki. Á ’^iuifardiag er ré<tt að bend'a sérstaklega á Svart og hvítt, skemmliþátt The Mite hell Minstrels, kl. 20,55, en hann hefur greinilega mælzt vel fyrir og þykir einn hinn bezti skemmtiþáttur, sem ís- lenzka sjónvarpið hefur boðið uppá til þessa. Fer þar saman léttur og skemmtilegur söng ur og viðeigandi sviðsbúnað ur. Þá mun og kvikmynd kvöldsins, Hermenn á heim leið (utti a Casa) fullrar at- hygli verð, en hún er gerð af góðkunnum leikstjóra og leik endum. Hér er ekki rúm til að rekja hina viðamiklu dagskrá útvarpsins lið fyrir lið og verð ur því aðeins tæpt á nokkrum atliyglisverðustu atriðum henn ar að dómi undirritaðs. Á mánu dag klukkan 19.30 talar Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur, um daginn og veg inn; sama kvöld les Jóhanna Norðfjörð, leikkona, smásögu vikunnar, „Skipin komu aldrei aftur“ eftir Jökul Jakobsson. Á miðvikudagskvöld er fjöl- breytt kvöldtfagskrá um þjóð deg efni; á fimmtudag fram ihaldsleikritið „Genfarráðgát- an“, þriðji þáttur, og athyglis verð dagskrá úr bókmenntum vestur- og austurlanda; á föstudag fer óvenju rnikið fy.rir æðri tónlist og á laugai'dags kvöld má sérstaklega geta lestrar úr nýjum bókum, en slíkur lestur er árviss og vin sælt útvarpsefni, þegar líða fer að jólum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.