Alþýðublaðið - 10.12.1968, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 10. desember 1968
i
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Behedikt Gröndal, Símar:
14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi
lýsingasími: 14906. —• Aðsétur: Aiþýðuhúsig við Hverfisgötu 8—10,
Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald
kr, 150,00, 1 lausasöíu kr. 10,00' 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f,
I
1
Gengisgróði af lambakjöti
Miklar birgðir eru nú til af land
búnaðarafurðum, aðallega kjöt,
sem flytja á út. Við gengisbreyt-
Jnguna hækkaði verðmæti þess-
•ara afurða í íslenzkum krónum
verulega og skapaðist þar all-
imikill ágóði.
Nú hefur verið flutt á Alþingi
stjórnarfrumvarp þess efnis, að
gengisgróða þessum skuli ráð-
stafa í þágu landbúnaðarins sam
kvæmt ákvörðun lan'dbúnaðar-
ráðuneytisins.
Þetta virðist harla eilnkennilegt
f rumvarp. Hafa menn gleymt því,
að ríkissjóður verður að greiða
mörg hundruð milljónir króna
með þessari útflutningsvöru? Er
eetlunin, að ríkið haldi áfram að
greiða útflutningsuppbætur, en
©ð iandbúnaðurinn eigj að taka
fil sín gengisgróðann?
Heilforigð iskynsemi virðist
foenda til þess, að auðvitað ieigi
útflutningsuppbætur að lækka
sem nemur gengisgróðanum.
A ætlunargerð
Alþýðuflokkuriinn hefur frá upp
hafi haft áætlunarbúskap á istefnu
iskrá sinni. Flokkurinn 'hefur trú
að, að með skipulegu starfi muni
nást beztur árangur fyrir alþýðu
landsins, sérstaklega við upp-
Wbyggingu almenningsþjónustu og
atvinnuvega.
Lengi viel var þessari hugmynd
fálega tek-lð af öðrum flokkum,
og töldu margir hana vera frá-
leitan foolsévisma. Þó kom það á
daginn erlendis, að fleiri og fleiri
frjálsar ríkisstjórnir tóku að á-
stunda áætlunarbúskap og stór-
fyrirtæki hins kapitalilska heims
vinna einnig eftir nákvæmum á-
ætlunum.
í vinstri stjóminni vildú Al-
þýðufiokksmenn hefja áætlana
Igerð hér á landi. Fengust A'lþýðu
bandalagsmenn greilðiega til fylg
is við þá hugmynd, en þá strand
aði málið á Framsóknarfiokknum.
Samt tala framsóknarmenn nú
mikilð um skipulag og áætlanir.
Það var ekki fyrr en í tíð nú-
verandi stjórnar að þetta gamla
foaráttumál jafnaðarmanna komst
inn á svið veruleikans. Ríkis-
stjórn Aiþýðufiokksiíns og Sjálf-
stæðisflokksins hefur stigið fyrstu
skrefin í áætlunargerð með góð
um árangri. Má þar til nefna fram
kvæmdaáætlanir ríkis og foæjar
félaga og svæðaáætlanir, svo sem
Vestfjarðaáætlun og Norður-
landtsáætlun.
Íslendingar eiga að halda lengra
áfram eftir þessari braut. Þeitr
verða að byggja á fenginni
reynslu og vinna skipulega að
lausn á erfiðleikum sínum. Enn
einu sinni hafa jafnaðarmenn
bent á stefnu, sem ailir aðhyllast
löngu seinna og reynist vera
gagnleg og farsæl.
UM INNRÆTING
Hlutdeild bókmennta í dag
legu mannlegu lífi, afstaða í
skáldskap til deilumála sam
tíðar, þessi og þvílík efni eru
aldeilis ekkj nein nýbóla í
umræðum um bókmenntaleg
efni. Ekkj heldur sú krafa til
ekáldskapar að hann stuðli að
bvi að skáld taki þátt í að breyta
ire.minum. Slík krafa er í gildi
í Svíþjóð um þessar mundir,
en sænskar bókmenntir eru
mjög tízkubundnar sem kunn
ugt er og lenzka þar í landi
að skipta um bókmennta-
tízku á svo sem tíu ára fresti,
Og áratugurinn sem nú er að
líða 'er markaður pólitískum
bókmenntum, Þetta kunna að
Þykja flysjungjlegar aðfarir,
ekki sízt þeim sem af ein-
hverjum ástæðum sjá ofsjón
ium yfir sænskum bókmennt
ium, en það er einkennilega
títt hér á landi. En þess ber
að gæta að nýjar kynslóðir
koma 11 starfa á svo sem tíu
ára fresti í bókmenntum eins
og annars staðar, alls staðar
nema hér sem menn eru kall
iaðir „ungir höfundar‘‘ og jafn
vel „ungskáld“ langt fram á
fullorðinsár. Ekkert er eðli-
legra en ný viðhorf komi til
■með nýjum kynslóðum —
enaa er Svium jafrian mlkil
alvara með hverri þeirri tízku
í bókmenntum sem á stendur
hjá þe_m á hverjum tíma.
Engu að síður þótti mér dá
lítið skrýtið að koma inn í
sænskar bókabúðir í haust. Á
þeim rekkanum sem ætlaður
var nýútkomnum skáldskap
var sem sé harla fáskrúðugt
um að litast, ^pg þær bækur
sem þar voru þó komu á ein-
hvern hátt kunnuglega fyrir
sjónir. Af hverju? Ég var svo
litla stund að átta mig á því,
en allt í einu rann upp ljós:
þetta voru sömu nöfnin, sömu
höfundar sem voru að gefa út
bækurnar sínar fyrir jólin
fyrir tíu árum og þaðan af
fyrr. En hvar var allt unga
fólk ð? Það var hinum megin
í salnum, á rekkanum fyrir
,
KJALLARl
pólitískar bókmenntir — því
nær undantekningarlaust í
ódýrri útgáfu, paperback,
pocket, sem kallast pappírs-
bakarí á íslenzku. Að slíkri
bókagerð kveður núorðið
furðulega mik ð í Svíþjóð, og
kemur út hvaðeina af bókum
í slíkum sniðum, innlent og er
lent skáldrit og fræði, mest að
sjálfsögðu endurútgáfur en
elnnig frumútgáfur, jafnvel
bækur sem be nlínis eru
samdar til útgáfu með þessum
hætti. Svo er t. a. m. um
Indoktrineiingen i Sverige
eftir Göran Palm, bók sem
væri fjarska gaman að stað-
færa á íslenzku; en upplag
hennar er komið upp í þrjátíu
þúsund e ntök síðan hún kom
út í vor. Sú tala ein sýnir
glöggt möguleika bóka af
þessu tagi til að ná til miklu
meiri f jölda lesenda en bækur
fyrir hefðbundinn markað.
Indoktrinering: þetta hug-
tak verður ekk einu sinni orð
að á íslenzku. En orðið merk
ir í styztu máli sagt að „inn-
ræta“ einhverjum eitthvað,
vísvitandi eða ómeðv tað; og
bók Palms fjallar í stytztu
máli um iþað hvernig stétt
skjpt borgaralegt samlélag
kappkosti með öllum tiltæk-
um meðölum að innræta þegn
unum sínu v.ðtekna gildis-
mati, skoðunum, vxðhorfum
við lífinu, í skólanum, fjöl-
miðlum sínum, útvarpi, blöð
um og tímaritum, og raunveru
lega hvar sem <er j samfélag-
inu. Gróft dæmi „innræting-
ar“ er Það þegar svo er komizt
að orði í fréttum t. d. að veð
ur hafi verið „hagstætt“ til
loftárása á Vietnam þennan
og þennan dagmn, að Banda
ríkjamenn hafi náð „góðum
árangrý1 í síðustu sóknara'ö
gerðum sínum þar. Er það les
endum blaða, hlustendum út-
varps á íslandi „gott“ „í hag“
að þúsund manns séu brennd
ir sundur og saman með
napalmi eða að stjórnin í
Salgon lafi við völd viku
mánuðj, eða ári lengur? Oft
og einatt virðist fréttaflutn-
ingur hér á landi ganga út
frá því sem gefnum og sjálf-
sögðum hlut.
Þetta er einungis gróft
dæmi af handahófi, en þessi
mál öll tekur Göran Palm til
athugunar á m.klu víðtækari
grundvelli. Ha-nn er sósíalisti
og gagnrýnir „innrætingar-
kerfi“ síns borgaralega samfé
lags, en ger r sér vissulega
Ijóst að „innræting“ hlýtur
hvarvetna að koma fyrir og
þarf alls ekki að vera ill í
sjálfri sér. Væri áreiðanlega
Frh. á 14. síðu.
ERLENDAR
FRÉTTIR
WASHINGTON: Richard
Nixon birtir ráðherralista
sinn í bandarísku sjón-
varpi á miffvikudag, aff því
er blaffafulltrúi hans
skýrffi frá í dag. Blaffafull-
trúinn gat þess enn fremur,
aff hinn nýkjörni forseti
mundi veita fleiri upplýs-
ingar um skipun manna i
ýmis mikilvæg embætti.
ANKARA: Tveir banda
rískir tundurspillar eru
nú komnir inn á Svarta-
haf, þrátt fyr_r viðvaran-
ir sovézkra yfirvalda.
Tundurspillarnir fóru um
Bospórussund með sam-
þykki tyrkneskra stjórn-
valda.
MOSKVU OG PRAG: Ura
þessar mundjir ern liffin
25 ár frá undirritun hinS
gagnkvæma vináttusamn-
ings Tékk/a og Sovétmanna.
Moskvuútvarpiff skýrffi frá
því í dag, að af því tilefni
væri boffaff til nýs viffræffa
fundar þeirra á milli næSt
komandi miðv;kudag.
Gamla
verð/ð?
Við eigum ennþáj
strauvélar á ,
gamia verðinu
VERZLUNIN ]
PFAFF, 1
SkélavörBustíg j
1A, sími 13725 . I