Alþýðublaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 10. desember 1968
HEYRT &
SÉÐ
Hin þrigrgja vikna gamla Hazel Duncan vóg rétt tæp 1400 grömm
þegar hún fæddist. ÞaS varð að pakka hana inn í alúminíumpappír
til að halda á henni hita. Hér er litla telpan, greindarleg að sjá;
í örmum hjúkrunarkonu.
Drukku klóróform og lentu
I dauðans grelpum
Við erum gamlir drykkju-
menn og hefðum átt að vita,
að þetta var hættulegur drykk
ur, sagði 57 ára gamall maður,
sem stal fyrir nokkfcu flösku
með klóroformi, sem innihélt
etanol, og bauð nokkrum félög
um sínum að smakka. Þeir
voru allir fluttir á sjúkrahús,
og var jafnvel tvísýnt um líf
sumra þeirra.
Maður þessi var ákærður fyrjr
þjófnað, 'en hann vill milda á-
kæruna með því að hann vísaði
lögreglunni á flöskuna með því,
sem eftir var af klóróforminu,
svo auðveldara værí að bjarga
mönnunum.
Maðurinn sagðjst hafa farið út
í búð að kaupa líkjör þennan
dag. Hann stanzaði í gangi apót-
eks nokkurs og hitti þar eina
starfsstúlkuna, sem spurði hann,
hvað hann væri að gera þar.
Hanþ svaraði, að hann ætti að
vinnft niðri í kjallara, og til þess
að sannfæra stúlkuna, hélt hann
áfram niður í kjallarann þar til
hann kom að hillu þar sem marg-
ar flöskur stóðu í röðum. Ég
tók eina, sem hafði grænan
miða, stakk hennj í vasann og
fór út. Þar sem ég var gler-
augnalaus, gat ég ekki lesið það,
sem stóð á miðanum, en bað ung-
an mann, sem sat í bil fyrir ut.
an apótekið að lesa það fyrir
mig. Hann sagði, að þar stæði
spritt, blandað með etanoli.
Seinna blandaði ég hluta af
þessu með vatni og faldi leifarn-
ar. Síðan hitti ég nokkra kunn-
ingja mína, sem ég bauð að
smakka. Tjl að sýna, að þetta
væri hættulaust, drakk ég fyrst.
Ég var með tvær flöskur, í ann-
arrj var óblandað klóróform,
og vegna mistaka rétti ég einum
kunningja mínum þá flösku.
Hann fékk sér góðan sopa, en
féll síðan í götuna. Ég hélt að
hann hefði bara dáið venjuleg
um brennivínsdauðdaga og vildi
Framhald á 14. síðu.
Fallegasta stúlkan í Eng-
landi, sú mest myndaða, hæst
launaða og frægasta fyrirsæta
heims, er Jean „Rækja”
Schrimpton. (Eftirnafnið Schr
impton þýðir rækja). Hún er
óskastúlka ljósmyndaranna og
í ágústhefti Vogue eru mynd-
ir af hennj á 11 síðum blaðs-
ins.
Þessi fræga fyrirsæta er
fædd í High Wycombe 6. nóv.
1942. Faðir hennar starfaði
þá í brezka flughernum, en
átti einnig bændabýli í Burn-
ham Beeches. Jean ólst upp
sem sveitastúlka og hafði dá
læti á hestum og hundum.
Hún átti sina eigin smáhesta
og tók þátt í kappreiðum.
Hún segjr að fyrstu verðlaun.
in, sem hún vann í kapp-
reiðunum, hafi vakið hjá sér
meiri gleði en fyrsta forsíðu-
myndin í Vouge. Hún gekk
í st. Bemhards-klausturskól-
ann í Sough og eftir skóla-
gönguna byrjaðj hún á einka-
ritaranámskeiðí. Það var 6
mánaða strit að ná 35 orðum
á mínútu, svo að hún gafst
upp.
Hún taldi foreldra sína á'
að leyfa sér að taka þátt í
námskeiði fyrir sýningarstúlk
ur. Þar var henni sagt að lík-
lega hentaði henni bezt að
vera „lifandi model”, en
sjálf vildi hún helzt verða
Ijósmyndafyrirsæta. Hún var
kynnt fyrir umboðsmanni, en
hann sagði að hún líktist
hrossi. Þá byrjaði Jean að
hlaupa milli myndastofanna;
dag einn hitti hún ungan
ljósmyndara, sem var ný
byrjaður að taka myndir fyr-
ir Vouge. Fyrjrsætan, sem
hann hafði pantað, brást á
síðasta augnabliki og Jean
fékk starfið.
Samstarfið tókst vel. Daily
Express tók myndirnar til
birtingar og þar með Var
„Rækjan” dottin í lukkupott-
inn.
Nú eru liðin 7 ár frá þess-
um atburði og í dag vinnur
hún sér inn 8.500 krónur á
klst. sem fyrirsæta og þegar
hún er á sýningarferðum í
Bðrum löndum fær hún allt
að 100 þúsund krónum á dag.
Rækjan, segir umboðsmað-
ur hennar er góð og falleg
stúlka, óvenjulega heilsteypt
og hún veit hvað hún vill og
hvað hún vill ekki.
Hún talar lágt, næstum
hvíslandi, en það þýðir ekki
að hún hafi ekkj sína skoðun
á málunum.
Jean telur það heimskulegt
af konum að hafa áhyggjur af
pilslengdinni. Sjálf getur hún
ekki þolað að fara í búðir,
hefur ekki næga þolinmæði.
Ég máta eitt og annað, segir
hún, ef það passar ekki, þá
gefst ég upp á því. í frístund-
um sínum gengur Jean mest
í síðbuxum, og sportskyrtu,
berfætt og með band um sítt
hárið. Stutta tízkan er eigin-
lega hennar uppfinning.
Þag gerðist með þeim hætti
að hún fékk sér
kjólaefni, henni fannst þau
ekki vei'a nógu góð, og kjól-
SVIÐSLJOSI:
fc
Frægasta
fyrirsæta
heims...
... og sú bezt
launaða
arnir ekkert sérstakir á að
líta. Svo hún reyndi að
hressa upp á útlit þeirra með
því að klippa neðan af pilsun-
um. Fólkið í Melbourne varð
stórhneykslað og blöðin skrif.
uðu um hræðilega tízku. Þeg-
ar hún kom til London fékk
tízkufrömuðurinn Mary Qu-
ant áh.uga á málinu og varð
mjög hrifin af þessu fyrir-
brigði. Þannig byrjaði það.
Fyrsta utanlandsferð Jean
var fyrir fyrirtæki í Ham-
borg. Síðan hefur hún sýnt
fatnað í Frakklandi, Kanada,
Grikklandi, Marokó, Ameríku,
séu nefndir. Nokkur ár í röð
svo aðeins nokkrar stærðir
var hún kjörin vinsælasta
sýningarstúlka Englands. í
London hefur Jean keypt sér
stórt hús í Viktoríustíl, en
síðari 1967 hefur hún dvalið
mest í Ameríku. Hún hefur
samt alltaf heimþrá og kemur
til London a.m.k. annan hvem
mánuð til að heimsækja for-
eldra sína. Jean hefur fest
kaup á' landssvæðj á eyju í
Indverska hafinu, mest til að
festa peningana, en hún hef.
ur aldrei komið þangað. Síð-
astiiðið vor lék hún í sinni
fyrstu kvikmynd. Myndin
fékk heldur lélega dóma og
leikstjórinn, Peter Watkins,
sagði, að „Rækjan” væri enn-
þá móðguð við gagnrýnend-
urna og jafnframt leið yfir
frammistöðu sinni. Jean held-
ur því fram að hún hafi ekki
hæfileika sem leikkona, og
hefur heldur engan áhuga á
að verða það. Þó getur verið
að hún reyni aftur, ef hún
fær hlutverk sem henni líkar
og leikstjóra, sem hún treyst-
ir. Því má bæta við að ekki
hefur vantað tilboðin.
í september tók brezkur
blaðamaður eftir því að Jean
bar hring á baugfingri, en
hún hélt fast við að það
það merkti ekkert sérstakt,
hún tryði ekki á trúlofanir.
Samt héldu menn einu sinni,
að hún myndi giftast David
Baily, ljósmyndaranum sem
uppgötvaði hana, en sú róm-
antík endaði fyrir fjórum ár-
um. Þá gerðist hún vinstúlka
leikarans Terence Stamp, en
það samband lognaðist líka út
af. í dés. í fyrra var Jean
orðuð við ameríska ljósmynd-
arann Jordan Kalsus en ekki
lítur út fyrir að „Rækjan”
hafi nokkur áform um að gift-
ast.
Hún er nú 26 ára. — Ég
trúi á hjónaband að lokum,
segir hún, bara ekki ennþá.