Alþýðublaðið - 10.12.1968, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 10.12.1968, Qupperneq 9
10. desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 iiiiiilimimimmimiiiiiiiuiiiimiiiiimmiiiimmi iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiimimmmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiimmmimim VÍSUBOTNAKEPPNIN: Úrslit í 7. umferð SJÖUNDU umferð f Vísu- botnakeppni Alþýðublaðsins er lokið, og hlutskörpust að þessu slnni varð Anna Jónsd., Viðvík, Skagafirði, og hlýt ur hún verðlaun blaðsins. Er sýnt, að Norðlendingar hafa miklu og góðu liði á að sk pa í þessari keppni, og kemur það reyndar engum á óvart Þess má reyndar geta, að þátt takendur eru tiltölulega fleiri í keppninni á Norðurlandi en til dæmis á Vestfjörðum og Austfjörðum. En vonand; eiga þejr eftir að láta betur að sér kveða. Þátttakan í sjöundu umferð var með allra mesta móti og bættust ýmsir nýir í hópinn, sérstaklega var hlutur kven- fólksins m'kill og góður í þess ari umferð, og yngri kynslóðin virðist ekki síður vísnafær en sú eldri. Sumir beztu botnarn ir eru jafnvel eftir kornungt fólk. Sem vænta mátti og eins og fyrri parturinn gaf tilefn' til, hafa margir rímað upp á geng isfellingu, enda orðið "'ofar lega á baugi um þessar mundir. Hinsvegar koma þarna til grejna fleiri rímorð en ífljótu bragðj v'rðist, og er furðu mikil fjölbreytni í botnunum, þegar á allt er litið. Ég skal þá víkja nánar að botnunum, og fyrst að þe'm, sem verðlaunin hlaut. En vís an er svona eftir að Anna Jónsdóttir hefur botnað fyrripartinn: Margur litlu búi býr og bjástrar með sinni kell ingu, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinim issjóð fyrir alla landsmenn, sem síðan kæmu til fullra framkvæmda þegar í stað eða í áföngum, og sýna með því stórhug og manndóm á erfið um tímum. — G.G. þó kalið sé tún og kjarninn dýr, hann kemst hjá margri hrell- ingu. Hér koma svo nokkur sýnis horn af handahófi. Guðmund ur Skúli, Hafnarfirði: Afkoman er afarrýr eftir gengisfellingu. Hafdís Arnkelsdóttir, Reykja- vík: Eignin. hún er orðin rýr enn af gengisfellingu. Magnús á Barði: Meðan Þjóðin ráða rýr rasar að gengisfellingu. Hulda Long, Reykjavík: Land ð eflaust einhver flýr eftir gengisfellingu. Árni Júl. Árnason, Akureyri: Engi'nn maður örlög flýr eða gengisfellingu. Guðmundur A. Fjnnbogason, Hvoli; Moli og kaffi mikið dýr minnkar uppáhellingu. Jón Stefánsson: Afkoman verður anzi rýr eft'r gengisfellingu. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Reykjavík: Við aðeins nokkrar ær ög kýr á enn í gengisfellingu. Áslaug Magnúsdóttir, Hafnar firði: Húsakynni heldur rýr og hurð 1 skakkri stellingu. Guðjón Bjarnason, Reykjavík: Bráðum verður dropinn dýr og clregur að meiri hrellingu. Hulda Guðjónsdóttir, Reykja- vík; , Enn að dyrum kreppan knýr og kemur með gengisfellingu. Þá hefur Valbjörg Krist- mimdsdóttir, Akranesi, lagað vísuna dálítið í hendi sér og haft endaskipti á hlutunum; Arðurinn verður anzi rýr eftir gengisfellingu hjá þeim sem litlu búi býr og bjástrar einn með kellingu.' Við látum þetta nægja að sinni, en þökkum þátttökuna og vinsamleg orð og vonumst eftir mörgum góðum botnum í áttundu umferðinni. G.G. 8. umferð Anna Jónsdóttir, Viðvík, Skagafirði hlaut verðlaun í 7. um- ferð, og þá hefjum við þá áttundu. Skilafrestur er til 1. janúar. Hér er svo fyrriparturinn: Gerast dægrin leið og löng, lækka tekur sólin Seinnipártur: 11111111111111111111111111111111111111i Nafn: Ileimilisfang:................... Póstliólf Alþýðublaðsins er 320. LAUNRAD UM LÁGNÆTTI að setja sig í samband við íslenzka stúlku, sem hefur á- huga á Japan. Hann segir að unga fólkið í sínu landi hafi m;kinn áhuga á að efla vin- áttu meðal annarra þjóða og sjálfur hafi hann sérstakan á huga á að kynnast okkar þjóð. Japaninn er læknisfræði stúdent og hér er nafn og heimilsfangið: Kazuei Ootake c/o Kimiio Shigehara, 802 Higashikatakai — machi, Maebashi — city, Gunma-ken Japan. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiimimmiiiMiiiiiiiiiHiiiimiMiiiiMiiMiiiiiiHiniiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíM'iiniiiiiiiiii'iiiiiiiiMMiiiiiii'miMiMiiiiMMiiiiimmuiiiiiiMiiiiiitiiijiiiiiii'íi Það VniTIST AUGLJOST, að Stanley Rode og enginn annar hefði myrt konu hans. Engum kom það á óvart, þvi að þeir voru margir, sem vissu, að hún var á marga lund illa innrætt og reyndi að gera honum lífið Ieitt. En þegar George Smiley fór að rannsaka niálið, þá varð ljóst. að ekki var allt sem sýndjst. Smiley var vanari að fást við njósnir, en hæfileikar hans komu að haldi við rannsókn málsins, er hann fann hjnn seka... Það er hinn vinsæli höfundur JOHN Le CARRE sem hefur skrifað þessa bók, sem hef- ur farið sigurför um lönd þau er bókin hefur komið út í JOHN LE CARRÉ höfnudur þessarar njósnasögu, er fædd ur í Englandi árið 1930 og heitir réttu nafni David Corn- well. Hann stundaði nám í nútímamálum við háskólana 1 Oxford og Bem, gerðist síðan kennari við Etonskóla, en varð að því búnu starfsmaður utanríkisráðuneytis Breta. Hann þekkir því það svið, sem hann fjallar um í bókum sínum, sem selzt hafa á risaupplögum víða um lönd. JOHN LE CARRÉ sýnir enn einu sinni í þessari bók, að hann er snillingur, og George Smiley mun sannfæra les- endur um það enn einu sinni, að hann er með slyngustu söguhetjum, sem unnt er að kynnast. JOHN LE CARRÉ er höfundur metsölubókanna: NJÓSNARINN SEM KOM INN ÚR KULDANUM og NJÓSNARINN í ÞOKUNNI VÖRÐUFELL.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.