Alþýðublaðið - 10.12.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 10.12.1968, Síða 15
1.0. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 15 43. HLUTI Á íorsíðunni var stór mynd af sólinni, með heljar stórum sól- blettum á. Það var mjög sann- færandi og trúverðug útskýring á því, hvers vegna amma gat ekki hrjngt til hans afa. Ég stakk blaðinu á mig og gckk að bílnum, en sá um leið að lögregluþjónn beið mín þar. Kétt áður hafði enginn verið á götunni, en nú var ég um- kringdur á alla vegu. Ég teygði mig eftir byssunni. Ég hefði skotið lögregluna, ef ég hefði ekki verið sannfærður um, að áhorfendumir væru jafnhættu legir ef ekki hættulegri en hann. Hann stóð kyrr, þangað til að ég kom aö ‘bílnum. —• Má ég fá ökuskírteinið? spurði hann kurteislega. — Ekkert er sjálfsagðara, svaraði ég. — Það er bara fest við mælaborðið á bilnum. Ég hélt áfram eins og ég væri sann ■færður um, að hann myndi elta mig. Ég fann að hann hikaði, en svo beit hann á' agnið. Ég fór milli bílsins míns og hans. Þá sá ég að hann var með fél- aga sinn með sér og það kom mér á óvart. Það er ekki oft, sem sníkjudýrin breyta út af mannlegum venjum og það okk. ur —- eða mér í þessu tilfelli — í hag. Og það, sem var enn betra. Bíllinn minn var mitt á milli mín og þessara saklausu áhorfenda. — Hérna er það, sagði ég og benti. Hann hikaði aftur, en lei-t svo niður og bá gat ég haf- izt handa. Eg barði á axlirnar á honum og kreisti fast. Hann virtist springa, svo ákaf ur var krampinn. Ég var kom- inn upp í bíbnn og lagður af stað næstum áður en ég hafði iokað. Enda mátti það ekki seinna vera. Lætin byriuðu á stundinni eins og á Skrifstofu Barnesar. •Fólkið réðst á mig. Ein kona Jiékk á klónum utan á bílnum í fleiri metra áður en hún datt. En þá var ég búinn að auka liraðann meira. Eg var .reiðu- búinn til að hefja mig til flugs, en mig skorti nægilegt rúm til þess. Eg beygði til vinstri, en Það var rangt af mér, því að þar voru tré og ég gat ekki flogið. Næsta beygja var enn verri og ég varð að hægja ferðina. Þá fyrst skildi ég, að engin merki voru um það, að einhver elti mig. Nú kom mér að góðu haldi það, sem ég vissj um sníkjudýr. in. Sníkjudýrið sér það, sem hýsill þess sér og verður að notfæra sér skilningarvit hýs- ílsins alltaf nema þegarl um „náin tengsl” er að ræða. Það var ólíklegt, að sníkjudýrin, sem höfðu hópast um mig, -hefðu haft vit á að taka eftir númer- inu á bílnum í bj'rjun og heimta að lýst yrði eftir bílnum. Nú orðið væru allir á höttunum eftir mér, en þeir gátu ekkert meira en mannlegir hýslar þeirra. Eg komst að þeirri nið- urstöðu, að ég þyrfti að bera meiri virðingu fyrir þeim eða forðast þá frekar en ég hefði þurft við venjuleg vilni. Það er að segja, ég gat látið sem þau væru ekki til. Horfið á brott og gleymt þeim. En það voru aðeins þrjátíu minútur eftir af tíma mínum og ég vissi, hvað ég þyrfti til að sanna mál mitt. Ég þurfti að taka fanga. Mann, sem hafði verið á valdi sníkjudýranna og gat sagt okkur allt, sem, hafði gerzt í borginni. Ég varð að finna hýsil. Ég varð að handsama hann án þess að meiða hann, drepa eða taka af honum sníkjudýrið og fara með hann til Washingt- on. Ég hafði ekki tíma til að gera áætlanir, ég varð að .hefj- ast handa n ú þ e g a r . Um leið og ég var að hugsa um þetta sá ég mann á heimleið. Eg nam staðar við hlið hans og sagði: — Heyrðu ... Hann nam staðar. — Hvað viltu? — Ég er nýkominn úr ráð- húsinu, sagði ég. — Ég ,hef eng- an tima til að útskýra þetta. Komdu inn og við skulum ræða saman. — Ráðbúsinu? spurði hann. — Um hvað ertu að tala? — Áætlaninirnar hafa breytzt sagði ég. — Við megum engan tíma missa. Komdu þér upp í. Hann liörfaði frá og ég stökk út og greip á álútu bakj hans. Það kom ekkert fyrir nema hvað ég greip um herðablöð á venjulegum manni og hann öskr aði. Ég stökk aftur inn í bílinn og fór. Ég hægði ekki ferðina fyrr en ég var kominn langt frá staðn um. Gat það verjð að ég væri svo taugaveiklaður, að ég sæi sníkjudýr alls staðar? Nej. Um stund gat ég staðið augliti til auglitis við staðreynd irnar eins og Karlinn. Tollhlið ið, sundfötin, sundlaugin, löggu- þjónninn — þetta allt vissi ég fyrir víst og það hafði aðeins viljað svo illa til, að ég hafði lent á eina manninum af hverj- um tuttugu, sem ekki var á valdi sníkjudýranna. Ég lagði af stað í nýja leit. Að fómarlambi. Hann var miðaldra og var að elá' blettinn. Hann var svo eðli- legur að minnstu munaði að ég gengi fram hjá honum. En ég hafði ekki tíma til þess og peys- an hans gúlpaði grunsamlega. Ef ég hefði séð konuna hans á svöl- unum hefði ég ekið fram hjá, því að hún var klædd í brjósta- haldara og stuttbuxur og gat því ekkj verið á valdi sníkjudýranna. Hann leit upp um leið og ég nam staðar. — Ég er að koma frá ráðhúsinu, sagðf ég. — Við þurfum að komast í „náin tengsli” sem fyrst. Inn með þig. — Komdu inn í húsið, sagði hann rólega. — Það verða of margir, sem sjá okkur í bílnum. Mig langaði til að neita, en hann var þegar lagður af stað til hússins. Þegar ég nálgaðist, hvíslaði hann: — Varlega. Kon an er ekki ein okkar. — Konan þín? — Já. Við námum staðar á svölunum og hann sagði: — Þetta er hr. O’Keffe, elskan. Við ætlum að ræða viðskiptamál í bókaher- berginu. Hún brosti. — Auðvitað, elskan. Finnst yður ekki þeitt, O'Keffe? Ég samsinnti og hún fór að prjóna. Við fórum inn og mað- urinn gekk á eftir mér til bóka- herbergisins. Ég gekk auðvitað á' undan eins og gesti ber. Ég vjldi láta allt líta vel út. Samt þótti mér leitt að þ.urfa að snúa •baki við honum og því kom það mér ekkert á óvart, þegar hann sló mig fast á hálsinn. Ég lét Glugga- og dyraþéttingar Þétt.um opnamega glugga úti og svaláhurðir. Varanleg þétting — nær 100%. Þéttum í eitt skipti fyrir öll með ,.Slottslist- en“, Ólafur Kr. Sigurðsson og Co. Sími 83215 — 38835. BIFREIÐAEIGENDUR Tökum að okkur réttingar, ryðbætingar, rúðuísetningar o.fl- Tímavinna eða fast verðtilboð. Opið á kvöldin og um helgar- Reynið viðskiptin- — RÉTTINGAVERKSTÆÐI KÓPAVOGS Borgarholtsbraut 39, sími 41755. Trúin flytur fjöll. — Við flytjum ailt annað SENDIBÍLASTÖÐIM HF. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Bifreiðaeigendur athugið Ljósastilllilngar og allar almennlar bifreiða- viðgerðiir. BIFREIÐAV ERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362. ÓDÝRIR SKRIFBORÐSSTÓLAR Fallegir. þægilegir og vandaðir- Verð aðeins kr. 2.500,00. G. Skúlason og Hlíðbsrg h-f- Þóroddsstöðum Sími 19597. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp. oiíuber og iskka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36857- HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömal bús- gögn. — Úrval af góðu áklæði, — meðal annars pluss I mörgum litum- — Kögur og leggingar- BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.