Alþýðublaðið - 24.12.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1968, Síða 3
24. desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Tveir menn, sem Ulbricht læfur ofsækja, en Æskulýður Austur-Þýzkalands hefur staðið að ýms um mótmælaaðgerðum, eins og æskulýður ánnarra landa. En valdhafarnir þar í landi segja, að ungling arnir séu ekki að mótmæla af eigin hvöt, heldur séu þeir æstir upp af óhlutvöldum mönnum. Og síðustu vikurnar og mánuði hafa tveir menn einkum verið stimplaðir sem afvegaleiðarar æskimnar og fjand- menn kommúnistaríkis Ulbrichts. Annar þessara tveggja manna er prófessor Robert Havemann. fremsti raunvísindaanaður Austur-Þýzkalands, kjarnorkueðlisfræðingur og heimspekingur með frjálslyndar skoðanir. Hinn er ádeiluskáld, lagasmið ur og söngvari, Wolf Biermann. Valdhafarnir halda því fram að þessir tveir menn beri eink- um ábyrgð á mótþróa æsku- lýðsins í landinu. Nýlega voru sjö ungmenni dæmd til fangels- isvistar við leynileg réttarhöld Í Austur-Þýzkalandi, og við rétt- arhöldin voru þeir Havemann og Biermann úthrópaðir sem ill- virkjar, sem ynnu kerfisbundið að því að spilla æskulýð lands- ins. Meðal þeirra ungmenna, sem þarna voru dæmd, eru tveir syn- ir prófessors Havemanns. Sá yngri, Florian, sem er aðeins 16 ára gamall, var dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir að hafa fjölritað allmörg af ljóðum Bier- manns og dreift þeim á götun- um í ágúst í sumar. Bróðir hans, Frank, sem er 19 ára hlaut sama dóm fyrir að skrifa nafn Dubc- ecks á húsveggi. I ■ !' HAVEMANN. r Robert Havemann, faðir drengj anna, fæddist 11. marz 1910 í Miinchen. Hann stundaði nám í efnafræði í Berlín og Munchen á árunum 1929 — 33 og lauk doktorsprófi fyrir verkefni, sem hann vann að við Efnafræði- stofnun Vilhjálms keisara í Berl- ín. Þegar nazistar komust til valda 1933 létu þeir hann hætta störfum við stofnunina, en síð- ar hlaut hann aðstoðarmanns- stöðu við Berlínarháskóla. Allt frá 1933 var Havemann félagí í andspyrnuhreyfingunni „Neu Be- ginnen”, og á' styrjaldarárun- um var hann þátttakandi í and- spyrnuhópnum „Europaische Un. ion”. Hann var tekinn höndum 1943 og dæmdur til dauða, en vegna þess að hann starfaði að þýðingarmiklum rannsóknarstörf um í fangelsinu, var framkvæmd dómsíns frestað, og hann var enn á lífi í stríðslok 1945. Eftir styrjöldina varð Have- mann forstöðumaður sinnar gömlu stofnunar, Stofnunar Vil hjálms keisara á Dahlem i Berl- ín, en 1950 varð hann að láta þar aftur af störfum, að þessu sinni fyrir grein er hann rjtaði um vetnissprengju Bandaríkja- manna. Havemann gekk í þýzka komm únistaflokkinn 1932, og 1960 var hann kjörinn þingmaður í Aust- ur-Þýzkalandi og því starff gegndi hann til 1963. En hann liefur alltaf þótt fara sínu fram og verið sjálfstæður í skoðunum, og þess vegna hefur pólitískur frami hans ekki orðið mikill. Á Iiinn bóginn nýtur hann mikils álits sem vísindamaður í öðrum Austur-Evrópulöndum, og meðal persónulegra vina hans er Keld- ish, forseti Vísindaakademíu Sov étríkjanna. Austur-Þjóðverjar hafa lieldur ekki gtetað með öllu sniðgengið hann sem vísinda mann; 1959 var hann sæmdur heiðursmerki og gerður að fél- aga í Vísindaakademíu landsins og forstöðumaður eðlis- og efna- fræðistofnunarinnar í Austur- Berlín. En þrátt fyrir þennan heið- ur hélt Havemann áfram að syndga, og veturinn 1963 - 4 hélt hann fyrirlestraflokk, þar sem hann fjallaði um það, hvort heimspekin hefði orðið raunvís- indamönnum til stuðnings. Þá fannst flokksforingjunum of langt gengið. Þeirra sjónar- mið var það að hin svokall- aða „díalektiska efnishyggja” innihéldi allar vísindalegar nið- urstöður, og rannsóknarniður-- stöður í einstökum greinum yrðu að vera í samræmi við kommún- istíska heimspeki .til þess að vera teknar gildar. Havemann sagði að þetta hefði verið drag- bítur á vísindin og vísindamenn- irnir fyrjr bragðið ekki notið rannsóknafrelsis. Afleiðingin af þessu fyrirlestra haldi varð sú, að Havemann var sviptur rétti til að flytja fyrirlestra við háskólann og rit hans um vísindaleg og heim- spekileg efni fengust ekkí birt. Havemann sendi fyrirlestra sína þá til Vestur-Þýzkalands, þar sem þeir voru prentaðir. Þessir fyrirlestrar fengu góðar undir. tektir sovézkra vísindamanna og aðalmálgagn ítalska kommún- istaflokksins h'kti Havemann við Galileo Galilei. Með þessu þótti mælirinn vera fullur. 1964 var Havemann rék- inn úr „Austur - þýzka einingar- flokknum” sem svo heitir; hairn var einnig sviptur stöðu sinni við Humboldt-háskóla, og eftir að hann hafði átt viðtal við vestur-þýzkt vikublað var hann einnig sviptur rannsóknarstöðu sinni við akademíuna í Alders- hof. Rússar hafa lengi verið ó- ánægðir með það, hvemig austur. þýzk stjórnarvöld haf.a farið með Havemann, og honum hafa boð- izt störf í öðrum austantjalds- löndum. En nú fær Kavemann ekki lengur leyfi til að ferðast úr landi og gæti því ekki farið til Moskvu, þótt hann vildi. Síð- asta trúnaðarstarfinu í vísinda- h.eiminum var hann sviptur í vor, en þá var hann rekinn úr austur-þýzku vísindaakademí- unni. Sá brottrekstur stafaði af því að liann hafði fagnað umbóta tilraunum Dubceks og fylgis- manna hans í Tékkóslóvakíu og sagði að þær væru „heimssögu Ifegur viðburður, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, verði aðeins hægt að koma í veg fyrir árásir stalínista úr öðrum löndum”. Sú árás varð að veru- leika, og 21. ágúst iýsti Have- mann því yfir, að innrásin í Tékkóslóvakíu væri „stórkostleg pólitísk mistök” og hann spáði því að Rússar neyddust til að viðurkenna það fyrr eða siðar. Það hcfur aldrei hvarflað að Havemann að flytja til Vestur Þýzkalands, jafnvel þótt hann sé fæddur þar. Og nú getur hann ekkert annað gert en beðið og séð hverju fram vindur. Hann fær smávægileg eftirlaun, bætur vegna þess sem hann mátti þola HAVEMANN. í fangabúðum nazista á stríðs árunum. BIERMANN. „Þeir sem fyrrum stóðu óskelfd ir frammi fyrjr vélbyssukjöftum óttast nú gítar minn”, segir í einni af vísum Wolfs Biermanns, en hann var við réttarhöldin yfjr unglingunum sjö nefndur ásamt Havemann sem helzti skaðvaldur æskunnar. Biermann er nú 32 ára gamall og af komm únistum kominn. Hann fæddist í Hamborg, faðir hans var flokks bundinn kommúnisti, tók þátt í andspyrnuhre.vfingunni gegn Hitl er og var tekinn af líf; 1943. 17 ára gamall flutti Biermann frá heimaborg sinni, Hamborg, til Austur.Berlínar, en hann trúði því að í Austur-Þýzka- landi væri betra og réttlátara þjóðfélag að fæðast en vestra. Hann lauk stúdentsprófi í Aust ur-Berlín, las þar síðan heim- speki og stærðfræði og starfaði um skeið við Brechtleikhúsið. Og síðan fór hann að yrkja, og þá gagnaði honum ekkert að hann var af kommúnistum kom- inn og sjálfur sannfærður komm únisti. Biermann varð fljótt vinsæll vísnasöngvari ,og áður en Berlín- armúrinn var reistur söng liann jafnt í báðum borgarhlutum. Vin sældir sínar hlaut Biermann kannski fyrst og fremst hjá æsk unni; hann orti alþýðlega og um einfalda hluti, sem öllum lá nærri hjarta; hann átti orð til að lýsa því, sem allir hugsuðu, og hann lét í ljós éfasemdir um stárfs- aðferðir komúnistaleiðtoganna, BIERMANN. án þess þó að hafna kommúnism anum sem slíkum. Meðal annars ferðaðist Bier- mann til fæðingarborgar sinnar, Hamborgar, og sú ferð varð hon um að yrkisefni. í kvæði sení hann ort.i um ferðina fjállar háhn um tilfinningar sínar að svífa í þægilegu sæti í flugvél hátt uppi yfir gaddavírnum og blóðhundunum og hugsa til fél- aga sinna sem voru skotnir til bana, af því að þeir ætluðú að fara sömu leið fótgangandi. Þetta kvæði fékkst aldrei prentkð í Austur-Þýzkalandi, en því var samt sem áður dreift. Og ef til vill var það einmitt fyrir að dreifa þessu kvæði, sem Flörian. litli Havemann var dæmdhr í 14 mánaða fangelsi. Bierrhann getur heldur ekki látið gefa kvæði sín út á löglegan hátt í öðrum lönditm, því að austur- þýzk lög fyrirskipa að liöfuhdar þurfi leyfi yfirvaldanna til þess að fá verk sín útgefin anhars staðar. Engu að síður hafa bóka forlög í Mílanó og. New York gefið út verk hans í þýðingu. 1965 var Biermann bannáð að syngja vísur sínar opinberlega, og í Austur-Berlín var hafin skipuleg áróðursherferð gegn honum, en það varð til þess að auka vinsældir lians enn, og nii varð hann frægur um alla álf- una. Hljómplötur, sem hann hafði sungið inn á, fenguSt að vísu ekki fluttar úr landi, en nokkrum var smyglað til Véstur- Þýzkalands og þar voru kvæðin Framháld á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.