Alþýðublaðið - 24.12.1968, Page 7
24. desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
íeimfararnir myndi á tunglinu.
að ræða. í véla- og geymslu-
rúminu, sem er 7 metra hátt
eru aflvélar geimfarsins og
geymslur fyrir birgðir. Þar fyr-
ir ofan er stjórnrúmið, rúm-
lega 3 metra hátt og tæpir 4
metrar í þvermál þar sem það
er breiðast. í þessum hluta geim
farsins dveljast geimfararnir
þrír alla ferðina, þar vinna þeir,
sofa og matast. B.iörgunarútbún-
aðurinn skagar eins og turn upp
lir stjórnrúminu og hefur að-
eins eitt hlutverkr, að flytja
stjórnrúmið með geímförunum
innanborðs burt frá öðrum hlut
um eldfíaugarinnar, ef eitthvað
óvænt skyldi koma fvrir við flug ■
tak eða snemma á ferðinni.
FerðalagiS.
Samkvæmt áætlun skyfdi ferð_
in hejfjast kl. 12.45 efiir. íslenzk-
um tíma laUgardaginn 21. des-
ember, Þá fara hreyflar fyrsta
þrepsins í gang og það á að
lyfta eldflauginni í 61 kílómetra
hæð ,og koma því upp í um
9.600 km. hraða á klukkustund.
Þettá allt gérist á 2 1/2 mínútu.
Fyrsta þrepið losnar síðan frá
eldfláuginni og feliur til' jarðar,
en annað þrepið tokur við. Það
kemur geimfarinu upp í 189 km.
hæð og á 22 þúsund kílómetra
hraða á 6 1/2 mínútu. Síðan
losnar það líka frá, en þriðja
þrepið tekur við að knýja geim-
, farið. áfram. Það eykur hraða
geimfarsins í 28 þúsund km. á
klukkustund og kemur því á
braut umhverfis jörðina. Þetta
■ f-
■ - þrep losnar ekkj frá strax, held
i ur fylgir geimfarinu kringum
t jörðina. Eftir tvær eða þrjár
umferðir umhverfjs jörð verður
aftur kveikt á aflvélum þriðja
þrepsins og nú verður. það not-
að til'þess að knýja geimfarið
áleiðis til tunglsíns. Um leið
eykst hraði geimfarsins upp í
40 þúsund kílómetra á klukku-
stund. Síðan losnar það frá,
en geimfarið sjálft heldur á-
fram upp á eigin spýtur, eftir
að það hefur náð réttri stefnu
og réttum hraða.
Á leið sinni um geiminn í átt
til tunglsins, verður geimfarinu
sífellt snúið með jöfnum hraða
til þess að sól skíni ekki stöð-
ugt á aðra hlið þess, en hin sé
í varanlegum skugga. Slíkt
mundi orsaka svo gífurlegan
hitamismun á hliðum geimfars
ins að hætta stafaði af, en með
snúningnum skín sólin jafnt á
allt yfirborð þess. Förin frá
jörðinni til tunglsins tekur 66
klukkustundir. og á leiðinni hafa
geimfararnir aðstöðu' til þess að
rétta stefnu geimfarsins, ef þörf
krefur. Geimfarið á nú að vera
á braut. sem tryggir að það
snúi aftur til jarðar, þótt stjórn-
tæki þess bili. Aðdráttarafl
tunglsins dregur það til sín og
í hálfhring umhverfis tunglið,
þá á aðdráttarafl jarðar að verða
yfirsterkara og ná geimfarinu
aftur áleiðis til jarðar. Þetta er
talið mikilvæfgt atriði í sam-
bandi við öryggi geimferðarinn-
ar.
Á leiðínni til tunglsins mun
smám saman draga úr hraða
geimfarsins og þegar það verður
í um 48 þúsund kílómetra frá
tunglinu verður hraðinn orðinn
3.360 kílómetra á klukkustund
en þá fer aðdráttarafl tungls-
ins að verka á geimfarið, svo að
hraði þess eykst á ný. í 9 þús-
und kílómetra fjarlægð frá tungl
inu verður hraðinn orðinn um
9.100 kílómetrar á klukkustund,
en með beitingu . stjórntækja
munu geimfararnir minnka' hrað
ann niður í 5.950 kílómetra, og
á þeim hraða fer geimfarið á
braut umhverfis tunglið í 196
Saturnus-eldflaugin,, sem flyfur geimfarið á loft, á skotstaðnum
á Kennedyhöfða.
kílómetra mestri fjarlægð frá
því, en 112 kílómetra fjarlægð
minnstri.
Tvær fyrstu umferðirnar um-
hverfis tunglið verða notaðar
til að fara yfir állan útbúnað,
en síðan verður stefnu geimfars
ins toreytt, þannig að braufc
þess verði -hringlaga, - en ekki
sporöskjulöguð og fjarfægðin frá
tungli um 112 kílómetrar. Hver
hrjiigur umhverfis tunglið verð-
ur farinn á 2 klukkstundum og
er ráðgert að fara 10 hringi.
Geimförunum er ætlað að gera
margháttaðar athuganir á yfir-
borði tunglsins, mynda það bak
og fyrir, og er sérstaklega haft í
huga val á væntanlegum lend-
ingarstað í síðari geimferð.
Eftir að hringsóla umhverfis
tunglið i 20 klukkustundir verð-
ur stefnu geimfarsins aftur
breytt og því haldið áleiðis til
jarðar. Hraðínn þegar lagt verð
ur af stað frá tungliriu verður
um 8.800 kíiómetra á klukku-
stund, en eftir því sem geim-
farið .nálgasfc jörðina aftur,
eykst hráði þess-vegna aðdrátt-
arafls jarðar og verður orðinn
um 40 þúsund kílómetrar er
geimfarið nálgast gufuhjúpinn á
ný; Geimförín á að taka 57
klukkustundir.
Rétt áður en geimfarið fer
inn í gufuhvolfið verðjir véla-
og geymslurýmið losað frá, þann
ig að þá verður ekkert eftir af
hinni 110- metra háu eldflaug
sem lagðj af stað, nema 3,3
metra hátt hýiki, sem geimfar-
arnir þrír verða í. í 7.200 metra
hæð yfir jörðu opnast fyrstu
fallhlífarnar til að draga úr
hraðanum, og í 3 þúsund metra
hæð opnast fleiri fallhlífar til
viðbótar. Þetta- minnkar hraðann
úr um 280 kílómetra hraða niður
í 35 kílómetra hraða á klukku.
stund. Síðan Iendir geimfarið
í Kyrrahafi, en þar verða þyrlur
tilbúnar til að taka hylkið upp
úr sjónum og flytja það um
borð í skip, sem verður á' næstu
grösum. ' Lengsta ferðalagj ver
aldarsögunnar verður' þar með
lokið.
Myndin sýnir ráðgerða leið geimfarsins umhverfis jorð og turtgl.