Alþýðublaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 7
17. janúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 T íðindi i vændum Konstantín Pástovskí: MANNSÆVI Jicrnska og skólaár Halltlór Stefánsson íslenzkaði Revkjavík, Heimskringla 1968. 287 bls. MF.Ð þessari bók er Heims- kringla að hcfja nýtt stórvirki í þýðingum: ævisaga Konstantins Pástovskís er fimni bintla verk, seg- ir sögu sem hefst fyrir aldamót og nær minnsta kosti fram yfir bylt- ingu og fram á millistríðsár. Um Pástovskí, sem fæddur var 1893, má lesa í handbókum að hann hafi verið í hópi helztu og mest metnu rithöfunda í Scn’étríkjunum af sinni kynslóð og hafizt til virðingar eftir seinni heimsstvrjöld, einkum og sér í lagi fvrir ævisögu sína sein þessi bók er upphaf að, en hún kom fyrst út árið 1947. Þar fyrir utan og áður nnin Pástovskí hafa samið jöfnum höndum sögur og ritgerðir, verk, sem einnig eru í hávegutn höfð, en ævisagan er lang- samlega statrsta verk hans, og á henni bvggist frægð höfundarins í seinni tíð, heima fyrir og erlendis. Það cr ennfremur að skilja, að Pá- stovskí hafi að mestu komizt und- an ánauð sovézkra rithöfunda und- ir stalínismann sem múlbatt bók- menntirnar um langt skeið og allt fram á þennan dag, og gert hefur frægasta rithöfund Sovétríkjanna, Sjólókoff sjálfan, að 'hreinu og beinu skrípi að lokum. A seinni árum hefur það alls ekki farið dult að Pástovskí, sem lézt á árinu sem leið, hefði mjög frjálslynda af- stöðu í málefnum rithöfunda, og gerðist hann jafnvel málsvari llöfunda. sem sættu • skoðanakúgun af hálfu ríkisvaldsins eða rithöf- undasambandsins. Virðist honum ■ hafa tekizt að koma sér áfram eftir einhverju persónulegu einstigi á .milli þeirra leiða sem aðrir höf- undar fóru, t.a.m. Pasternak og F.renbúrg. Ritstörf hans hafa ekki*- verið tafin né hindruð eins og Pasternaks um langt skeið —. hvað þá hann sætti-opinberu ,,-banni“ að lokum eins og Pasternak fyrir Sí- vagó la’kni. A hinn bóginn, hcfur hann ekki nevðzt til hentistefnu slíkrar sem talin er hafa lýtt og - spillt ferli Erenbúrgs ■ til að halda Iífi og ritfrelsi. Hjá hinu fer ekki að þau kjör sem höfundurinn hefur lifað og skrifað við hafs með ein- hverjum -hætti. mótað rit líans, og verður fróðlegt að kvnnast því nán- ar þegar meira kemur út af sögu hans. F.n þó höftindurinn sé merkur og bókin góð er óneitanlega tor- skilið hvaða rök ráði því, að ein- mitt Mannsævi veljist til útgáfu hér hjá ökkur þar sent þýðingar góðra bókmennta, úr rússnesku eins og oðrum málum, eru af svo skorn- tim skammti. Hefði ekki verið for- vitnilegra að 'fá ævisögu llja F.ren- búrgs, sem alla sína tjð hefur lifað og starfað í miðjuin straumí al'- ' htirðanna, útgefna á íslcnzku? En ' af' nýjunt' sovézkúm bókmenntum beinist mestur áhugi og forvitni að verkum Alexanders Solsjenitsíns sem nú mun með rökum talinn mesti og merkasti höfundur í So\’- étríkjunum. Eftir hann hafa að minnsta kosti komið tvær skáldsög- ur eftir Dag í lífi Ivans Deniso- vits, sem var þýdd á íslenzku fyrir nokkrum árum og Almenna bóka- félagið gaf út, og síðasta saga hans er nú þýdd og lesin og ra>dd út um lönd og álfur — nema hér og í Sovét þar sem forboð vofir yfir höfundinum. Ennfremur virðist það einkennilegt að bók eins og þcssi, sem tvímælalaust á mikið undir «/jr/v/jr/jr/jr /« bækur stílnum komið, skuli ekki vera þýtld beint af frummálinu. En þess er ekki getið úr bvaða máli Halldúr Stefánsson þýði bókina, líklega ensku eða dönsku, en minnsta kosti ekki rússnesku. Ekki svo að skilja: upphaf Manns- ævi er mjög svo viðfelldin bók viðkynningar í þýðingu Halldórs Stefánssonar, minnsta kosti við fljótlegan lestur. En engin svör veitir sá lestur hvað það sé sem geri útgáfu hennar á íslenzku tlmabæra umfram aðrar góðar bé>k- menntir á rússnesku. Saga Konstantíns Pástovskís hefst í Kænugarði fyrir aldamót. Hann er af mi'llistéttarfólki, alinn upp við tiltölulega góðan efnahag, þó fjölskyldan rati í fátækt að lokuin, og í frjálslyndu umhverfi. Það fer ckki milli mála.að samúð höfund- arins er frá fyrsta fari „réttum meg- in“ í þeim átökum sem framundan eru þegar frásögn hans lýkur skömmu fvrir fyrri heimsstyrjöld. I>á er Pástovskí orðinn stúdent og fullveðia maður, skilinn að skipt- um við fjölskyldu sína sem er að komast á tvist og bast, faðir hans látinn eftir dapurlega ævi. En það eru ekki sjálfir atburðirnir, sagan sem hann segir sem hugtækast verður lesanda við lestur Manns- ævi, öllu heldur stíll bókarinnar, hughlær frásagnarinnar sem óve- fengjanlega cr af ætt og eðli klass- ískra rússneskra bókmennta, und- ur-næmlegar og ljóslifandi náttúru- lvsingnr hennar, sundurleita'r svip- mvndir af mannlífi og þjúðlífi í Rússlandi fvrir byltingu. Bókin lýs- ir af mikilli og látlausri Iistfengi lífi, hug og tilfinningum ungs manns sem er að vaxa unp i heimi sem nú er með öllu horfinn, heimi, þar sem mikil tíðindi eru í vænd- um. Og ósjálfrátt kemur manni í hng við lesturinn að óvíða muni rithöfundar nú á dögunt vaxa upp við annað eins sögusvið og sögu- efni og Konstnntín Pástovskí í sinni friðsömu, skjólgúðu æsku — en það hefur hiin verið þrátt fyrir alit. Nema ef vera skyldi í Rómönsku Ameríku þar sem þióðfélagsöfgarn- ar virðast vera að fa-rast í viðlika horf og í Rússlandi hinu forna. Allt nm það hfður maður með áhuga b'úrra tíðinda sem taka að gerast að þessari sögu sagðri. Nokkrar skýringargreinar fvlgja hókinni í þýðingu, fáorðar og ein- faldar og virðist raunar af handa- hófi hvað skýrt er og hvað ekki. Hún er látlaust og snyrtilega út gefin, en hefur orðið síðbúin fyrir jól og ekki fcngið langa stund til að þorna og jafna sig í bandi frek- nr en aðrar bækur Heimskringlu og Máls og menningar í þetta sinn. — O. J. DREGIÐ I HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA (SLANDS Miðvikudaginn 15. janúar var dregið í 1. flokki Happdrættis Há- skóla Islands. Dregnir voru 1,400 viimingar að fjárhæð 5,200,000 kr. Elæsti vinningurinn, 500.000 kr., korn á heilmiða númer 50624. Voru háðir heilmiðarnir seklir i umboði Guðrúnar Olafsdóttur, Austurstræti 18. 100.000 krónur komu á hálfmiða númer 19844. Voru tveir hálfmiðar selclir í umboðinu á Patreksfirði, einn á Fáskrúðsfirði og sá fjúrði í umboði Guðrúnar Olafsdóttur, Austúrstræti 18. 10.000 krónur: 306 — 2522 — 5581 — 7850 — 8000 — 8033 — 19381 — 20499 — 20856 — 22130 — 23131 — 24391 _ 25759 — 26287 — 26426 — 27714 — 28103 — 30506 — 30895 — 31249 — 32274 — .33453 — 33798 — 33858 — 34236 — 34414 — 36096 — 36134 — 36642 — 39020 — 39727 —. 40777 — 40898 — 42217 — 42694 — 46730 — 49086 — 49580 — 50623 — 50625 — 51008 — 51750 — 53387 — 53435 — 55874 — 56568 — 57613. SNYRTING Hárgreiðslustofan VALHÖLL Kjörgarðl. Sími 19216 Laugavegi 25. Sími 22138 - 14662. ONDULA Skólavörðust. 18 III. hæð. Sími 13852. Skólavörðustíg 21a- — Sími 17762- Andlitsböð, hand- og fótsnyrtingar, dag- og kvöldsnyrtingar Snyrtivörusala: Garmain Monteil — Max Factor — Milopa. BLÓM Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið. Við sendum. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-8.22 og 1.97-75 Símanúrrter okkar er 83800 ÁrmúEa 5. ANDRÉS auglýsir: VerzEunin er flutt af Laugavegi 3 í Ármúia 5. Fatamarkaður í fullum gangi. ÁNDRÉS, ÁrnrtúEa 5. Símanúmer okkar er 18251 ANDRÉS, Skólavörðustíg 22b Símanúmer okkar er 18252

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.