Dagur - 09.03.1918, Blaðsíða 1

Dagur - 09.03.1918, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úl tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí. SáGUK AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus J. Rist. Talsími31. Ráðhússtíg 4. Riístjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri 9. mars 1918. 3. blað. Eðlileg flokkaskipun. Gömlu flokkarnir og flokkanöfn- in eru að hverfa úr sögunni. Allar horfur eru á, að flokkaskiftingin verði framvegis hjer í landi svipuð og í öðrum þingræðislöndum álf- unnar: Framsóknarflokkur eða frjáls- lyndur flokkur, íhaldsmenn og jafn- aðarmenn. Þegar svo er kornið, má telja að flokkaskipunin sje orðin eðlileg og eins og hún á að vera. Pá skip- ast menn í flokka eftir afstöðunni til innanlandsmála. Sú afstaða er ætíð, og hlýtur að vera, mismun- andi, af því að menn eru svo ólíkt skapi farnir. Báðar stefnurnar, framsókn og íhald, eru nauðsynlegar og mega hvor án annarar vera. Báðar saman geta myndað heilbrigt stjórnmálalíf, sje rjett á haldið. F*ó að framsóknarhugurinn sje í eðli sínu góður og ómissandi, þá getur hann þó orðið viðsjálsgrip- ur, ef engar hömlur eru á hann lagðar. Hann getur siglt svo djarft, að hætfa sje á ferðum, ef seglfest- an er ekki í lagi. Framsóknin er knýjandi afl, sem neyðir íhaldið til að teygja sig svo langt í umbóta- áttina, sem því sýnist fært, en íhald- ið á að vera trygging fyrir því, að þjóðarskútunni verði ekki kollsiglt. íhald þarf ekki að vera hið sama og kyrstaða, þó það sje það oft um stundarsakir. Aðaleinkenni þess er: Annaðhvort engar breytingar frá ríkjandi skipulagi, eða þá mjög smá- stígar breytingar. F’egar íhaldið nær yfirtökunum í þjóðmálunum, þá er hætta á ferð- um. Afleiðing þess verður, að unað er við úrelt og óhafandi fyr- irkomulag á flestum eða öllum svið- um jDjóðlífsins. Sú mun reyndin á verða, að kjarni alþýðunnar, bændalýðurinn, og frjálslyndir borgarar í kaupstöðum, skipast undir merki framsóknarinn- ar. íhaldsmegin verða kaupmenn, stóreignamenn og þjónar þeirra. Að menn skipast þannig í flokka hefir sínar eðlilegu orsakir, og verð- ur ekki frekar farið út í það að sinni, og að sjálfsögðu verða á þessu ýmsar undantekningar. í flokki jafnaðarmanna verða að- allega verkamenn í kaupstöðum. Frjálslyndi flokkurinn telur hugsjónir jafnaðarmanna fagrar en óframkvæm- anlegar að ýmsu leyti enn sem komið er. Þessir tveir flokkareiga þó oft samleið. Einn þessara flokka, jafnaðarmenn, hefir hlotið viðurkent nafn; hinir ekki. Óheppilegt væri, að hver þess- ara flokka veldi sjer íburðarmikil nöfn, er bæru vott um sjálfselsku og köstuðu óbeinlínis skugga á and- stæðingana. Gömlu flokkanöfnin, sem kendu sig við heimastjórn og sjálfstæði, voru illa valin að þessu leyti. Bæði gáfu þau í skyn, að hvor flokkurinn um sig væri sjer- staklega föðurlandskær, en and- stæðinga flokkurinn óvinveittur land- inu. Af orðinu heimastjórn mátti ráða, að sjálfstæðismenn vildu stjórn- ina út úr landinu, en orðið sjálf- stæði gaf aftur til kynna, að heima- stjórnarmenn vildu, að þjóðin væri ósjálfslæð undirlægja annara. Að þessu leyti voru bæði nöfnin jafn- ósönn og jafnröng. Að kenna flokkana við framsókn og íhald hefir og sína galla. Pótt orð- ið íhald sje í sjálfu sjer ekkert lastyrði, þá er þó mörgum mjður um að láta bendla sig við það. Langeðli- Iegast og óbrotnast væri að kalla flokkana hinum einföldu og íburð- arlitlu nöfnum: »Hægrimenn« og »Vinstrimenn«, og semja okkur á þannvegað háttum frændþjóða vorra á Norðurlöndum. Pessi nöfn hafa þá kosti, að bæði eru jafngóð og kasta engri rýrð á andstæðingana. Pað álit, sem þau vinna sjer, fer eftir breytni mannanna, sem flokk- ana mynda. Almenningur mundi fljótt átta sig á nöfnunum og þýð- ingu þeirra og sætta sig vel við þau. Frá útlöndum. Pess var getið í síðasta blaði, að eftir símfregnum að dæma, væri rússneski herinn leystur upp, og því allar horfur á, að Rússar væru hættir að berjast út á við. Reyndin hefir þó orðið önnur, því síðari fregnir segja frá miklum bardögum milli Rússa og Pjóðverja, og fara Rússar hverja hrakförina annari verri. Hafa Þjóðverjar tekið nokkrar borgir í Rússlandi, náð miklu af hergögnum og tekið fjölda til fanga. Er jafnvel sagt að þeir sjeu í þann veginn að setjast um Petrograd og vilji engum friðarskilmálum sinna, fyr en borgin gefist upp. Eru þeir hinir kröfu- hörðustu og heimta bæði Finnland

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.