Dagur - 23.04.1918, Page 1

Dagur - 23.04.1918, Page 1
DAGUR kemur úí tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. Gjaldd. 1. júlí. AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus f. Rist. Talsínri 31. Ráðhússtíg 4. Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri 23. apríl 1918. 6. blað. »Bændapóíiíík« Blaðið íslenditigur flytur 12. þ. m. ritstjórnargrein, er heitir »Stjórn- málalífið*. Ritháttur greinarinnar er prúðmannlegur og orðum stilt vel i hóf. Rað er höfuðkostur hennar. Að öðru leyti 6r greinin fremur lítils virði. Aðalókostur hennar er sá, að hún telur stjórnmálalífið ís- lenska óheilbrigt, en bendir þó ekki á nein ráð þvi til heilsubótar. Við efni greinarinnar er dálítið athugavert á nokkrum stöðum. Verður það ekki rakið hjer en aðeins bentá eitt atriði, og það er þetta: íslendingur heldur því fram, að blaðið Tíminn sigli undir fölsku f'aggh er það telji sig reka heil- brigða og reglulega vinstrimanna stefnu, því til þess sje stefna Tímans »altof einskorðuð bændapólitík*. Tíminn birti stefnuskrá sína í 1. tbl. sínu, 5. jan. þ. á. Stefnuskráin er í 11 köflum og allítarleg. Eru þar markaðar skýrar stefnur í öllum hinum stærri þjóðmálum: menta- málum, kirkjumálum, atvinnumálum, verslun, samgöngum, póst- og síma- málum, bankamálum, skattamálum, tryggingum, heilbrigðismálum og aðflutningsbanni. Rúmsins vegna verður stefnuskráin ekki rakin hjer, en þetta ætti að nægja til þess að. sýna, að hjer er ekki um neina stjettarpólitík að ræða, heldur alþjóðarmál. Eða er það t. d. »einskorðuð bændapólitík« að hlú- a að bókmentum, listum og vís- indum, að hlynna að frjálslyndri þjóðkirkju, að vinna að eflingu sjávarútvegarins með hafnabólum o. fl., að styðja sjúkrasamlög, að koma á fót Iíftryggingarsjóði handa sjómönnum, að landspítali verði reistur í Reykjavík, að styðja bar- áttuna gegn berklaveiki, að koma á almennri líkskoðun, að stárfa að því að aðflutningsbannið nái tilgangi sínum o. s. frv.? Eru hjer aðeins gripin nokkur atriði úr stefnuskrá Tímans og mætti lengi halda áfram þessari talningu. Einn liðurinn í stefnuskránni hljóð- ar svo: Að berjast af alefli fyrir því, að koma sem mestu af verslun lands- ins í hendur samvinnufjelaga. Lítt hugsandi er að nokkur mað- ur fari að halda því fram í alvöru, að þetta síðastnefnda ákvæði stefnu- skrárinnar komi í bága við hreina vinstrim.stefnu. Að minsta kosti bæri það ekki vott um mikla þekk- ingu á málefninu. Annars væri mjög æskilegt ef ísl. vildi skýra frá því, hvaða ákvæði það eru í stefnu- skrá Tímans, sem útiloka það, að hann sje vinstrim. blað, þeim á- kvæðum væri þá hægt að breyta { rjettara horf. Það er alveg rjett fram tekið í ísl. að stjórnmálalífið er ekki heil- brigt. En af hverju stafar sjúkdóm- urinn? F*að verða menn að gera sjer Ijóst, áður en byrjað er á lækningunni. Skoðun Tímans er, að orsök hans sje óeðlileg mála- myndar-flokkaskipun. Til þess að hún verði eðlileg, verði að fá menn til að skipa sjer í flokka um innanlandsmálin. Að þessu vinnur Tíminn, og þessvegna hefir hann einn blaðanna komið fram með AMBOÐ FÁST HJÁ ERLINGI FRIÐJÓNSSYNI. stefnuskrá um innanlandsmálin. Stefna hans er frjálslynd framsóknar- stefna —vinstri-mannastefna. Og eftir þeirri feikna útbreiðslu að dæma, sem Tíminn hefir þegar náð, eru mikl- ar horfur á að honum auðnist að koma á nýrri, eðlilegri flokkaskipun í landinu og lækna hið sjúka stjórn- málalíf. Pað skal fram tekið, að Dagur telur Tímann hafa algerlega rjett fyrir sjer í þessu máli, og vill því vinna að því eftir mætti, að hin nýja, eðlilega flokkaskipun komist á, — Vinstri- og Hægri-flokkur. Nú má vel vera, að Isl. sjái ein- hverja enn greiðari leið út úr ógöng- unum, en hjer hefir verið bent á, og tryggari meðul við sýkinni í stjórn- málalífinu, en þá ætti hann endi- lega að gefa lyfseðilinn hið fyrsta, hefði átt að að vera búinn að þvf, — um fram alt að setja ekki ljós sitt undir- mæliker. Frá útlöndum. Nú berast litlar frjettir frá víg- völlunum. Pó lítur helst út fyrir að þjóðverjum miði eitthvað áfram í Frakklandi, enda mega þeir nú fara að herða sig, ætli þ^ir að taka

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.