Dagur - 22.05.1918, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út tvisvar í mán-
uði og kostar 2 kr. árg.
Gjaldd. 1. júlí.
AFGREIÐSLU-
og innheimtumaður:
Lárus J. Rist. Talsími31.
Ráðhússtíg 4.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
I. ár.
Akureyri 22. maí 1918.
8. blað.
Sam/eíðin.
Eitt af mörgu, sem borið hefir
á góma í ritdeilunum milli kaup-
mannablaðanna annarsvégar og mál-
gagna samvinnumanna hinsvegar
nú upp á síðkastið, er það atriði,
hvort verkalýðsfjelög í baejum og
sjóþorpum geti átt nokkra samleið
með samvinnukaupfjelögum bænda
eða haft nokkurt gagn af sambandi
við þau. Kaupmannablöðin halda
því hátt á lofti, sem von er, að
þessir tveir aðilar standi á öndverðum
meiði, eigi enga samleið. Bændur
sjeu kúgarar verkamanna og sjó-
manna, selji þeim framleiðsluafurð-
ir við okurverði og svo frv. Pað
er ofur eðlilegt að kaupmenn og
þeirra fylgismenn vilji ekki samein-
ing þessara tveggja fjölmennustu
stjetta þjóðarinnar á framfarabraut-
inni. Hópur þeirra verður svo á-
takanlega fámennur til samanburðar.
Hitt er verra að vita, að sá hugs-
unarháttur virðist töluvert rótgróinn
bæði hjá bændum og verkamönn-
um, að hjer sje um tvo andstæða
flokka að ræða, sem eigi og verði
að plokka hvor annan eftir bestu
föngum. Pað er leitt til þess að
vita að verð á ísubandi, smjörpundi
eða lambsblóði skuli valda sundr-
ung og vekja ríg milli þessara
stjetta, sem þó þurfa töluvert hvor
til annarar að sækja og gætu átt sam-
leið í ýmsu, ef öfugur hugsunar-
háttur og þekkingarskortur á fram-
faraskilyrðum hverrar stjettar fyrir
sig væri því eigi til fyrirstöðu.
Hjer verður ekki ritað um þetta
mál — yfirleitt. Eitt atriði, sam-
leið í kaupfjelagsstarfsemi, vildi jeg
gjöra hjer að umræðuefni þótt í
fám orðum verði.
Verkalýðshreyfingin er ung og
hefir enn sem komið er lítið not-
að kaupfjelagsskapinn í þarfir sín-
ar, þótt hann hljóti að verða
aðallyftistöng verkamanna og sjó-
manna í framtíðinni. Eins og nú
standa sakir er mismunurinn á
kaupfjelögum bænda og bæjar-
búa sá, að bændur hafa fjelagsskap
utn sölu á framleiðslu sinni í
satnbandi við samkaup á útlendri
vöru. Kaupfjelagsmenn í bæjum
eru aftur á móti fæstir framleiðend-
ur og hafa engan fjelagsskap um
sölu á þeirri vöru, sem-þeir fram-
leiða, fiskjarins. En þetta breytist
fljótlega eftir að stríðinu lýkur, ef
dýrtíðin verður þá ekki búin að
draga kjark og dáð úr verkalýðnum.
Þeir, sem beitast fyrir verkalýðs-
hreyfingunni og hugsa dálítið fram
í tímann, hafa þegar sjeð, að fram-
tfð sjómanna og verkamanna í kaup-
stöðum hlýtur að byggjast á því,
að þeir taki þátt í framleiðslunni
— sjávarútveginum. Og aflið, sem
þessu á að koma í framkvæmd, er
samvinnufjelagsskapuránn. Sjómenn
og verkamenn stofna hlutafjelög með
10—20 manns hvert —, þessi fjelög
kaupa fiskiskip og halda þeim út.
Svo mynda þessi smáfjelög sam-
band sín á milli. Verka og selja
aflann í fjelagi, kaupa alt, sem til
útgerðarinnar þarf, í fjelagi, og s.
frv. Hvert skip, eða hvert hluta-
fjel., hefir sinn reikning við kaup-
fjelagið alveg einsog hver einstakur
bóndi hefir nú. í þessum fjelags-
skap geta líka verið einstakir menn,
bæði þeir sein eiga skip eða báta
og halda þeim út, og einnig há-
setar á skipum útgerðarmanna, er
ekki eru í slíkum fjelagskap, og
ráðnir upp á hlut. Þvi það er ekki
ætlun hinnar uppvaxandi sjómanna-
stjettar, að láta þá reglu gilda ei-
líflega, sem ríkt hefir hingað til, að
útgerðarmenn hafi umráð, og ráði
verði, á öllu því er til útgerðar
þarf, kaupi hlut háseta fyrir það
verð, er þeim þóknast að gefa í
þann og þann svipinn. Sú regla
hlýtur að gilda í framtíðinni, að
hásetar fái hlut sinn til umráða og
komi honum í verð á þann hátt,
er þeim er mestur hagnaður að.
ÖIl þessi fjelög, samvinnufjelög
bænda og kaupstaðarbúa, ganga eðli-
lega inn í Samband íslenskra Sam-
vinnufjelaga, og Sambandsskrifstofan
annast um sölu á afurðunum og
útvegun á útlendri vöru. Það er
engin ástæða til að efast um það,
að Sambandsskrifstofan geti útveg-
að góðan markað fyrir sjávarafurðir,
þótt hún til þessa tíma hafi ekki
starfað að því. a
Eins og það er óeðlilegt að bænd-
ur leggi stund á sjávarútveg og
sjómenn á Iandbúnað, eins er það
sjálfsagt að þessar tvær stjettir noti
báðar sama milliliðinn, til að ann-
ast sölu afurða sinna. Sú samleið
er sjálfsögð fyrir báða málsparta.
Sama aflið, samvinnufjelagsstarfsemi,
er tengibandið.
F*egar verslunarástandið kemst
aftur í eðlilegt horf, hlýtur útlent
markaðsverð á afurðum lands og
sjávar að gilda manna á meðal hjer