Dagur - 10.09.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 10.09.1918, Blaðsíða 2
66 DAGUR. nefndarmönnunum fráísumar, Bjarna Jónsson frá Vogi.Kallar hann »ramm- danskan íslending*, af því að hann hafi samþykt jafnrjetti þegnanna, sem í augum þessa »PorgiIs Skarða« hlýtur að vera stórhættulegt ákvæði í sambandslögunum. Pví meiri furða er það, að á öðrum stað í grein þessari segir, að vel fari á því, að stjórnmálaflokkar þessa lands og flest- öll blöðin sjeu ánægð með frum- varpið. Er þetta hin freklegasta mót- sögn og afglapaháttur á hæsta stigi, að lýsa ánægju sinni yfir frumvarpi, sem höf, þó telur að beri með sjer að samið sje af rammdönskum ís- lendingum, því gæta verður sRorgils Skarði* þess, að álas hans í garð Bjarna Jónssonar hlýtur að koma jafnt niður á öllum nefndarmönn- unum íslensku, og ekki einungis á þeim, heldur og á stjórn landsins og nálega öllu alþingi. Alt hlýtur það að vera rammdanskt í augum þessa höfundar, ef hann veit sjálf- ur hvað hann er að segja. Raunar ber þessi grein hans það með sjer, að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, og að löngunin til að níða einstak- an mann hafi borið vit og velvilja ofurliði. Að fara nú að metast um frum- varpið frá 1908 og hæla því á kostn- að nýja uppkastsins, eins og höf. gerir, er bæði heimskulegt og lítil- mannlegt, og á síst við að vekja upp illdeilur út af þeimsökum ein- mitt nú, þegar þjóðin í fyrsta sinn sýnist ætla að standa ósundruð út á við. Þeir sem reyna að koma slík- um algerlega óþörfum deilum á stað með það eitt fyrir augum að svala sjer á fórnum andstæðingum, þeir, sem róta upp í gömlum væringum, er leitt geta af sjer sundrung og flokkadrætti, þegar mest á ríður að þoka sjer saman, væru sem rithöf- undar maklegir sama hlutskiftis og Rorgils Skarði fjekk á 13. öld — á Hrafnagiii. Straumar. IV. Sannleikur. Merkur maður sagði einu sinni: »Stæði jeg frammi fyrir hásæti drottins, og hann hjeldi á sann- leikanum í annari hendinni, en sann- leiksþránni í hinni hendinni, og ljeti mig kjósa, hvort jeg vildi held- ur, þá mundi jeg taka sannleiks- þrána.« í fljótu bragði virðist þetta nokkuð einkennilega sagt, en djúp hugsun liggur hjer á bak við. Á meðal mannanna eru altaf uppi tveir flokkar, annar stendur með sann- leikann í höndunum, hampar honum framan í aðra og segir: »Við höf- um þegar náð takmarkinu og höf- um einskis framar að leita.« Hinn flokkurinn hefir enn ekki fundið sannleikann, og gerir sjer enga von um að öðlast hann allan á þessu tilverustigi, en hann liefir aftur á móti sannleiksþrána. Sannleiksþrána, sem, þegar hún er á háu stigi, læt- ur manninn fórna öllu hennar vegna, svo að hann, eins og oft hefir orð- ið raunin á, er jafnvel fús til þe9s að þola píslarvættisdauða hennar vegna. Jeg býst við að mjer verði svarað því, að það sje ekki rjett sagt, að sá flokkurinn, sem sann- leikann segist hafa, hafi hann í raun og veru. Jú, hann hefir hann áreið- anlega að einhverju leyti, en það er sannleikur fortíðarinnar, eða þeg- ar best gerir, in'itímans; aftur á móti er það sannleiksþráin ein, sem leggur framtíðina undir sig. Þegar jeg sem unglingur var að byrja að hugsa um lífið og tilveruna, varð það mjer mikið skelfingarefni, þeg- ar jeg komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri gott að vita, hvað væri algildur sannleikur hjer á jörð- unni. Ein öldin dæmir það hleypi- dóma og Iygi, eða villikenningar, sem, önnur öldin byggir á sem sannleika. »Sannleikurinn er sonur tímans,« hefir spekingur einn sagt. Nú er mjer þetta aítur á móti hið mesta gleðiefni, því það merkir sí- vaxandi þroska í stað kyrstöðu. Alt þetta kunna nú að þykja nokkuð einkennilegar staðhæfingar, og því vil jeg gera nokkuð nánari grein fyrir því, hvað sannleikurinn er í mínum augum. í raun og veru er sannleikurinn mjer hið sama og guð, því guð hlýtur fyrst og fremst að vera sannleikur. Sannleikurinn, eða guð, gegnþrengir alt með geisl- um sínum og gefur því líf, sann- Ieikurinn er því líka líf. En þar sem er líf, þar á líka að vera vöxtur eða framþróun og því getur lífið og þar með sannleikurinn aldrei stað- ið í stað, á meðan hinar lifandi verur eru staddar á framþróunar- brautinni. Samkvæmt framþróunar- kenningunni vitum við, að alt er að vaxa og þroskast upp á við, alt er á leiðinni heim til fcðurhúsanna, stefnir að sameiningunni við guð- dóminn, en stigin eru óendanlega mörg. Tilveran öll er eins og Ja- kobsstigi, setn nær neðan frá jörðu alla leið upp til liimins, og Iifandi verur eru staddar á öllum þrepun- um, frá lægsta til hins hæsta. Hvernig getur nú útsýnið verið hið sama af öllum þrepunum? Rað hlýtur auð- vitað í raun og veru að vera eins margskonar, eins og verurnar eru inargar, því engin getur fyllilega staðið í annarar sporum, Sannleikur fyrir hvern og einn er því það út- sýni, sem hann hefir, þaðan sem hann er staddur, og af því leiðir aftur, að við erum með öllu ófær til þess að dæma um það, hvað er sannleilcur fyrir aðra en okkur sjálf. Að velja hið litla brot af sann- leikanum, sem við höfum á hverju stigi, en hafna sannleiksþránni, er sama sem að setjast að á einhverju þrepinu og neita að halda áfram, hætta að horfa upp á við og fikra sig stig af stigi. Við getum auðvit- að hugsað okkur, að einhverntíma verði leiðin farin á enda, síðasta þrepinu náð og algildur sannleikur höndlaður, en það er svo óendan- lega löng leið, að það er eins og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.