Dagur - 10.09.1918, Blaðsíða 4

Dagur - 10.09.1918, Blaðsíða 4
68 ÐAGUR. Samtíningur. — Mánudaginn 2, þ. m. brann á ísafirði verslunarhús Elísar & Ed- walds ásamt nokkrum skúrum. Eitt- hvað af slqölum og reikningum ísa- fjarðarkaupstaðarbrann inni,én mestu af vörum varð bjargað. — Knattspyrnu þreyttu ungmenna- fjelagar Akureyrar við Fálkamenn fyrra sunnudag. Unnu íslendingar tvö mál, en Danir 1. — Sæsíminn, er slitnaði skamt frá Færeyjum fyrir nokkru, er nú sagð- ur í þann veginn að komast í lag. — Fossanefndin, er fór utan með Botníu 24. júlí, koin aftur til Rvíkur með sama skipi 22. ágúst. — Mjólk í Rvík hefir verið sett á seðla frá 26. ágúst. Ganga sjúkl- ingar börn og gamalmenni fyrir. — Hallgrímur Hallgrímsson frá Reistará hefir lokið meistaraprófi í sagnfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla. Kom til Rvíkur með Botníu. — Lagarfoss fór frá Rvík. í gær, er væntanlegur til Akureyrar á fimtu- dáginn. — Steinolíuframleiðsla árið 1916 er talin að hafa verið um 461 milj. tunnur, 159 lítra hver. Meira en helmingur (65°/°) var framleitt í Bandaríkjunum, eða 301 milj. tn. (1915: 281 milj. og 1913: 248 milj. tn.). í Rússlandi voru fram- leiddar 73 milj. tn. (16°/o), 40 milj. í Mexikó (9°/°), 13 milj. í Austur- Indíum Hollendinga (3%) og 10 milj. í Rúmeníu. »Merkúr « SkilYindur á kr. 110—250 fást hjá Pjetri Pjeturssyni. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Skógviður verður seldur og afhentur bæjarbúum á Torfu- nefsbryggjunni miðvikudaginn 11. þ. m. kl. 4—6 e. h., en á innri hafnarbryggjunní næsta dag á sama tíma. Akureyri, 9. sept 1918. Erlingur Friðjónsson. Aðvörun. Pað hefir komið í ljós, að reykháfar á nokkrum húsum eru bilaðir fyrir ofan húsþakið og við húsþakið. Er því hjer með lagt fyrir húseigendur að láta nú þegar gera við reyk- háfana á húsum sínum, þar sem þess er þörf. Verði þetta vanrækt verður hlutaðeigandi látinn sæta ábyrgð fyrir það. Bæjarfógetinti á Akureyri, 4. sept. 1918. Páll Einarsson. Kaupfjelag Eyfirðinga selur útlendar vörur fyrst um sinn aðeins til fjelagsmanna, vegna takmarkana á vöruinnflutningi. A vörusölu í Kjötbúðinni verður þó engin breyting. Akureyri, 9. sept, 1918. Fjelagsstjórnin. TILKYNNING. Matvælaskrifstofan hefir ákveðið að þeir, sem kornvöru og sykur selja, megi fyrir rýrnun á þeim vörum við flutn- ing og sölu telja alt að 2°/o af sykri og l1/20/0 af korn- vöru, sbr. reglugerð 23. jan. 1918, 15. gr. Petta tilkynnist til eftirbreytni þeim, er hlut eiga að máli. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 2. sept. 1918. Páll Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.