Dagur - 05.02.1919, Page 1
/
DAGUR
kemur út einusinní í vihi
Árgongurínn kosiar 3 kr.
Gjalddagi 1. iúlí.
II. ár.
Akureyri, 5. febr. 1919.
RitstjóríjjJI lngim|ar.§ Eydal.g®^!
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jórti P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
5. blað.
Hrafnagilssalan.
í Akureyrarblöðunum frá í desember er þess getið,
að jörðin Hrafnagil hafi verið seld nýlega fyrir rúmr.
41 þús. kr. Það er tekið fram um leið, að land-
sjóður hafi selt jörðina fyrir fáum árum á 4500 kr.
Fleiri orð eru ekki um þetta höfð, sem máli skifta,
svo ekki verður sagt, að talað sje af sjer þar um þetta
atvik. Sú þögn verður ekkert átalin sjerstaklega, því
auðvitað tekur þetla meira til annara en ritstjóra, en
þessi fáorða frásögn er aðeins glögg ímynd þess
tómlætis, sem allur almenningur sýnir slíkum fregn-
um. Ekki svo að skilja, að ekki sje töluvert um þetla
talað frá vissum hliðum: hvað verðið sje afskaplega
hátt; hvað seljandinn græði mikið o. s. frv. En hve
margir athuga málið frá almennings — frá jrjóðfje-
lagsins hlið? Jeg á ekki svo mjög við það, liver lít-
ilsvirðing starfi eiðbundinna matsmanna fyrir lands-
sjóðs hönd er sýnd með þessum geypilega verðmun,
frá hinu fyrra söluverði, og sennilega frá nýafstöðnu
mati, því enda þótt þetta nýja söluverð muni vera
töluvert ofan við alla svokallaða »sanngirni« þá get-
ur munurinn ekki allur legið þar, heldur og í ófull-
nægjandi mali við fyrri söluna. Ekkert orð fer af því
heldur, að jörðin hafi getað hækkað til muna í verði
við umbætur á þessu árabili.
Ekki er það heldur aðalalriðið frá almennu sjónar-
miði, hvílík burst er dregin úr nefi landssjóðs fjár-
hagslega með sölu hinna oþinberu jarðeigua, en hjer
er þó glögt dæmi þess — og jafnframt hins, hve
framsýnir forgöngumenn þess máls voru, eða hitt þó
heldur, en það mun þó betur á daginn koma, og
mest eftir að hið fjárhagslega stundartap á jarðasöl-
unni er gleymt.
Nei, athugaverðasta hliðin fyrir almenning á þess-
um og öðrum slíkum sölutilfellum eru áhrif þeirra
á alt jarðarverð nceríendis í framiiðinni, og þeir
örðugleikar, sem slíkur óþarfur verðspenningur Iegg-
ur á leið allra þeirra, sem sinna ætla landbúnaði,
eða þurfa á einhverskonar jarðarafnotum aðhalda,—
Petta er sennilega ekki öllum ljóst. Mjer leikur næst-
um grunur á, að margir álíti að verðhækkun jarða
sje gróði fyrir iandbúnaðinn, þvílíkt sem verðhækk-
un búfjárafurða er það. Petta getur nefnilega virst
svo í einstök'um tilfellum, einangruðum. Það er t. d.
eðlilegt, að þeim, sem getur eða þarf að selja jörð,
finnist það. Pað kann líka að vera, að mörgum óð-
alsbónda virðist það ekki svo fráleitt, ef hann þarf
á jörðinni að halda til tryggingar láni. En þessi dæmi
eru einstök, og geta ekki orðið almenn, nema þá ef
það væri hugmyndin að þjóðin tæki sig upp íeinu
lagi, og flytti búferlum til Grænlands að ráðum Jóns
Dúasonar! Fá væri auðvitað almennur hagur að því
að fá hátt verð fyrir hinár yfirgefnu jarðir — en hver
myndi þá kaupa?
Að þessu gamni sleptu getur hver og einn leitt
hugann að því, hvílíkur gæfuvegur það myndi vera
fyrir komandi kynslóð, að þurfa að inna af hendi
hlutfailslegt verð við þetta til að eignast jarðeignir.
F*að verður nefnil. óvíða, sem jarðir koma óskiftar
í arfahluta þeirra setn upp vaxa, svo annaðhvort
verður einn erfinginn að kaupa hina út — sennilega
með lánsfje — eða jörðin að skiftast, en fyrir því
eru nú fljótt takmörk er frá líður.
Af þessum ástæðum má því svo að orði kveða,
að hver kynslóð þurfi að endurkaupa jarðeignirnar,
og jarðirnar yfirleitt að bindast nýjum og nýjum veð-
fjötrum, til lúkningar hinu uppskrúfaða gróðabralls-
verði einstakra eigenda, er ástæður hafa til að selja.
Þá skilst mönnum væntanlega hver hagur er að háu
jarðeignaverði!
í því tilfelli sem hjer um ræðir, hefði þó orðið
sök sjer, að greiða hæfilega leigu af jafnmiklum höf-
uðstól, til að fá jörðina bygða með erfðafestu, eða
á annan álíka tryggan hátt, af hendi þess opinbera,
sem jörðina átti fyr. Þá hefði þó ábúandinn ekki
þurft að kasta út meiru fje, en hann getur búist við
að græða í meðallagi Iöngum búskap, fyrir það eitt
að heita óðalsbóná\ á eilíflega veðsettri jörð!
En þess er jafnframt að gæta í sambandi við þetta,
að ef fast hefði verið haldið á þeím jarðeignum,
sem þjóðfjelagið átti fyrir eina tíð, þá hefði þess
orðið langt áð bíða, að jarðeignir eða afnotarjettur
þeirra hefði komist í slíkt ofurverð, og þegar að því
hefði komið, þá hefðu þær Iíka óefað svarað betur
til verðsins.
Pað er yfirskinsala íslenskra þjóðeigna til jþáver-
andi ábúenda, sem hjer á mestan hlut að, af því við
það hafa jarðirnar, margar hverjar, lent—áverðgang.
Hjer sjáið þið því, bændur góðir, og yfirleitt allir
setn á landi þurfið að halda, sýnitegan ávöxt þjóð-
jarðasölulaganna — en þau eru aftur órækur vitnis-
burður þess, hvernig skammsýn kynslóð getur notað
skammsýnt löggjafarvald til að veita sjer stundarhagn-
að, sem öllum ófæddum blæðir fyrir.
Nú sem oftar er meiri vandi að leysa en hnýta —
og þó mun það hægt.
Búandi.
Er sócialisminn í aðsigi?
Niðurlag.
Þá er og í ritgerð þessari gerð nokkur grein fyrir
húsabyggingum, er hið opinbera hefir ’naft með
höndum, bæði í Ziirich í Sviss, París, Sydney í
Ástralíu og víðar. Ber þar að sama brunni og með
landakaupin. Húseignir borganna bera af húsum ein-
stakra -manna, þó er húsaleigan lægri í þeim fyr-
nefndu, og tekjurnar af þeim hafa samt reynst næg-
ar til að borga rentur og afborganir, skatta og skyld-
ur, er á húsunum hvíla, og viðhaldskosnað. Um þetta
atriði farast Á. H. B. svo orð:
»F’essi húsagerð ætti nú ekki síður en landa- og
lóðakaupin að geta orðið íhugunarefni fyrir Reykja-
víkurbæ og aðra smákaupstaði út um land, undir
eins og byggingarefni og verkalaun fara að lækka í
verði aftur.«
Fleira er nú nefnt sem dæmi fjelagslegra fram-
kvæmda og fyrirtækja af hálfu hins opinbera, svo
sem gasið í Parísarborg, neðanjarðarbrautin þar og
hagnýting vatnsaflsins víðsvegar um lönd og jafn-
framt sýnt fram á blómgun þeirra fyrirtækja. Um öll
lönd eru menn nú farnir að láta sjer skiljast, hve
ágætlega vatnsaflið er til þess failið að framleiða raf-
magn, ljós, hita og hverskonar vinnuafl og hve
heimskulegt það er að gefa einstökum mönnum eða
fjelögum ótakmarkaðan eignarrjett á þessum upp-
sprettulindum afls og orku. í sambandi við þetta
segir höfundurinn:
»Petta ætti að gefa oss íslendingum ærið umhugs-
unarefni, setn undanfarin ár höfum verið að glopra
hverjum fossinum á fætur öðrum í hendur einstakra
manna og fjelaga utan lands og innan, án þess að
löggjöf og landsstjórn hafi tekið verulega í taumana,
meðan tími var til. Petta getur orðið oss til hins
mesta miska í framtíðinni, eins og á hinn bóginn
eignarhaldið og hagnýting fossanna af hálfu hins
opinbera gæti orðið til hinnar mestu blessunar, ef
því væri stýrt með viti og fyrirhyggju, til þess að
leiða Ijós og yl og óþrjótandi vinnumagn inn á svo
að segja hvert heimili í landinu.*
»Dæmi þau, sem nú hafa verið nefnd, ættu að
geta sýnt, hvað hægast muni að starfrækja af hálfu
hins opinbera, sem sje lönd og lóðir, hús og íbúð-
ir, vatn, Ijósmagn og vinnumagn. Er það og nægi-
leg vísbending um, hvað tiltækilegast muni að leggja
undir yfirráð lands- og hjeraðsstjórnar, þótt stofnun
og starfræksla slíkra fyrirtækja yrði fyrst um sinn
falin einstökutn mönnum eða hlutafjelögum um á-
kveðið árabil. En einmitt það, sem nú heíir verið
nefnt, snertir helstu lífsnauðsynjar manna, og þær
ættu síst að geta orðið að fjeþúfu einstakra manna.
Engum ætti að leyfast að okra á lífsnauðsynjum
annara manna, og því ætti flest slíkt að leggjast sem
fyrst undir yfirráð ríkissins eða einstakra hjeraðs-
stjórna, en þó því aðeins, að þær hafi svo valin-
kunnum og þrautreyndum mönnum á .að skipa, að
þeim sje trúandi fyrir slíkum fyrirtækjum, er varða
heill og velferð almennings og ef til vill alls lands-
ins, bæði í bráð og lengd.«
Mál sitt endar prófessorinn á þessa leið:
»En með þessu, sem nú hefir verið nefnt, er það
sýnt, að sócialismusinn er í aðsigi, og því ættu menn,
í stað þess að fjargviðrast gegn einstökum kenning-
um hans, að reyna að fara að kynna sjer hann ná-
kvæmlega og búa sig undir komu hans.«
Hjer er aðeins drepið lauslega á meginatriðin í
grein próf. Á. H. B., en það ætti* að nægja til þess
að vekja Iöngun manna til að lesa greinina sjálfa
með glöggri eftirtekt. Væri þeim þess ekki síst þörf,
sem hæst æpa gegn öllum sócialisma af lítilli góð-
girni og því minni skilningi, svo og þeitn, sem
gleypigjarnastir eru á alt það er sócialismi nefnist.
Kaupfjelögin fjölga.
Myndarlega fara Vopnfirðingar á stað. Hafa keypt
verslun Örutn & Wulfs þar með lóðum, húsum og
öllu tilheyrandi og stofnað kaupfjelag, er tekur til
starfa á næsta vori. í stjórn þess eru helstu bændur
sveitarinnar, en framkvæmdarstjóra hafa þeir ráðið
Martein Bjarnarson gjaldkera á Eskifirði, sern er þaul-
æfður verslunarmaður og sömuleiðis’í öllum kaupfje-
lagsstörfuni. — Vonandi rís þarna upp öflugt kaup-
fjelag, því Vopnafjörður er stór sveit og landbún-
aðarafurðir þar tniklar og góðar.