Dagur - 05.02.1919, Side 2

Dagur - 05.02.1919, Side 2
10 DAGUR. Utan úr heimi. Járnbrautir á Englandi verða undir eftir- liti ríkisins tvö ár eftir endanlegan frið. Bandaríkin draga úr herskipasmíðum sín- um um iiðugan þriðjung. Hvert ríki hefir eitt atkvæði á friðarfund- inum, þó fulltrúar sjeu mismargir. Vilhjálmur keisari hefur verið hyltur á stöku stjórnmálafundum í Berlín. Hert er á vopnahljesskilmálum við fram- lenging þeirra. Þjóðverjar láti af höndum kaupskipaflota sinn. Inflúensudauði í stórborgum á Englandi hefir verið mestur 3 þúsundir á tímabilinu frá 26. okt. til 14. desember. (Frjettarilari Dags, Rvik.) Úr Reykjavík. Guðmundur Hjaltason er dáinn. Sóttvarnarhúsið í Reykjavík hefir verið tæmt. Landburður af fiski er í Vestmannaeyjum, svo að hann hefir aldrei verið meiri. (Frjettaritari Dags, Rvík.) Kaupmannablaðið. »íslendingur,« er út kom mánudaginn 27. jan. þ. á., villir ekki á sjer ;heimildir. Blaðið var mor- andi í ósannindum um menn og máiefni. Pað ræðst með frekju og ósannindum á Kaup- fjelag Eyfirðinga og bændur þá, sem í því fjelagi eru. Er þetta gert í sambandi við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri og í þeim tilgangi að afla kaupmannaliðinu fy'gis. Svo afglapaleg er framkoma blaðsins, að það telur þá menn óhæfa til að eiga sæti í bæjarstjórn, sem beri hag Kaupfjelagsins fyrir brjósti. Af því og' öðru fleiru er auðsýnn fjand- skapur íslendings gegn fjelaginu. Nú þurfa kaupfjelagsmenn ekki lengur að ganga þess duldir, hvar íslendingur stendur í fylkingu. Er það og stórum betra fyrir fjelagið að eiga í íslend- mgi opinberan óvin en falskan vin. „Bniðlunarmenn", Blaðið íslendingur flutti nýlega merkilega ritgjörð um framtíðarhorfurnar alment, og sjerstaklega þessa bæjar. Pykir blaðinu mjög uggvænt um heill bæj- arfjelagsins á komandi tímum, og spyr: »Eiga bylt- ingamenn að skapa meiri hluta bæjarstjórnarinnar?* Er ótti blaðsins ekki að ófyrirsynju nú, þegar alt leikur á reiðskjálfi um víða veröld vegna byltinga og óróaseggja, er vaða yfir IöndöII með báli og brandi. Spartausar brenna og bræla í Pýskalandi og Synd- ikalistar í Kaupmannahöfn, Bolshevikar á Rússlandi og Bruðlunarmenn á Akureyri. Harmar blaðið mjög hina gúllnu tfma, sem nú eru liðnir, þegar kosninga barátta öll snerist um menn en ekki málefni, og leiðir athygli að þeim ískyggilegu táknum tímanna og spillingariunar, að nú sje farið að brydda á stefn- um í bæjarstjórn Akureyrar. »Stefnur komu eigin- lega fyrst fram greinilega í bæjarmálum í fyrra vetur,« segir blaðið. Rá gaus upp »Bruðlunar«stefn- an annarsvegar, en til allrar hamingju risu þá líka upp hinir gætnari menn og hófu íhaldsbaráttu móti bruðlun og byltingum. Nefnir blaðið ýms dæmi þess, hve Bruðlunarmenn sáust lítt fyrir og víluðu ekki fyrir sjer umrót og gjörbyltingar, sVq sem það að þeir keyptu upp á bæjarins reikning rúgmjöl svo skifti tugum sekkja, til þess að bruðla í fólkið. Reynd- ar var mjölið selt út fullu verði, bænum að skað- lausu, en sama er, bruðlun er bruðlun og slíku er ekki bót mælancTi. En livað er þetta hjá því »stóra stökki,« sem bíaðió néfriir líka, þegar Bruðlunarmenn keyptu kol og seldu bæjarbúum með dýrtíðarverði. Að vísu var þetta líka gjört bænum að kostnaðarlausu, því að mismunur verðsins var greiddur úr landssjóöi sam- kvæmt kröfu Bruðlunarmanna, vegna þess að Akur- eyrarbær hafði orðið mjög afskiftur við úthlutun dýrtíðarkola landssjóðs. En söm var gerðin Bruðl- unarmanna fyrir því. Sá blettur verður ekki af máð- ur, að bæjarstjórnin hefur með þessu tiltæki gefið almenningi í bænum tækifæri til að bruðla með ó^ dýr kol síðastliðinn vetur, víst framt að 80 pundum af kolum á mann, ef jeg man rjett. Tveir gætnir bæjarfulltrúar, ritstjóri íslendings og Júlíus Havsteen, höfðu rjelt áður gengið um bæinn og rannsakað eldiviðarbirgðir fólks. Lýstu þeir að vísu ástandinu hroðalega á einum bæjarstjórnarfundi, höfðu sjeð ýmsar hörmungasjónir meðal lýðsins vegna fátæktar, kulda og eldiviðarskorls, og heimtuðu að hjer yrði tekið f taumana til að bæta úr neyðínni. En þeir hafa náltúrlega ekki ætlast til neinnar bruðlunar eða gjörbyltinga, lieldur viljað bæta úr neyðinni með einhverju hófi, t. d. láta 10 pund af kolum á heimili þar sem vérst var ástandið, og þá eitthvað minna þar sem ekki voru allar aðrar bjargir bannaðar. Rað er ekki láandi þó að blaðið hafi.þungar á- hyggjur útaf því, þegar slík stökk og byltingar í bruðlunaráttina eru farnir að eiga sjer stað, enda lýk- ur blaðið máli sína með þeim ályktunarorðum að »öllutn eðiilegum og nauðsynlegum umbótum verð- ur að taka með lipurð, í þá átt eiga allir að vinna, en stóru stökkin, byltingarnar, á aðvarast.« Svo mörg eru blaðsins orð og munu þykja í títna töluð. Hve mjög byltiugar- og bruðlunarstefn- an hefir þegar grafið um sig í bænum og eitrað hugsunarhátt fólks,má best ráða af því að gætnu menn- irnir, íhaldsflokkurinn, sá sjer alls eklci fært að ganga til bæjarstjórnarkosninga öðruvísi en að hafa einn hinn ötulusta forvígismann Bruðlunarmanna efstan á sínum lista. Peir voru neyddir til að sigla þannig undir fc-Isku flaggi, vegna fólksins, en höfðu aftur á móti samtök sín á milli, bak við tjöldin, um að strika efsta manninn, Bruðlunarmanninn, út af listanum, hvað auðvitað etigan árangur bar, þar eð »hinir gætnu« eru þegar orðnir svo sorglega fáir. Rað sýndi sig við talning atkvæðanna að í þessari Sódóma- borg finnast nú þegar varla þrjátíu rjettlátir, og má þar af gjöra sjer hugmynd um hver örlög þessi bruðlunar- og spillingarbær muni eiga í vændum, Gœtinn. Úr bænum. Upplestur hafði Theódór Friðriksson (Valur) hjer í Bio á surnudaginn. Las hann kafla úr nýsaminni skáldsögu eftir sig, er hann nefndi »Út!agana«. Er það sönn lýsing af sjómannalífi hjer norðanlands, sjer- staklega við hákarlaveiðar, er þar birtist, og kæmi mjer eigi á óvart að sú saga mundi talin hans veiga- mesta saga, svo vel er þar af stað farið þ. Lokun sölubúða. Á bæjarstjórnarfundi í gær kom fram frumvarp til samþyktar um lokun sölubúða á Akureyri. Hafði þar til kosin nefnd úr bæjarstjórn- inni samið frumvarp þetta í samráði við nefnd úr Verslunarmannafjelaginu. Satnkvæmt frumvarpinu á að loka búðitm kl. 7 síðd., nema mánuðina júnf — október kl. 8, og opna þær kl. 9 að morgninum ár- ið í kring; þó skulu þær ekki opnaðar fyr en kl. 12 á hádegi á mánudögutn mílli kaupiíða á sumrin. Búðunum skal lokað kl. 4 á aðfangadag og gamlárs- dag og allan daginn 1. desember, 17. júní og á sumardaginn fyrsta. Frumvarpinu var vísað til annarar umræðú. Akureyrarkaupsíaðar, er gildir frá 1. júií 1919 til 30. júní 1920, liggur frammi á skrif- stofu bæjarfógeta kjósendum til sýnis dagana 3. til 18. þ: m. Kærur yfir skránni sendist bæjarfógeta fyrir 25. þ. m.. Bæjarfógeti Akureyrar, 3. febr. 1919. Páll Einarsson. Kaupfjelag Eyfirðinga hefir nú fengið talsverðar birgðir af ýmsum vörum, svo sem: Sagogrjón (seld án kornvöruseðla), síangasápu, sódá, bláma, SMJ0RSALT, skósveríu í dósum, mjög góða, o. fl. o. fl. íbúðarhús ásamt útihúsum er til sölu á góðum stað í bænum. Ritstjóri vísar á seljanda. Prentsmið|« Björns Jónssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.