Dagur - 19.03.1919, Blaðsíða 2
22
DAGUR.
Nostradamus. *)
Eftir Sig. Kristófer Pjetursson.
I.
Æfiágrip.
Það mun óhætt mega telja Michel de Nostradame,
eða Nostradamus, eins og hann var alloftast nefnd-
ur, með hinum meiri háttar spámönnum mannkyns-
ins. F*ví jafnvel þótt hann hafi, ef til vill, ekki get-
að jafnast á við hina ýmsu spámenn, sem er að
miklu getið í helgiritum þjóðanna, í því að efla
trúna og leiða samtíðarmenn sína í einhvern mikil-
vægan sannleika gnðstrúarinnar, þá hefir hann stað-
ið þeim flestum framar í því, að spádómar hans
hafa að mestu Ieyti reynst reglulegir 'spádómar, og
ekki aðeins lýsingar, sem gátu átt við hvert viðburða-
ríkt tímabil sem vera skal, eins og til dæmis spá-
dómar Opinberunarbókarinnar.
Nostradamus var fæddur 1503, í St. Remy í Pro-
vence í Frakklandi. Hann var kominn af aðalsættum.
Rað segja sumir, að hann hafi átt kyn sitt að rekja
til Gyðinga, þó aðrir hafi neitað því. Sjálfur gaf
hann það í skyn, að hann gæti rakið ætt sína til
spámanna Gyðinga, og að spádómsgáfa hans væri
þannig ættararfur.
Hann var þegar á unga aldri mjög bráðþroska,
og komu þegar í liós hjá honum afburðagáfur. Hann
stundaði læknisnám við hinn fræga háskóla í Mont-
pillier, en áður hafði hann lagt stund bæði á heim-
speki og stjörnufræði, sem á þeim tímum var auð-
vitað öllu meira stjörnuspeki (astrologi). En áður
Nostradamus hafði lokið námi, kom upp alimikil
landfaráótt í Suður-Frakklandi. Hann fór þá úr skól-
anum, til þess að geta gefið sig að Iækningum og
vera þar, sem hans var mest þörf. Hann kom því
ekki aftur til háskólans fyr en eftir fjögur ár. Var
hann þá tuttugu og sex vetra, og hafði búið • sig
undir að gerast doktor og tókst honum það með
afbrigðum. Og stuttu eftir var honum boðin pró-
fessorsstaða við háskólann, samkvæmt beiðni alira
nemenda skólans. En Nostradamus hafnaði þessari
virðingarstöðu, kaus heldur að vera *frí og frjáls«
og mega fást við lækningar, sem honum hafði þegar
lánast frábærlega vel, enda varð hann á skömtnum
tíma frægur læknir.
Regar Nostradamus var orðinn doktor í læknis-
fræði, tók hann að lesa fornrit, bæði Grikkja og
Rómverja, og er sagt að hann hafi staðið flestum
framar í gullaldarmentun sem öðru. Hann giftist í
Agen og eignaðist tvö börn með konu sinni. Pau
dóu þegar í bernsku, og skömmu síðar misti hann
konu sína. Árið 1544 gifíist hann aftur og eignað-
ist með seinni konu sinni sex börn.
Tveimur árum eftir að hann giftist, kom svarti
dauði upp í Salon. Veiki þessi byrjaði með því nær
óstöðvandi blóðnösum. Sjúklingurinn misti allan kjark
og vildi helst láta fyrirberast í sinnu- og rænuleysi,
uns dauðinn kom cg tók hann. Svartir iolettir kómu
út á líkamanum, ýmist á baki eða að framanverðu.
Þeir, sem fengu bletti þessa á bakið, lifðu véikina
af, en hinir, sem fengu þá á brjóstið, dóu. Sótt
þessi var mjög bráðdrepandi, og liðu aldrei meira
en sex dagar frá því, að fyrstu sjúkdómseinkennin
komu í ljós, og þangað til að sjúklingurinn var ann-
að hvort dáinn eða þá farið að batna. Það er sagt,
að margir læknar hafi þá flúið og ekki álitið til neins
að réisa rönd við ófögnnði þessum. En Nostradam-
us flýði ekki. Hann starfaði sem læknir og fann
meira að segja upp lyf, er hann læknaði mjög með;
en það er þó álit manna, að lyf það hafi ekki verk-
að eins og traust manna á lækninum. Og það er
meira að segja álitið, að hann hafi ekki sjálfur haft
*) Það, sem hjer fer á eftir, er að mestu Ieyti tekið úr bók
Jóhannes E. Hohlenbergs um Nostradamus og spá-
dóma hans, er kom út í Khofn síðastliðið ár. Rit þetta
er sjerlega vandað vísindarit og varpar nýju og björtu
Ijósi yfir eitt af hinum dularfylstu fyrirbrigðum, sem
allir vita að hefir átt sjer stað, sem sje spádómsgáfuna.
Höf,
neiria tröllatrú á því, haft það fremur til þess að
glæða góðar vonir hjá sjúklingum sínum, vitað sem
var að góðar vonir bera manninn meira en hálfa
Ieið til heilbrigðis. Hvar sem hann kom var eins og
birti yfir öllu. Nostradamus fjekk blásið mönnum
dug og vonum í brjóst, jafnvel þar sem örvinglunin
hafði gripið menn svo, að margir fleygðu sjer út
um glugga og í brunna til þess að verða ekki sótt-
inni að bráð. Návist Nostradamusar hafði læknandi
áhrif á menn.
Árið eftir kom landfarsótt þessi til Lyon. Einn af
embættisbræðrum hans frá Montpillier, J. A. Sarra-
zin að nafni, hugsaði sjer gott til glóðarinnar að
hljóta aðra eins frægð og Nostradamus. Hann fór
því til Lyons. Hann hafði fengið ýms ráð og leið-
beiningar hjá Nostradamusi, en honum lánuðust ekki
betur lækningarnar en það, að allir þeir sjúklingar,
sem voru undir hans höndum. dóu. Lyonsbúar mistu
þá alt íraust á honum, og báðu Nostradamus að
koma. Hann varð við beiðni þeirra, og að mánuði
liðnum var sóttin gengin um garð, og þóttust menn
eiga það Nostradamusi að þakka.
Þetta varð auðvitað til þess, að Nostradamus fjekk
ekki síður ramma mótstöðumenn en einlæga vini.
Embættisbróðir hans þóttist ganga með skarðan hlut
frá borði, þar sem allir keptust um að votta Nostra-
damusi þakklæti sitt, og frægð hans spurðist víðar
og víðar, en allir töldu Sarrazin ónýtan lækni. Hann
gerði því tilraun til að hefna sín og kærði Nostra-
damus fyrir að hafa notað ineðul gegn sjúkdómnum,
sem voru ekki viðurkend sem viðeigandi lyf af lækna-
deild háskólans.
Þegar menn verða fyrir slíkum kærum nú á dög-
um, er alment álitjð að hinn ákærði hafi farið með
skottulækningar, og á hann því tiltölulega lítið á
hættu, ef lækningar hans gefast vel á annað borð.
Hann getur að minsta kosti gert sjer von um, að
ekki líði á löngu, uns reynslan fær skorið úr, hvort
lyf eða lækningaraðferðir hans sjeu notandi. En þessu
var öðruvísi farið um miðja sextándu öld. Þá var
mönnum ekki brugðið um skottulækningar, heldur
að þeir færu með töfra, ef þeir hirtu ekki um að
vera hlýðnir sporgöngumenn þeirra, sem þóttust ein-
ir vita alt, sem mönnum er leyfilegt að vita. Það
komst því sá orðrómur á, að Nostradamus mundi
vita lengra en nef hans náði. Þó urðu ekki svo mik-
il brögð að honum, að Nostradamus yrði tekinn
fyrir og sakaður um galdra. En þetta varð samt til
þess, að hann Ijet minna á sjer bera eftir en áður,
tók aðeins á móti þeim sjúklingum, sem heimsóttu
hann, en gaf sig úr því mest að stjörnuspeki.
Upp frá því fór að fara orð af honum sem spá-
manni. Það þótti ganga margt eftir, sem hann sagði,
og menn fóru meira að segja að halda, að hvert orð,
sem hann sagði, hefði í sjer fólginn einhvern spá-
dóm. Það var til dæmis einhverju sinni, að Nostra-
damus stóð við opinn glugga í húsi sínu að vor-
lagi. Veður var hið fegursla. Hann sagði þá við
einhvern, sem var inni í stofunni hjáhonum: »Þetta
er nú meiri blessuð blíðan, þetta væri veður til að
sá baunum.i En þá vildi svo til, að einum af ná-
grönnum hans varð gengið f þessum svifum fram
hjá húsi hans. Hann hafði heyrt þessi orð og Ijet
þau sjer að kenningu verða, fór rakleitt heim og
sáði baunum. Baunirnar spruttu ágætlega, og þóttist
bóndinn vel hafa veitt.
Þetta varð til þess, að nágrannar hans vildu helst
ekki leggja út i nokkurt fyrirtæki, fyr en þeir hðfðu
fengið hann til þess að spá fyrir því, eða gefa þeim
viturleg ráð. En jafnvel þótt Nostradamus væri jafn-
an boðinn og búinn til þess að rjetta hverjum manni
hjálparhönd, sem á hjálp hans þurfti að halda, leidd-
ist honum þetta sífelaa nauð í nágrönnum hans og
fór þess vegna að gefa út almanök sín, með ýmsa
spádóma fyrir hvert ár. Almanök þessi urðu brátt
fræg fyrir það, að flest alt gekk eftir, sem
Nostradamus hafði sagt fyrir. En það varð til þess,
að aðrir fóru að stæla spádóma hans, og grædciu
sumir offjár á því. Þetta rak svo langt að honum
var eignaður sægur af spádómum, sem hann átti ekki
nokkurn þátt í. Hann hafði þá sjeð ýmsar sýnir um
langan tíma og lýst þeim í kvæði allmiklu, sem ort
var í tómum ferhendum (quatrains). Það eru hinir
eiginlegu spádómar hans, sem hafa gert hann fræg-
an og gera að líkindum ennþá frægari, éftir því sem
aldir líða og fleiri og fleiri spádómar hans koma
fram. Auðvitað verður ekki sagt neitt um þá spá-
dóma, sem fjalla um framtíðina, en mörgum verður
það á að leggja nokkurn trúnað á þá, sökum þess
að allir hinir meiri háttar spádómar hans um þessar
aldir, sém liðnar eru síðan hann var uppi, hafa
komið fram.
Spákvæði þetta nefndi Nostradamus Aldir (Cen-
turies) og gaf það út árið 1555. Það vakti geysi-
milda athygli, sjerstaklega á Frakklandi, enda spáir
hann mest um Frakkland. Til dæmis má minna á
spádóma hans um stjórnarbyltinguna frönsku og Na-
poleon I. Þeir eru miklu líkari því að vera stutt og
gagnorð lýsing á atburðum, sem hafa þegar gerst, -
en spádómar. Nostradamus lætur sjer ekki að eins
nægja að tala utan að því, hvernig atburðirnir munu
gerast, heldur nefnir hann víða nöfn þeirra manna,
sem komu sjerstaklega við þá sögu, sem hann er að
segja fyrir, og fæðast öldum síðar.
Eins og gefur að skilja vildu margir fá Nostra-
damus, til þess að segja sjer fyrir um örlög sín.
Henrik II. konungur gerði Nostradamus boð að finna
sig, enda var drotning hans, Chatharina frá Medici,
mjög áfjáð í að kynnast sem mest öllu því, sem
dulrænt var, og hafði miklar mætur á stjörnuspeki.
Nostradamus varð við beiðni konungs. Hann kom
til Parísar 15. Ágúst 1556. Þau konungshjónin tóku
honum með kostum og kynjum, og gaf konungur-
inn honum 100 dali i gulli og drotningin 30, og
mun það hafa þótt ærin fúlga á þeim tímum. Hann
var beðinn að segja, hvað mundi liggja fyrir kon-
ungssonum þremur, og er sagt að hann hafi gert
það með stakri nærgætni; sagði að það mundi eiga
fyrir þeim öllum að liggja að verða konungar; meira
vildi hann ekki segja, enda mundi það ekki hafa
orðið þeim konungshjómmum gleðiefni að vita ger
um forlög sona sinna. Spádómurinn rættist, þeir
urðu allir konungar sem kunnugt er.
Þá var og eipn spádómur, sem jók mjög á frægð
Nostradamusar. Hann hafði spáð Henriki konungi
II., að hann mundi særast í einvígi og deyja kvala-
fullum dauðdaga. Konungur áleit þó að slíkt gæti
ekki átt sjer stað, hann mundi aldrei heyja einvígi.
En samt sem áður gáði hann ekki að sjer á brúð-
kaupsdegi systur sinnar, Margrjetar, er giftist Filibert-
Emanuel hertoga af Savoie. Þar fóru fram burt-
reiðar, og reið konungnr út á móti skoskum greifa,
Gabriel de Montgomery að nafni. Það vildi svo
slysalega til að burtstöng greifans lenti á hjálmi kon-
ungs og í auga honum. Sár það leiddi hann til bana.
Hann dó eftir miklar þjáningar, eins og Nostradam-
us hafði sagt fyrir.
Nostradamus átti marga óvildarmenn. Verstir voru
honum þó stjettarbræður hans, læknarnir og stjörnu-
spekingarnir. Þeim þótti hann hafa hlotið helst til
mikla frægð og öfunduðu hann. Hann reyndi þó al-
drei til þess að ófrægja þá nje bera af sjer óhróð-
ur þeirra. Hins vegar reyndu ýmsir vinir hans að
gjalda þeim i sömu mynt, er þeir níddust á mann-
orði hans. Arinars var hann mjög vinsæll af alþýðu
og gaf iðulega fje til kirkna, enda er þess ekki get-
ið að hann hafi verið áreittur af klerkalýðnum. Hann
mun og hafa verið álitinn mjög rjetttrúaður, þar eð
hann braut Iftið eða ekkert í bága við hinar viður-
kendu rjetttrúarskoðanir þeirra tíma.
Það er sagt að Nostradamus hafi verið fremur
fáskiftinn hversdagslega, enda lagði hann mikla rækt
við þær fræðigreinar, sem hann hafði mestar mætur
á og helgaði að heita mátti alt líf sitt. Stundum gat
hann verið dálítið napuryrtur, ef því var að skifía.
Hann ljet t. d. einu sinni í Ijós, að hann »æskti í
raun og veru ekki eftir aðfinslu aulabárðanna.« Ann-
ars var hann skemtinn, ef einhver tók hann tali, og
alstaðar heima, því þekking hans var eins og ótæin-
andi uppspretta.
Hann lifði mjög einföldu og hispurslausu lífi og
var við góð efni, Hann dvaldi að jafnaði mestan