Dagur - 19.03.1919, Blaðsíða 4

Dagur - 19.03.1919, Blaðsíða 4
24 DAGUR. án þéss að taka til greina vilja G., hvort sem hann væri rneð eða móti því. Lengra ætla jeg ekki að hafa þetta mál mitt, aðeins vil jeg geta þess að mjer finst að Gunnar sje sjálfur upphafsmaður að svarð- arþrefinu. Páll Markíisson. Utan úr heimi. Bandamenn taka kaupför Þjóðverja. Pjóð- verjar fá í staðinn keypt matvæli frá banda- mönnum, er nægi til næstu uppskeru. Fulltrúar Pýskalands á friðarfundinum eru þessir: Brockdorff Rantzau greifi, form., Dr. Davíð ráðherra, Griesbert póstmálaráðherra, Wartburz kaupmaður, Schúcking prófessor og Adolf Múller sendiherra Pjóðverja í Sviss. Linað er á hafnbanninu. Auk matflutninga bandamanna til Rýskalands fá hjóðverjar með vissum skilyrðum að kaupa vörur í hlutlausum löndum og fiska í Eystrasalti. Innan þriggja vikna munu bandamenn til- búnir að leggja bráðabirgða-friðarskilyrði fyrir Pjóðverja. Utbrotataugaveiki er í HoIIandi. Inflúensan er skæð í Englandi. Konungur hefir beðið Zahle að mynda nýtt ráðuneyti. Búist er við að Zahle grípi til Vesturheimseyja-andvirðisins, verði ríkis- lántakan feld. (FrjettarUari Dags, Rvik.) Ur Reykjavík. Loftskeytastöðin. Elding stórskemdi loftskeytastöð- ina á laugardagsmorguninn. Hún getur þó veitt skeytum viðtöku. Slys. Maður úr Hafnarfirði fórst á Snorra Goða í ofsarokinu. Snjóflóð hafa gert stórskemdir á Austfjörðum. Ein stúlka beið bana. Druknun. Frú Katrín Breim frá Viðey druknaði á sunnudagsnóttina. [Ffjettaritari Dags, Rvlk.j Afdrif Nikulásar keisara. Hannes skjalavörður Porsteinsson skrifar mjer, að hann hafi í höndum enska bl. Dayly Mail, frá 1. febr. sl. og standi þar áreiðanleg frásögn um aftöku N. keisara, konu hans og barna þeirra; að Rauðu hersveitirnar hafi látið skjóta þau í Jekatrinarborg í Síberíu. íllverkið fór fram í júlfm. sl. Matth. J. Natron fæst í Prentsmiðja Björns Jónssonar. ótorplógar! „Cleveland" er áreiðanlega sú eina dráttarvjel, sem er heppileg til jarðræktar hjer á landi; hún hefir 20 hesta aflvjel og getur dregið plóga, herfi, valtara og yfir höfuð hvað sem vera skal með 12 hesta afl. „Cleveland" dráttarvjelin brennir steinolíu og afkastar jafnmiklu verki og 9 amerísklr plóghestar og að minsta kosti 3 menn á sama tíma. Pessi dráttarvjel er afar traustlega smíðuð en er þó aðeins 1450 kilo að þyngd; hún er af líkri gerð og hinir svokölluðu „t a n k s“, sem urðu svo heimsfrægir fyrir afrek sín á vestur- vígstöðvunum þegar þeir óðu móti óvinunum yfir alt sem fyrir varð, skotgrafirnar jafnt og varnargarða. Vegna þess að „Cleveland“ hefir nákvæmlega samskooar akstursútbúnað, getur hún erfiðleika- laust unnið á linum eða ósljettum jarðvegi og farið yfir mýrar, gengið í að minsta kosti meðalstóru þýfi og upp tiltölulega mikinn bratta. Yfir höfuð á flestum þeim stöðum hjer á landi, sem geta komið til greina. Bændur! Ræktið nýtt land og aukið framleiðslu ykkar sem nú er borguð svo háu verði. Myndið fjelagsskap og pantið eina „Cleveland" dráttarvjel til reynslu, hún kostar hingað komin kr. 6700. — (Pað er ekki mikil upphæð fyrir nokkra efnaða framfarabændur). — Við kennum ykkur auð- vitað alla meðferð vjelarinnar endurgjaldslaust og hættum ekki fyr en þið eruð ánægðir með hana og hafið lært að beita henni rjett. Símnefni: „E n c o“ Espholin Co., Akureyri. sími 15. Einkaumboðsmenn fyrir The Cleveland Tractor Co. U. S. A. E.s. Sterling. Með því að Sterling fer nú til Kaupmannahafnar með gærur fra Norðurlandinu, þá fellur burtu fyrsta strandferð skipsins þetta ár og er áætlað að skipið fari aftur frá Kaupmarinahöfn beint til Seyðisfjarðar og komist þar inn í 2. ferð áætlunarinnar, þann 29. apríl, og haldi svo norður um land samkvæmt áætlun, til Reykjavíkur. r Eifflskipafjelag Islands. Bæjarstjórastaðan á Akureyri, er stofnuð verður samkvæmt lögum Nr. 29 — 22/n ’18 og 1. Nr. 65 — u/n ’ 17 er laus til umsóknar frá 1. júlí næstk., til næstu 3. ára. Árslaun og önnur kjör eftir samningi við bæjarstjórn Akureyrar. Eeir, sem kynnu að vilja sækja um stöðuna, eru beðnir að snúa sjer sem fyrst til einhvers af undirrituðum nefndarmönnum, er láta í tje þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, en endanleg umsókn með ákveðnum launakröfum sendist bæjarstjórn Akureyrar fyrir lok aprílmánaðar n. k. Akureyri, 18. marts 1919. I nefnd bœjarstjórnar Akureyrar. Böðvar /. Bjarkan# Otto Tulinius, JúL Havsieen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.