Dagur - 02.04.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1919, Blaðsíða 1
DAGUjR kemur út einusinnt í viku. Árgangurinn kosiar 3 kr. Gjalddagi 1. iúlí. II. ár. .:.TJí313! EiaSifiS Ritstjórij: i; Ingimar Eydal. Akureyri, 2. apríl 1919. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 13. blað. Fiug og flugvjelar, Bruni á Seyðisfirði. Úr Reykjavík. Valtýr Stefánsson skrifar langt mál í »Tímann« um flug og flugvjelar til póstflutninga hjer á landi. Hefir hann átt tal við helsta flugmann Dana og hlotið hjá honum ýmsa fræðslu um þessi efni. Tvær vjelar, er kosti 40 þúsund kr. hvor, segir hann að nægja muni fyrst um sinn til að halda uppi ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar og frá Rvík og austur um sveitir sunnanlands. Ferðin miili Akureyrar og Reykjavíkur muni taka 4 tíma með 5 millistöðvum. Hvetur hann mjög tíl fjelagsstofnunar í þessu skyni, og eru menn þeg- ar farnir að hugsa sjer til hreyfings í höfuðstaðnum; ýmsir peningamenn hafa lofað fjárframlögum. 150 þús. kr. höfuðstól segir hinn danski flugmaður nægi- Iegt stofnfje fyrir fjelag, sem hefði 2 flugvjelar eða jafnvel 100 þús. — Er grein þessi vel og rösklega rituð og málið þess vert að því sje gaumur gefinn. Vikulegar póstferðir rnundu kveikja nýtt líf í mók- inu hjer heitna. Veitir sannarlega ekki af að hressa eitthvað upp á okkur. Valtýr Stefánsson tók fratnhaldspróf í »Kulturtek- nik« við landbúnaðarháskólann síðasti. vor með ágætiseinkunn. Hann hefir næstliðið ár verið f þjón- ustu Heiðafjelagsins danska og getið sjer besta orðs- tír. í sumar ferðaðist hann um Svíþjóð, til þess einkum að kynna sjer búskap og lands- háttu í Norður-Svíþjóð. Nú hefir hann fengið fasta vel launaða stöðu við »StatensGrundforbedringsvæsen« í Danmörku, sem nýlega er stofnað til af danska rikinu, og hefir það með höndum öll meiri háttar ræktunarfyrirtæki í landinu. En Valtýr vill út — heim og vinna hjer, sjerstaklega mun hann hafa hug á að reyna krafta sína á Flóaáveitunni miklu og öðr- um stórræktunar fyrirtækjum. Er þess að vænta að stjórnin sleppi ltonum ekki, en geri honum þá kosti, sem hann getur verið vel sæmdur af. Mun hann vera fyrsti stúdent íslenskur, er lagt hefir fyrir sig bú- vísindi. Landið má ekki við því að missa unga og efnilega menn úr þjónustu sinni, sem eitthvað geta gert, eitthvað vilja gera. Kolbeinn ungi. Utan úr heimi. Öreigalýðurinn hefir stjórnaryfirtökin í Ungverjalandi og semur sig að stjórnarhátt- um Lenins. Pýskar siglingar hefjast. Friðsamleg málalok eru fengin í verkfalls- málunum bresku. Óánægjan vex út af seinlæti friðarráð- stefnunnar. Fundahöld í Bérlín mótmæla nauðungar- friði og miljarðakröfum. ítalir taka borgir í Austurríki herskildi. (Frjettariiari Dags, Rvík.) Á laugardaginn varð eldur laus á Seyðis- firði. Prjú hús brunnu til kaldra kola. Þau voru þessi: Læknishúsið, Nýja-búð og Nielsens-hús. Fyriti apríl. (Þýðing). Englendingar kalla 1. apríl »blekkingadaginn«. Þann dag er það vanalegt spaug þar í landi að senda trúgjarnan náunga með brjef á einhvern ákveðinn stað og á hann hafa svar til baka. En svarmiðinn er til þriðju persónu, sem sendir hlaupasveininn lengra burtu. Ungur skurðlæknir var fyrir mörgum árum sóttur frá bústað sínum við ströndina til sjúklings í Nýgötu- stræti, er hjet Dobbs og var mjög ríkur maður. Þetta var@l. apríl. Ungi læknirinn var Ieiddur fram fyrir hinn væntanlega sjúkling, sem var í mestu önnum í skrifstofu sinni. Regar læknirinn hafði skýrt frá ástæð- unni fyrir komu sinni, skildi Mr. Dobbs strax hvað í efni var. Hann þakkaði fyrir komuna og sagði: »Retta er áreiðanlega misskilningur, herra minnljeg heiti að vísu Dobbs, en jeg er — guði sje lof — vel heilbrigður. Pað er án efa bróðir minn, bakar- inn á Figh-Street-Hill, sem hefir gert boð eftir yður; það sækir oft að honum veikleiki. Jeg skal Iáta yð- ur vita heimilisfang hans.« Skurðlæknirinn hneigði sig, tók við miðanum og hjelt til bakarans, sem bjó úr mflu þaðan. Hann gekk inn í búðina og fann Mr. Dobbs bakara jafn- heilbrigðan og bróður hana§í Nýgötu-stræti. Bakar- inn las brjefið frá bróður sinum, stamaði upp nokkr- um afsökunarorðum og sagði, að þar sem utaná- skriftin væri J. Dobbs, áliti hann að átt væri við Jón Dobbs bróður sinn, er byggi á Limenhouse. Sjálfur kvaðst hann heita Jeffry Dobbs. Síðan fjekk hann lækninum miða með heimilisfangi bróður síns, en alt fór á sömu leið og fyr. Að síðustu gekk læknirinn þreyttur og táldreginn heim á leið og bölvaði allri Dobbs-fjölskyldunni niður fyrir allar hellur í hverju spori. En þegar hanti gekk um Upper-Shadwell, sá hann ólman hest hlaupa niður eftir Camomilestræti og var maður á baki hans. Fjell reiðmaðurinn af baki og kom nið- ur á steinbrúna. Læknirinn flýtti sjer þangað, tók reiðmanninn upp meðvitundarlausan, bar. hann inn í hús þar í grend og tókst að lífga hann við og slepti ekki af honum hendinni fyr en hann var albata. Maður þessi var gamall indverskur kaupmaður, vellauðugur, og átti enga fjölskyldu. Hann var lækninum svo þakklátur fyrir aðhjúkrunina, að hann tók hann f hús sitt og arfleiddi hann að öllum eig- um sínum, áður en hann dó. Pannig gerði hamingustjarnan að þessu sinni apríl-hlaupara að ríkum manni. Ego frá Snœlandi. V. Finsen, ritstjóri Morgunblaðsins, rægir aðflutn- ingsbannið á íslandi í dönskum blöðum. Hann kall- ar meiri hluta íslendinga þræla og þrælasyni. Orðasveimur segk fiskisölu frjálsa orðna. Kaupmannablöð segja að samvinnufjelögin beiti verslunarkúgun, þar sem þau sjeu að setja inn í lög sín ákvæði, er banni öll viðskifti við aðrar verslan- ir. Pessum róg er mótmælt í yfirlýsingu frá sam- bandsstjórn íslenskra samvinnufjelaga. [Frjettaritari Dags, Rvlk.J Úr bænum. Leikhúsið. Loks hefir Leikfjelag Akureyrar færst það í fang að sýna hjer á leiksviðinu umfangsmikinn meiri háttar leik, er nefnist Skrill. Leikur þessi er í 5 þátturn og er þýddur úr dönsku. Höfundurinn er Th. Overskou. Leikurinn er mjög laglegur frá hendi höf. Þýðingin virðist vel af hendi leyst. Leikurinn var sýndur í fyrsta skifti á sunnudagskvöldið var fyrir troðfullu húsi. Um frammistöðu leikendanna er það skjóíast af að segja, að yfirleitt leystu þeir hlutverk sín af hendi með fullri sæmd. Júlíus Havsteen yfirdómslögmaður ljek Palle Block. Veltur mest á að það hlutverk' takist vel. Synd væri að segja að leikur Havsteens væri af vánefnum ger. Honum tókst Ijómandi vel að sýna þenna óheflaða, ofsafengna sjómann, en þó um leið ágæta dreng. Ellen konu Palle Blocks ljek Magga Kristins. Var leikur hennar mjög blátt áfram, eðlilegur og traustur. Vagtels-hjónin ljeku þau Jón og Rósa ívars. Leystu þau hlutverk sín af hendi með heiðri og sóma. Ráða- leysisfumið og ístöðuleysið kom mjög vel í Ijós í leik Jóns; sömuleiðis hjegómlegt stærilæti frú Vagtel í leik Rósu. Páll G. Vatnsdal hefir tekið að sjer hlutverk Quitts. P. ljek Ketil í Skugga-Sveini hjer um árið og gerði það vel. En það lítur út fyrir, að Ketill sitji enn fastur í honum á leiksviðinu og sumstaðar til meins. Annars er leikur Páls víða góður. Haraldur Björnsson sýnir flagarann og fúlmennið barón von Lillie. Svo mikill leikarabragur er á,H. B., að hann skýtur sumstaðar yfir markið, svo að leik- urinn verður að óvirkileika. Ýms minni háttar hlutverk eru hjer ekki nefnd sjerstaklega, en öll voru þau fremur laglega af hendi leyst. Hafi svo leikfjelagið þökk fyrir skemtunina. Áhorfandi. »Skrillinn« verður leikinn næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld. Duglega heimili. Hátt kaup í boði. Semjið við kaupakonu vantar á gott sveita- Harald Björnsson, Kaiipfjelaginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.