Dagur - 02.04.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1919, Blaðsíða 2
28 DAGUR. Spíritisminn á Englandi segir blaðið Light að hafi stórum aukist og út- breiðst þar í landi á ófriðarárunum, svo að jafnvel Times og önnur miljónaeigendastórbiöð hafna ekki lengur góðum greinum um hina miklu hreyfingu. Rannig flutti blaðið Pail Mall Gazette (frb. pel mel gasett) eftirfarandi gein skömmu eftir nýárið: »Merkur maður segir svo meðal annars: Stað- reynt hefi jeg það, sern jeg hjer segi, ýmist í fullri dagsbirtu eða við raflýsing og þrátt fyrir allar hugs- anlegar varúðarreglur gegn brögðum og sjónhverf- ingum: 1. Ritað mái innan á innsigluð áður óprentuð reikningsspjöld. En það sem ritað var, með undirskrift framliðinna vina minna. 2. Fjarskygni (Telepati). Nákvæmar lýsingar ger- samlega oss óþektra manna, og fylgdu fjar- heyrð nöfn og fregnir um hluti, er jeg ekkert skildi i eða vissi um, en seinna sannaðist ná- kvæmlega. 3. Holdi klæddir svipir (Materialisations) kornu fram í fullri birtu og gengu fram og aftur — dánir menn, sem jeg og aðrir þektu — og ávörpuðu mig mörgum skýrustu vinarorðum. 4. Ljósmyndir teknar af myndavjel minni á plöt- ur, sem enginn hafði handleikið nema jeg. Myndirnar komu fram oftast vel þekkjanlegar, þótt daufar sjeu venjulega.« Pessari sögn fylgja þau ummæli (líklega frá rit- stjóranum sjálfum): »Pað yrði seinlátt verk, ætti að skýra frá öllum slíkum og þvílíkum anda-fyrirbrigðum, þeim er nú gerast daglega um víða veröld.« Matth. J. „Leikmaður“ leiðrjetíur. »Hver sem ilt aðhefst, hatar Ijósið og kemur eigi til ljóssins, til þe$s að verk hans verði ekki átalin. En sá sem iðkar sannleikann, kemur til ljóssins.c Pessi orð meistarans dæma hið lítilmannlega athæfi »Leikmanns«. sem í síðasta tölublaði »Dags« ritaði óhróðursögu um Sjónarhæðarsöfnuðinn, sem hann segir að »mjög sje nú á lofti haldið hjeríbænum.« Fyrst kviksögu þessari er haldið mjög á lofti hjer í bænum, þar sem allir eiga kost á að heyra báðar hliðar, þá hefði ekki þurft að gera hana að blaða- máli, nema það hefði verið tilætlun »Leikmanns« að spilla fyrir söfnuðinum út um land, þar sem menn eiga ekki kost á að rannsaka málið. Maður sem veit að hann fer með rjett mál, kýs aldrei þá smánarlegu aðferð, að gera árás á aðra undir dulnefni. Ljósfælni »Leikmanns« sýnir að grein hans sje rituð mót betri vitund og að hann vantar kjark til þess að bera'.'ábyrgð á sínum eigin orðum. Verst er; það, að maður sem er bundinn þessum fjötrum skuli látast tala máli »frjálslyndis.« Skrif hans um «frjálslyndi« hefir ekki meira gildi en ef maður, sem fæddur er blindur, skrifaði um málara- listina. Hefði »Leikmaður« átt nokkurt frjálslyndi til, og haft vilja á að fara með rjett mál, þá hefði hann hæglega getað fengið að heyra báðar hliðar þess máls, sem hann hleypur með í opinbert blað. Nú leyfi jeg mjer að benda á hið helsta sem rang- fært er í greininni. »Leikmaður« lýgur þvf, að jeg hafi »sýnt varnarlitlum einstæðing hálfgert ofbeldi,« að jeg hafi hvatt móður til þess að »svíkja loforð við barnið sitt« og fl. og fl. JVÍjer er afarógeðfelt að þurfa að rita um heimilisástæður þessara mæðgna, en »Lelkmaður« ber ábyrgð á því að einkamál þeirra eru orðin að blaðamáli, ekki jeg. Hann hefir neytt mig, mót vilja mínum, til að gefa þessa útskýringu. Margir hjer í nágrenni munu vita, hvernig ástand hefir verið á umræddu heimili í vetur. í jan- úar kom móðirin til mín, og tjáði mjer að framkoma stúlkubarnsins gagnvart sjer gerði sjer lífið óbærilegt, að ómögulegt væri að stjórna henni með nokkru móti, og grátbændi mig um að rjetta sjer hjálpar- hönd. Hún fól mjer fall umráð yfir barninu og bað mig að útvega því vist og koma því í burtu. Pegar jeg þannig byrjaði að »hafa afskifti af heim- ilinu«, fór barnið fyrst að hegða sjer nokkurnveginn sæmilega gagnvart gömlu móður sinni. Konan hefir sjálf játað það, að stúlkan breyttist afarmikið til batn- aðar. Eftir ósk barnsins hætti ieg við að útvega henni vist, úr því að hún batnaði í bráðina. Par sem injer voru falin af móðurinni umráð yfir barninu hefði ekki verið mjög aðfinningarvert, þó jeg hefði ráðlagt það, sem jeg áleit henni fyrir bestu, þegar barnið vildi láta ferma sig. En jeg gerði það ekki, því að jeg áleit að móðirin ætti að ráða þessu sjálf. Hver meðlimur safnaðarins á að breyta sam- kvæmt sinni eigin sannfæringu í ðllum málum. Án þess að tala eitt orð við mig um það, þvertók móð- irin fyrir það að láta ferma barnið, sagði við marga að hún vil aldrei leyfa það, á meðan barnið væri hjá sjer. Nokkru síðar frjetti jeg að framkoma barnsins hefði komist aftur í sama horfið, en nú væri það út af fermingunni. Svo frjetti jeg seinna að móðirin muni hafa Iátið eftir. Jeg talaði ekkert við hana um það af áðurgefinni ástæðu, þó við hittumst, en einn dag, rjett á undan safnaðarfundi, fjekk jeg brjef frá móðurinni, stflað til safnaðarins. í brjefinu kannað- ist hún við, að það væri »synd«, »brot« og «villa« (hennar eigin orð) að »láta undan barninu« og láta ferma hana, og spurði hvort nokkurt safnaðarbarn hefði hneykslast á því, og hvort hún væri velkom- in á samkomum safnaðarins. Jeg las brjefið upp fyr- ir söfnuðinum, og það var samþykt með öllum at- kvæðum, að svara henni á þá leið, að úr þvi henni sjálfri fanst það rangt að gera það, og samviskan ákœrði hana fyrir að gera það, þá vœri sjálfsagt að gera það ekki. Söfnuðurinn lagði það til, að jeg fyndi hana persónulega. Jeg gerði 'það og skilaði orðsendingunni. Móðirin sagði ekkert ákveðið um málið þá, og eftir litla stund fór jeg frá henni. Pá kemur dóttirin og notar gömlu brögð sín til að knýja móður sína til hlýðni við sig. Pá má vel vera'að hún hafi komið sjer í of mikla æsingu og hlotið ilt af, en »krampa« fjekk hún áreiðanlega ekki. Hjeraðslæknir Steingr. Matthíasson, sem kom til hennar, hefir tjáð sig fúsan til þess að gefa mjer vottorð um að stúlkan hafi ekki fengið krampa. Hún sást á flakki næsta daginn og var á skemtun í Sam- komusal bæjarins annan daginn. Ummæli »Leik- manns« um »krampa« og að hún hafi legið »rúm- föst« eru því ósönn og aðeins sprottin af illgirni hans. Eins eru það tilhæfulaus ósannindi, að konan sje rekin úr söfnuðinum enn þá. Pað sjest á þessu, að bull »Leikmanns« um óorð- heldni nær ekki nokkurri átt. En ef um »óorðheldni« sje að ræða, þá liggur hún sjálfsagt í því, að kon- an hafi ekki haldið það, sem hún hefir hátíðlega lýst yfir í minni áheyrn, er hún gekk í söfnuðinn, að hún hafnaði öllum mannasetningum og vildi fyígja orðum Krists og postula hans einum. »Leik- maður« er svo »frjálslyndur«, að hann vill láta hana, mót betri vitund og með vondri samvisku, svíkjast um að hlýðnast sinni eigin sannfæringu! Hann er hjer um bil eins »frjálslyndur« og Tet- zel. Pessi náungi hafði aflátsbrjef til sölu, og gat því með gleði ráðlagt mönnum að syndga mót betri vitund. Jeg get ekki gert siíkt. Pað er sannfæring mín að menn eigi ekki að hræsna eða syndga á móti því, sem þeir vita best og rjettast. Hver sem gerir það, hvort sem það er »leikmaður« eða »prestur« verður síðar meir að standa frammi fyrir dómstóli hins alvitra og alheilaga Guðs, og gera honum reikrúngsskap á gerðum sínum. Fyrst »Leikmaður« gerist talsmaður fermingarat- hafnarinnar, þá væri rjettast að jeg gerði stuttlega grein fyrir því, hversvegna margir trúaðir hafna henni. Kristur bannar allar mannasetningar og segir: »Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna lærdóma, sem eru manna boðorð,* (Matt. 15. 9.), og það er óneit- anlegt, að ferming sje mannasetning. Hún var fund- in upp af kaþólskum og lögboðin bjer á landi af dönskum konungi á einokunartíð, ásamt öðru miður góðu. Pannig er hún komin til okkar. Hún á ekki meira skylt við kristna trú en hver önnur skipun, sem einhver konungur eða stjórnmálamaður kynni að gefa út, og engir nema ófrjálslyndir menn eins og »Leikmaður« myndu reyna að verja hana. Jeg veit ekki betur en að orðin: »í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda« sjeu höfð yfir við fermingarathöfnina. Hefir nokkur maður rjett til að framkvæma þessa eða nokkra aðra athöfn í Drottins nafni, án þess að hafa heimild frá hopum til þess? Hvað köllum vjer þann mann, sem frgmkvæmir verk í nafni annars manns í heimildarleysi? Hvað eru þá þeir, sem framkvæma verk í nafni Guðs í heimildarleysi? Arthur Gook. Ath. Samkvæmt prentfrelsislögunum varð að veita grein þessari rúm í blaðinu, en það skal skýrt fram tekið, að höfundur hennar, en ekki rit- stjóri blaðsins, ber alla ábyrgð á henni, bæði lagalega og siðferðislega. Ritstjórinn. Ungur, heilsugóður og verklaginn maður getur fengið at- vinnu í Klæöaverksmiðjunni »Gefjun« frá 14. maí n. k. Ljett vinna, gott kaup. Akureyri 1. apríl 1919, Jónas Þór. sem reynsla er fengin fyrir því, að svarti liturinn, sem jeg fjekk með e.s. Lagarfoss, er ekki nothæfur til lit- unar, geta þeir er óska skilað honum aftur gegn fullu endurgjaldi. Sjeu einhverjir búnir að eyða Iitnum, er nóg að þeir skili mjer umbúðunum, og borga jeg þær sama verði og innihaldið var selt. pr. verslun Sig. Sigurðsson. Þorv. Sigurðssoti. GráÖaostur, Sinnep, Ansjósur, Gaffelbiter fæst í REYKTÓBÁK nýkomið í Prentsmiðja Bjöms Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.