Dagur - 09.04.1919, Blaðsíða 4
32
DAQUR.
hafa fullan hug á því, en engu betra að neyða þau
til þess með valdi, ef þeim er það þvert um geð.
-----Eftir handbók þeirri, sem nú er löggilt fyrir
íslensku þjóðkirkjuna, eru orðin: »í* nafui Guðs
föðurs, sonar og heilags anda« alls ekki ] viðhöfð
við fermingarathöfnina
Grein Mr. Gooks endar á þungum aðdróttunum
í garð þeirra, sern fremja fermingarathöfnina. Flestir
munu sjá hve lítt verðskuldaðar þær eru, og leiði
jeg þær alveg hjá mjer.
Tilbeiðsla í anda og sannleika hefir áreiðanlega
sitt fulla gildi, hvort sem hún stendur í sambandi
við athöfn, sem fyrirskipuð er í ritningunni, eða er
mannaboðorð.
Steinþór Guðmundsson.
Akureyrarkaupstaðar (í innbænum) verður veitt frá 1. Júlí næstk.
Fyrir misserið frá 1. Júlí til 31. Des. næstkomandi verða greiddar
1200 kr. í laun, en frá 1. Jan. 1920 eru árslaunin 1500 kr.
Umsóknir um stöðu þessa sendist bæjarfógeta fyrir lok Aprílm.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 3. Apríl 1919.
Umræðum um þetta mál er hjer með Iokið í þessu blaði.
Ritstf.
Páll Einarsson.
Nýkomid
r
1
Kaupfjelag Eyfirðinga:
Miklar birgðir af
vefnaðarvöru,
svo sem: tvisttau, flónel, vinnufatatau, . sængurdúkur, gardínutau,
silkitvinni, svartur og mislitur, axlabönd o. fl.
GRÆNSÁPA, stangasápa, handsápa, sódi 3 tegundir o. fl. o. fl.
Vel mælt.
Þingfararkaup alþingismannal918.
Hjer eru taldir dagpeningar, uppbót og ferðakostn-
aður beggja þinganna í einu lagi. — Aftari talan er
yfir símaafnot þingmanna 1918 á kostnað alþingis.
Benedikt Sveinsson i Kr. 1220.80 Kr. 3,95.
Bjarni Jónsson — 1220,80 — 20,40.
Björn Kristjánsson — 1220,80 — 0,85.
Björn Stefánsson — 2394,20 — 167,90.
Eggert Pálsson — 2005,30 — 40,50.
Einar Arnórsson — 1220,80 — 5,25.
Einar Árnason — 2362,40 — 37,45.
Einar Jónsson — 1973,30 — 26,25.
Gísli Sveinsson — 2035,80 — 85,60.
Guðjón Guðlaugsson — 2031,40 — 116,45.
Guðm. Björnson • — 1220,80 — 2,30.
Guðm. Ólafsson — 2195,00 — 198,50.
Halldór Steinsson — 1885,60 — 84,20.
Hákon Kristófersson — 2008,20 — 95,15.
Hjörtur Snorrason — 1847,40 — 42,55.
Jóh. JóhanneSson — 1375,60 — 46,30.
Jón Jónsson — 2526,80 48,95.
Jón Magnússon — 1220,80 — » »
Jörundur Brynjólfsson — 1220,80 — > »
Karl Einarsson — 1687,60 — 240,85.
Kristinn Daníelsson — 1220,80 — 1,40.
Magnús Guðmundss. — 1456,00 — 26,90.
Magnús Kristjánsson — 1220,80 — 25,00.
Magnús Pjetursson — 2192,40 — 244,50.
Magnús Torfason — 2044,80 —; 109,20.
Matthías Ólafsson — 2200,80 — 6,15.
Ólafur Briem — 2347,60 — 10,55.
Pjetur Jónsson — 2340,80 — 115,60.
Pjetur Ottesen — 1668,00 — 55,20.
Pjetur Rórðarson — 1889,80 — 3,40.
Sigurður Eggerz — 1220,80 —- 5,15.
Sigurður Jónsson — 1220,80 — 6,80.
Sigurður Sigurðsson — 1220,80 — 8,15.
Sigurður Stefánsson — 2194,40 — 52,30.
Sigurjón Friðjónsson — 2382,00 — 40,80.
Stefán Stefánsson — 2370*80 — 123,85.
Sveinn Ólafsson — 1745,20 — 35,10.
Þorleifur Jónsson — 2469,20 — 83,55.
Þorsteinn Jónsson — 2560,40 105,05.
Þórarinn Jónsson — 1826,00 — 267,20.
Hinn síðasttaldi var ekki á haustþinginu.
Samtök presta og Spiritista
á Englandi.
1. febrúar sl. fiytur blaðið Light merkilega grein
með fullu nafni eins af höfuðprestum ensku þjóð-
kirkjunnar, Ellis G. Roberts. Tekur hann fyrst í
sama strenginn, sem hinn frægi rithöfundur Sir
Conan Doyle í hans nýju bók: »Ný opinberun*,
sem fer hörðum orðum um hið staurblinda þrá-
lyndi ótal kristinna klerka að fylgja heimskum auð-
kýfingum (sem eiga blöðin), og enn þá heimskari
skríl alþýðu og biblíudýrkenda í því að amast við
hinni voldugu hreyfingu Spíritismans. Síra Roberts
tekur nú af skarið og skorar hreint og beint á
hvoratveggja, presta og Spíritista, sameiginlega —
alla, sem trúa á guð og líf eftir þetta, að þeir stofni
samtök og bandalag og starfi einarðlega að þeirri
siðabót, sem sje Iífsskilyrði vorrar sundurtættu ver-
aldar.
Hjer eru nokkrar málsgreinar úr grein höf.
»Nú eða aldrei til vopna! Vjer sem trúum á
guð og eilíft guðsríki erum allir — allir Spiritist-
ar! . . .«
»Hvað er í veði, ef vjer fylgjumst ekki að mál-
um? Kraftur og sigur kristinna kenninga! því að
þótt materíutrúin sje vísindalega að mestu dauð,
hefir hún aldrei verið máttugri og skæðari í afleið-
ingum sínum t. d. í austur- og suðurhlutum Evrópu,
svo uppnám þjóðanna líkist ósjálfræði, já blindu
djöfulæði!« . . .
»Er þá alt með feldu hjá oss sigurvegurunum?
Rví fer fjarri! Á nýjasta þjóðkirkjuþingi biskupa
vorra var mest talað og deilt um »páfans skegg*...
»Spíritisminn hefir að vísu magnast svo á ófriðar-
árunum, að stórmikill hluti þjóðar vorrar er honum
meir og minna, opinberlega eða héimuglega fylgj-
andi, og fjelög hans og blöð skifta hundruðum,
auk þess sem nokkrir helstu vitringar og vísinda-
menn eru sannfærðir Spíritistar.* . . . »Óg hvað
trú vora á kenningar biblíunnar snertir, megum vjer
vera óhræddir. Rá helgu bók má skýra eins með
sem móti, enda er hún elsta andatrúarbók kristn-
innar.« . . .
»Samtök, kristnir og Spíritistar Englands. Burt
með þrályndi, þjóðdramb, heift og hatur. Lífið er
í veði!« m
Matth. J.
Síra Magnúsi Helgasyni kennaraskólastjóra, farast
svo orð í Skólablaðinu, er út kom í mars sl.:
»Jeg veit ekki lilálegri heimsku nje argari apaskap,
en þegar verið er að verja okkar stutta skólatíma til
að kenna börnum dönsku, áður en þau kunna ís-
lensku til nokkurrar hlftar. Pað hafa ekki verið hugs-
aðar fegurri hugsanir á dönsku en íslensku, því síður
betur og spaklegar hagað orðum. En til hvers er
að læra mál, ef ekki til þess, að ná í það besta,
sem á málinu er skráð? Kannske til að geta bablað
við danskan mann, sem á vegi verður eða að garði
ber? Ef þeir sækja okkur heim, eru þeir ekki of góð-
ir til að bjarga sjer á okkar máli. Rað teljum við
okkur skylt í þeirra landi. Sama skylda ber þeim í
okkar.«
Tvær kýr til sölu.
Upplýsingar gefur Sigurður Kristinsson kaup-
fjelagsstjóri.
Unglingspiltur
eða stúlka getur fengið atvinnu við prentverk í
Prentsmið/u B/örns Jónssonar.
„Ildpröven“
norsk saga frá Ameríku, hefir glatast, beðið að
skila á prentsmiðjuna á Oddeyri gegn hærri fundar-
launum en bókin kostar.
Prentsmiðja Björns )óns9onar.