Dagur - 30.04.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1919, Blaðsíða 2
38 DAGUR. Utan úr heimi. Rvík 29/4. ítalir krefjast þess að fá mestan hluta Fiume og höfnina þar. Wilson mótmælti Hljóp þá Orlando og aðrir fulltrúar Itala af friðarfundinum. Eiúist er við að deilunni lykti á líkan hátt og Danzig-deilunni. Sendisveit bandarnanna er farin til Buka- rest með vopnahljesskilmála og skorar á Bolshewikka að afhenda völdin í hendur fulltrúa borgara og jafnaðarmanna. Fulltrúar Norðurlandaþjóða sitja á ráð- stefnu viðskifta- og fjárhagsmála. íslands- fulltrúar á ráðstefnunni eru:. Sig. Eggerz ráðherra, Krabbe skrifstofustjóri og Hall- grímur Kristinsson forstjóri. »Svarti listinn« hvarf úr heiminum í nótt. (Frjettariiari Dag, Rvík.) Úr Reykjavík. SnjófJóð drap 110 ær á Leikskálum í Dalasýslu; tók fjárhús og hey, Hannes Andrjesson skipstjóri á Portlandi varð undir keðju, er fjeil úr siglu, og rotaðist. Sveínn ólafsson fossanefndarmaður hefir skil- að svörum gegn öllum atriðum, er fossanefndinni var falið að leysa. Alt er í grænum sjó hjá meiri hluta nefndarinnar; helmingur hans farinn úr Iandi. [Frjettaritari Dags, Rvik.J Um leturgerð. Eftir Sig. Kristófer Pjetursson. Fleygrúnir. Framhald. Ein tegund fleygrúna er hinar svo nefndu Akka- disku rúnir. Pær greinast í fernskonar rúnir og sýna Ijóst, hvernig breytingar hafi orðið til batnaðar i leturgerðinni. Akkadíar höfðu sest að í Mesopotamíu löngu áður en Babýloníumenn komu til sögunnar og hafa að líkindum verið kennarar þeirra í ýmsum greinum. Þeir voru dugnaðarþjóð, húsagerðarmenn miklir og akuryrkjumenn. Par að auki voru þeir bókmenta þjóð. Pað sjest á ritum þeirra, að þeir hafa haft tiltölulega fullkomnar trúarhugmyndir, enda höfðu þeir auðsjáanlega mikil áhrif á trúarbrögð Babyloníumanna; hinsvegar höfðu Babyloníumenn mjög göfgandi áhrif á trúarhugmyndir Gyðinga, sjerstaklega á guðshugmynd þeirra. Og Gyðingdóm- urinn setti eins og kunnugt er snið sitt á kristindóm- inn. Pannig breiðir guðstrúin sitt »lim yfir lönd yfir höf«; hún gengur sem rauður þráður gegnum öll trúarbrögð og hefir gjört öllum þjóðum fært að lifa lífið, og leiðir þær við hönd sjer í menningaráttina. Fleygrúnirnar hafa reynst vísindamönnum vorra tíma að þeita rná sírennandi fræðslulind. Pær hafa eins og orðið til að lyfta upp horni á fortjaldi því er hylur hina löngu liðnu fortíð mannkynsins sjón- um vorum. Það sjest því nú orðið inn yf*r mikil æfintýralönd, sem menn höfðu áður harla iitla og og ófullkomna hugmynd um. Helgirúnir. Pað verður ekki með sanni sagt um Forn-Egypta, að þeir hafi verið eiginleg framfaraþjóð. Pað lætur víst nær sanni að segja, að þeir hafi verið miklu fremur kyrstöðuþjóð. Pó urðu þeir að komast að raun um, að »að það er bágt að standa í stað, því mönnunum munar«. Og þegar þeim gat ekki mun- að fram á leið, urðu þeir að þokast aftur á bak, uns menning þeirra leið undir lok, og þeir hurfu að heita mátti úr sögunni. Peir voru afskaplega fastheldnir við alla siði og venjur forfeðranna, og það varð til þess, að þeir gengu aldrei feti framar en. feður þeirra höfðu komist. Pað er eitt meðal annars, sem sýnir einkar vel kyrstöðu Forn-Egypia, eða rjettara sagt hnigtiun þeirra, að elstu helgirúnir þeirra eru fegurstar og best úr garði gerðar. Pær eru víða höggnar á-stein- súlur og og musterisveggi. Og svo vel hefir verið frá þeim gengið, að enn í dag leika Koptar —niðjar hinna fornu vits- og atorkumanna — sjer að því að ldifra upp efíir hinum geysiháu steinsúlum, sem feð- ur þeirra reistu; og þeir lesa sig upp eftir súlunum með því að stinga fingrunum og tánum inn í helgi- rúnirnar, sem eru höggnar í þessa miklu einklett- unga. Petta er Koptum stundum ofurlítil tekjulind, því að mörgum ferðamönnum úr Norðurálfu þykir gaman að sjá, hve fimir þeir eru að klifra, og kaupa þá til þess að sýna þessa list sína. Pegar menn- ingarskortur Kopta er dsorinn saman við hina miklu menningu feðranna, finst manni að snúa mætti hinu fornkveðna við' og segja: »Gnýa mundu geltir, ef grísa hag vissu.« Helgirúnirnar - hieroglýfurnar — eru auðsjáan- lega skilgetnir niðjar hins upprunalega myndaleturs, ef um nokkurt slíkt heildarletur getur verið að ræða. Pær éru sem sje aðallega myndir af mönnum, dýr- um og hinum og þessum hlutum. En þær táknuðu þó ekki aðeins þá hlnti, sem þær voru af, því að þær gátu jaínframt verið hljóðíákn fyrsta stafsins í því orði, sem þær áttu að merkja. Helgirúnirnar voru þvi í raun og veru reglulegt stafrof. En það var fremur langt stafrof, því að stafirnir eru um sjö hundruð að tölu, Til dæmis táknaði mynd af uglu — sem hjet »mulat« á egiftsku — ekki aðeins uglu; hún gat alveg eins táknað starf, sem samsvaraði stafnum »m« í stafrofi Norðurálfuþjóða. Hinar reglu- legu helgirúnir — hieroglýfur — voru ekki notaðar neitt til muna, nema þar setn þurfti að prýða eitt- livað með fögrum áletrunum, til dæmis musteris- veggi og önnur mannvirki. Annars notuðu Forn- Egyptar aðra og handhægari rúnategundir, hinar svo nefndu prestarúnir (hieratisku rúnirnar) og alþýðu- rúnir (demotic eða enchorial-rúnir). Prestarúnir. Prestarúnirnar báru það með sjer, að þær áttu rót sína að rekja til helgirúnanna, en þær voru hvergi nærri eins þungar í vöfunum, og þar af leið- andi miklu betur lagaðar til bókagerðar. Pær voru og mest notaðar á rit þau, er hin andlega stjett hafði aðallega með höndum, eins og nafn þeirra bendir til. Ein hin frægasta bók, sem hefir verið rituð með rúnum þessum er: Bók hinna dauðu. Helgirit þetta hefir geymst alt fram á vora daga. Auk þess sem meiri og minni kaflar úr því eru höggnir á musterisveggi hjer og hvar á Egyptalandi. Flest rit Forn-Egypta voru rituð á blöð jurtar einnar, er nefnd hefir verið Cyperus papyrus. Jurt þessi óx mjög í forum í nánd við ána Níl, en nú er sagt að hún sje þar alveg útdauð og vaxi hvergi, nema suður á Sikiley. Annars var jurt þessi notuð til margra annara hluta tneð Forn-Egyptum en bókagerðar. Rætur hennar voru hafðar í eldinn, þar að auki var hún höfð til manneldis, og sömu- leiðis bæði í mottur, báta o. s. frv. Papýrusbókfellin voru tilbúin þannig, að ysta húðin á blöðunum var rifin af beggja megin, en miðjan eða mergur þeirra var ristur í lengjur og límdar svo saman með eins konar gúmmílími. Slðan var alt bókfellið Iagt undir farg og látið þorna. Pegar það var orðið nægilega þurt, var það strokið og fágað, uns það er orðið sljelt og gljáandi. Eitt hið fegursta bókfell, sem »Bók hinna dauðu« er ritað á, er um fimtán þutnlungar á breidd og níutíu fet á lengd. Bókfell Forn-Egypta voru oft rituð með alla vega litum stöfum. Pær greinar, sem fjölluðu um himin- inn eða himnaríki, voru til dæinis því nær æfinlega ritaðar með bláu letri, en væri skrifað urn konur, voru stafirnir gulir, o. s, frv. Alþýðurúnir. Alþýðurúnirnar voru notaðar eingöngu til hinnar alþýðlegu bókagerðar. Allur sá fróðleikur, sem al- þýðu var ætlaður og færður var i letur, var ritaður þessum rúnum. Sumir fræðimenn halda að Forn- Egyptar hafi ekki farið að nota þessar rúriategundir neitt að ráði, fyr en um 9 öldum fyrir Kr. Hinsvegar voru þær notaðar fram á 4. öld eftir Krist. Pað var lengi álitið að Fönikíumenn ’nefðu fyrstir manna fundið upp eða tekið upp leturgerð; sú skoð- un er sagt að eigi rót sína að rekja til Plíníusar (hins eldra). Hann áleit að Fönikíumenn eigi heið- urmn af því að hafa fundið upp leturgerðina. En það er nú álitið mjög vafasamt, enda herma fornar sagnir, að Fönikíumenn hafi sagst hafa lært hana af Forn-Egyptum. Pað er og miklu líklegra, því að Egyptar lærðu aldrei neitt af öðrum þjóðum, að því er menn vita. »Ein fór hún sinna ferða,« segir mad. H. P. Blavatsky, »hin ríkiláta og fagra droín- ing eyðimerkurinnar, egiftska þjóðin. Og hún gerði hvert furðuverkið á eftir öðru eins og með töfra- sprota sínurn.« En þar sem Forn-Egyptar máttu heita öndvegisþjóð sinna tíma, þá var það ekki nema eðlilegt að aðrar þjóðir lærðu af þeim. Hinsvegar voru Fönikíumer.n langmesta siglinga- og verslunar- þjóð fornaldarinnar, eða eins og prófessor Huxley kallar þá, »afskaplega ötulir spekulahtar«. Og þeir 'ærðu auðvitað margt á ferðum sínum, og hví skyldu þeir ekki hafa lært eitthvað af nágrönnum sinum, Forn-Egyptum, sem stóðu þeim framar í flestum greinum. Hitt er annað mál að vel getur átt sjer stað, að egiftsk menning hafi ef til vill borist til annara þjóða með þessari ötulu siglingaþjóð, sem sagt er að hafi meira að segja siglt vestur úr Njörfasundi. Meira. »Sveitakarl«. »Frón« segir, að »Sveitakarl« sá, sem fyrir nokkru síðan skrifaði grein, er birtist hjer í blaðinu, »muni raunar vera korr.ungur, mjög gáfaður þingeyskur bóndi.« »Vilt fer sá er geta skal.« »Sveitakarl« er roskinn bóndi, á ekki og hefir aldrei áít heima í Pingeyjarsýslu. í »Dag«. »Guðmundur Friðjónsson hvetur nú í Dag til stjettapólitíkur«, segir blaðið Frón. Raunalegt er að sjá það, að þetta algenga orð, dagur, skuli reynast mönnum ofurefli í hneigingu. Hitt og þetta er í »Degi« og »Fróni«, en það stendur ekki í Dag og Frón! Niðurjöfnun aukaútsvara hefir nýlega verið lokið í Reykjavík. Alls var jafnað niður-980 þús. kr. á rúmlega 4700 gjaldendur. Hæstu útsvörin eru þessi: Alliance hf. 25 þús. kr., Copland G. 25 þús., Duus 15. þús., Eimskipafjel. íslands 75 þús., Elías Stefánsson 12 þús., Garðar Gíslason 25 þús., Hallgrímur Bene- diktsson 18 þús., Haukur fiskiv.fjel. 20 þús., Hið ísl. steinolíufjel. 20 þús., Johnson & Kaaber 25 þús., Hf. Kveldúlfur 35 þús., Nathan & Olsen 21 þús., Sláturfjelagið 10 þús. Kaupendur Dags, sem hafa bústaðaskifti á þessu vori, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það af- greiðslumanninum sem fyrst, til þess að koma í veg fyrir vanskil á blaðinu. Reyktóbak og vindlingar (cigarettur) fást í \ Kaupfjelagi Eyfirðinga. - Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.