Dagur - 21.05.1919, Síða 1

Dagur - 21.05.1919, Síða 1
DAGUR kemur úi einusinní í viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. iúlí. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Ritstjóri: Ingimar Eydal. II. ár. Friðurinn. »Haugesunds Aviso:, frá 8. [d. m., segir Hisvert rækilega frá friðarskilmálum bandamanna. Skilmál- arnir eru umfangsmiklir og skiftast í 15 kafla. Frá upphafi til enda bera þeir það ljóslega með sjer, hverjir sjeu sigurvegar, og hver sje hinn sigraði, svo að ekki sje harðara að orði kveðið. Að þessu leyti er engin stefnubreyting sýnileg frá fyrri tímum. Nokkurra helstu atriðanna var getið í síðasta blaði Dags og mátti af þeim ráða anda friðarskilmálanna í heild. Skal lijer vikið að nokkrum atriðum skilmálanna um her og flota Pjóðverja: Pess er krafist að þýski herinn verði afvopn- aður, áður en tveir mánuðir eru liðnir frá því að skihnálarnir verða undirritaðir, að skylda til herþjón- ustu verði afnumin á Þýskalandi og að tala þýskra hermanna megi ekki fara fram úr 100,000. Eiga Þjóðverjar að afhenda bandamönnum öll þau her- gögn, er fara fram úr því, sem svarar til tölu þess- ara hermanna. Eftir tvo mánuði má þýski herskipaflotinn ekki stærri verða en svo, að í honum sjeu 6 orustuskip (Slagskibe), 6 njósnarskip (Krydsere), 12 bryndrekar (Dreadnoughter) og 12 flutningaskip (Transport- baader), 0llum herskipum, sem þar eru fram yfir, skal breytt í verslunarskip. í sjóliðinu mega ekki fleiri vera en 15,000 manns. Þau herskip, sem r.ú eru í smíðutn í Pýskalandi, á að brjóta í spón. Pi eru ströng ákvæði, sem koma í veg fyrir það, að Þjóðverjum geti komið fluglistin að haldi í hern- aðarlegu skyni. Aftur á móti eiga bandamenn að vera alfrjálsir að því að beina flugi sínu yfir Þýska- land og þýska landhelgi. Enn fremur eru ákvæði um það, að Kielarskurður- inn skuli vera frjáls til siglinga jafnt herskipum og verslunarskipum allra þjóða, er sjeu í friði við Þýska- land. Bandamenn ákæra opinberlega Vilhjálm fyrv. Þýskalandskeisara fyrir brot á alþjóða siðferðisregl- um og sáttmála helgi. Pessvegna skal settur á stofn sjerstakur dómstóll, skipaður 5 dómurum, til þess að dæma keisarann. Aðrir dómstólar skulu og settir á stofn, til þess að dæma þá menn, er ákærðir eru fyrir brot á herlögunum. Pýskaland skal skyldugt að framselja alla þá, sem ákærðir verða. --« J-- --« »-- »Social-Demokraten« norski, frá 9, þ. m., skýrir frá því, þegar'þýsku fulltrúarnir mættu á friðarfttnd- inum og voru afhentir friðarskilmálarnir. Pað var tekið á móti fulltrúunum með kuldalegri kurteisi. Jafnvel sagt að sumir af viðstöddum herforingjum bandamanna hafi snúið við þeim bakinu, til þess að komast hjá kveðjum. Þegar inn í þingsalinn kom, ávarpaði Clemenceau þýsku fulltrúana ■ með stuttri ræðu, er hann flutti á frönsku, en sem var jafnóðum snúið bæði á þýsku og ensku. Andinn í ræðunni var kaldur í garð þjóðverja. t*að er sagt, að Cle- menceau hafi snúið sjer þannig, meðan hann flutti ræðuna, að hann þyrfti ekki að horfast í augu við Þjóðverja, en Wilson starði á þá, eins og hann væri að lesa hugsanir þeirra., Sjálfir sátu þýsku fulltrú- arnir fölir og alvarlegir, og var eins og drættirnir í andlitum þeirra væru hálfstirðnaðir. Að ræðunni Akureyri, 21. maí 1919. 20. blað. iokinni stóð aðalritari friðarfu’ndarins upp, rjetti Brockdorff Rantzau greifa eitt eintak af friðarskilmál- unum og hneigði sig lítið eitt um leið. Greifinn þakkaði með lágri rödd, opnaði ,ekki skjalið, en hóf ræðu sína, er hnje í þá átt að sýna frain á hættu þá, er samfara væri nauðungarfriði. 011 þýsku blöðin eru sammála um, að friðar- skilmálarnir sjeu með öllu óaðgengilegir fyrir Rjóð- verja. „Hið eina.“ (Lauslega þýtt.) Rektur, norskur rithöfundur hefir nýlega skrifað grein, með ofanritaðri fyrirsögn, í víðlesið norskt tímarit. Hefir grein þessi vakið eftirtekt víða um heim. Er þetta aðalinntak hennar: Margir álíta það ekkert vafamál, að eins og nú standa sakir væri samsteypustjórn, ineð endurbættum kosningalögum, hið eina, sem að miklu leyti ætti að geta sameinað alla flokka. Pað getur vel verið að það yrði til mikils góðs. En það er annað, sem ekki aðeins hlýfur að sameina alla flokka, heldur það sem er miklu þýðingarmeira, — alla menn, — til hvaða stjettar sem þeir teljast, alla þá, sem nokkrar hugsjónir eiga, og sein hugsa og finna íil sem sannir menn. Og það er hin þýð- ingarmikla krafa um að afvopna herinn, útrýma al- gjörlega hermannastjettinni. Um þá kröfu verða nú allir að fylkja sjer, því hún ein gefur vonirum full- kominn, varanlegan frið. Mjer finst það barnalegt og um leið mjög skaðlegt að vera að þræta um það hverjum heimsstyrjöldin sje að kenna. Og það er blátt áfram viðbjóðslegt að heyra menn hrópa um, að öll sökin hvíli á einum einasta manni, aðeins til að geta svalað reiði sinni og látið hina tilgangslausu og dýrslegu hefnigirni bitna á honum. Það getur tæplega verið nokkrum manni áhuga- mál, eða haft nokkra þýðingu, — enda ekki mögu- — þó að það yrði leitt í Ijós, hvers sök það var, að heimsstríðið skall á einmitt núna. Hvort það var Austurríki, Rýskaland, Rússland eða Eng- land, sem kveikti fyrsta ófriðarneistann. Hið eina, sem hefir verulega þýðingu, er það, að þjóðirnar viðurkenni, að þjóðfjelagsskipuninni, þjóðarbúskapuum, siðferðislífinu og stjórnmálalífinu í hinum ýmsu löndum, var orðið þannig háttað, að stríðið hlaut að kbma fyr eða síðar. Pað er ekki ætlun mín að rekja hjer orsakirnar. En nú hefir stríðið geysað í fjögur ár, og allar stjettir hafa hlot- ið dýrkeypta reynslu, sem er mikils virði, ef til vill virði alls þess blóðs og allra þeirra hörmunga, sem af stríðinu hefir leitt. Stríðið hefir hrópað með þrumurödd inn í sálir mannanna, að engin leið sje beinni til að gera mennina að villidýrum, ekkert sje hættulegra fyrir efnalegt sjálfstæði þeirra, og ekkert sje til sem sje eins langt frá að lyfta huga og hug- sjónum mannanna eins og einmitt stríðið. Víðsvegar um allan heim eru ýmsar stjettir manna og jafnvel heil þjóðfielög, sem á margan hátt hefðu viljað vinna mikið til þess að þurfa hvorki bein- línis nje óbeinlínis að taka þátt í stríðinu og þurfa ekki að borga hinn blóðuga og hræðilega stríðsskatt bæði með mannslífum og fje. En þetta skilja lík- lega ekki þær þjóðir, sem dansa í sigurvímunni yfir hinum »merkilegasta sigri veraldarsögunnar,® eins og eitt Lundúnablað sagði í einhverskonar óafvitandi einlægni. Níu tíundu hlutar heimsins hafa eftir fjögra ára áreynslu af sínum ítrustu kröftum, — loksins sigrað einn tíunda hlutann. — En sá tími kemur vafalaust og það fyr en varir, að þessi stórveldi verða líka að að gera upp stríðsreikninginn, það er meira en nóg af sprengiefni í þjóðfjelagi Englands og Ameríku. En stríðið og afleiðingar þess hafa sýnt fleira. — Stjórnarbyltingin og ringulreiðin á Rússlatidi, sundur- liðun Austurríkis, byltingarnar í Rýskalandi o. m. f!., alt þetta sýnir Ijóslega hinn gamla sannleika, að þeg- ar til lengdar lætur, er ekkert það vald til, sem er eins hættulegt fyrir friðinn og fyrir alt þjóðfjelagið eins og einmitt hinn svo nefndi verndari þjóðfjelags- ins, — herinn. Allar sögunnar stærstu hernaðar- þjóðir hafa liðið undir lok vegna hersins og her- kostnaðarins. Herinn hefir fyrst sogið úr þeim allan kraft, ogsvoþegar á hólminn kom, og mest var hjálparþörf, þá varð herinn að vopni sem felti þær á sjálfs síns bragði. Lengi hefir því verið haldið fram, að heriun væri bráðnauðsynlegur til að halda múgnum í skefjum, til að hindra stjórnarbyltingu, í.fám orðum sagt, til að halda röð og reglu. En nú hljóta menn, — jafnvel þeir sem mest hafa trúað á herinn, — að játa, að herinn er áhald, sem er hættulegra en múgurinn. Rað er herinn, sem hefir gert stjórnarbyltinguna i Rússlandi. Pað er villidýrseðlið í hinum ósiðuðu hermönnum, ásamt öllum þeim nýtísku hergögnum og morðvjelum, sem ennþá einu sinni hafa gert rússnesku byltinguna, — sem í sjálfu sjer var nauð- syn — að stjórnlausri skelfingu og vitfirring. Og frá hernum geta stjórnendur allra landa átt von á þeirri blóðugu byltingaöldu, sem sópar öllu burt með sjer— ef til vill líka því góða og fagra, gleypir það og sogar inn í hringiðu eyðileggingar og spillingar. Allir vita hvernig Finnum hefur farnast. Svívirð- ingarnar, sem fylgdu stjórnarbyltingunni þar eru alkunnar. Og það er líka alkunnugt, að orsökin til þeirra var rússneski herinu, sem þá var í landinu. Og núríkjandi stjórn Finnlands óttast mjög, að ný ósköp dynji yfir, ný bylting rísi aftur og setji alt í bái og brand. Og það er einmitt þeirra eiginn her, sem þeir óttast og sem hættan stafar af. • Spartakusa flokkurinn á Rýskalandi getur fyrst orð- ið’hættulegur og komið á stað gagnbyltingum eftir að hann hefir æst herinn og fengið hann í lið með sjer. Og þó enginn viti liver endir verður á þýsku byltingunni, þá er þó vonandi, að hin þýska menn- ing og löghlýðni beri byltinguna fram til giftusam- legra úrslita, og géfi — bæði okkur og öðrum þjóð- um — fyrirmynd með nýrri og betri þjóðfjelagsskip- un. Því þeirra fyrirmynda getuin við eigi vænst frá Englandi eða Ameríku, meðan þau halda þeirri stefnu, sem þau nú hafa tekið. í einu orði sagt, herinn er altaf og verður á öll- um tímum sú hætta, sem öllum stjettum, öllum stjórn- endum, og öllum þjóðfjelögum stendur mest hætta

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.