Dagur - 04.06.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 04.06.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úí einusinnt i viku. Árgangurínn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. iúlí. II. ár. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Akureyri, 4. jání. 1919. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 22. blað. Alvörumál. Margar eru þær þrautir og erfiðleikar, sem íslenska bændastjettin hefir haft við að stríða á liðnum tím- um, og heft hafa nauðsynlega framþróun landbún- aðarins. Margar eru þær plágur elds og ísa, er lam- að hafa þrek og frarosóknarþrá bændanna. En þó er það ein illvættur, sem flestum eða öll- um öðrum fremur hefir sogið merg og blóð úr íslensku bændastjettinni. Pessi óvættur er horfellisvofan. Alt frá landnámstíð hefir barátta staðið við fjanda þenna og stendur enn. Oftsinnis á hverri öld hefir illvættur þessi farið blóðugum krumlum um hverja sveit. Ætla mætti nú að eftir meira en tíu alda langa baráttu væru menn orðnir svo þroskaðir af reynslunni, að horfellishættan væri úr sögunni, eða bændur svo brynjaðir gegn henni, að þeir væru ó- hultir. En því er miður, að raunin er alt önnur. Lítum sem snöggvast á hversu nú er ástatt í þessu efni. Eins og kunnugt er var sumarið síðasta það mesta grasleysissumar, sem menn muna. Afleiðingarnar hlutu því að verða þær að búfjenaði fækkaði að miklum mun. Ef verð sláturfjárafurða hefði nú verið lágt, er óneitanlegt að freistingin hefði verið mikil fyrir bændur að setja fleira á en góðu hófi gegndi. En nú var verð á sláíurfjenaði hærra en nokkru sinni fyr, hausfið byrjaði með kuldum og skugga- Iegu útliti og öskufall var að skella á, sem búast mátti við, að tekið gæti af alla haga framan af veíri, eða að minsta kosti stórspilt þeim. Sýnist því svo sem freistingin til ógætilegs ásetnings hefði ekki átt að ieiða neinn á glapstigu. I stórrigningunum á síðastl. hausti skemdust mjög hey manna víðast hvar; reyndust þær skemdir miklu meiri en búist var við, er það helst afsökun á því hvernig fór. En augljóst var þó strax í haust, að um miklar skemdir var að ræða. Pó munu færri hafa tekið verulegt tillit til þeirra, þegar sett var á. Og tæplega hygg jeg að skemdirnar á heyjumim hafi orðið þeim mun roeiri en búist var við, að ekki geti jafnast við það hvað menn sluppu betur við öskufallið en áhorfðist. Veturinn síðasta er óhætt að telja með bestu vetr- um, og notaðist beit víðast mjög vel, þótt snögt væri undan sumrinu. Að rjettu lagi hefðu því hey- fyrningar átt að vera á hverjum bæ nú í vor. En hver er reyndin? Sárfáir bændur hafa hey aflögu, fjölda margir berjast í bökkum sártæpir, og ýmsir eru enn ver staddir — horfast I augu við helbleika horfellisvofuna. — Allir eru sammála um það, að ef vetur hefói ver- ið í harðara lagi og lcalt vor fylgt á eftir, þá heföu fjölda margir bændur stráfett fjenað sinn úr hor. Þetta er voðaleg niðurstaða. Svona er þá ástand- ið enn á þessu sviði landbúnaðarins, þrátt fyrir margra alda baráttu og dýrkeypta reynslu; þrátt fyrir aukna mentun og eggjunarorð okkar bestu manna. Hve lengi á svona að ganga? Hve lengi á að hlusta aðgerðalítið á hungurhijóð og þjáningastunur vesal- ings málleysingjanna og virða einskis þeirra hljóð- lausu bænir? Hver verður framtíð landbúnaðarins, ef aleiga flestra bændanna — búfjenaðurinn — er á hangandi hári, hvað lítið sem út af ber? Hjer er sú vá fyrir dyrum, sem hverjum hugsandi manni hlýtur að standa hinn mesti geigur af. Nú eru þeir tímar fyrir höndum, að meira reynir á þrótt, framtak og festu bændanna en nokkru sinni fyr. Öllum er ljóst, að Iandbúnaðurinn er orðinn langt á eftir öðrum atvinnuvegum. Sjávarútvegurinn, búinn öllum nýtísku tækjum, er að gersigra í samkepninni um verkafólkið. Pá eru og miklar líkur til að farið verði að reka hjer tröll- aukinn stóriðnað innan fárra ára, sem þá legst á eitt með sjávarútveginum að draga verkalýðinn frá land- búnaðinum. Er bersýnilegt að búnaðarhættir þurfa að gerbreytast, ef vel á að fara. En sú breyting verður erfið, hún gerir miklar kröfur til bændanna, meiri en nokkru sinni fyr; kröfur um dug og djarfa framsókn. En eini trausti grundvöllurinn, sém sú framsókn getur bygst á, er vel trygður, arðsamur bústofn bændanna. Sje búfjenaðurinn eins ótrygg eign og nú á sjer víða stað, þá eru allar vonir um stórstígar búnaðarframfarir ekkert annað en spilaborg, sem hrynur hvað lítið sem á hana er andað. Og ef íslenskir bændur bera ekki gæfu til að kveða til fulls niður horfellisvofuna nú þegar, þá er dauðadómur uppkveðinn yfir landbúnaðinum sem glæsilegum, þróttmiklum atvinnuvegi. Hvaða úrræði eru þá hjer fyrflr hendi? Ekki vantar það að ýmislegt hefir verið reynt til umbóta í þessu efni, bæði af hinu opinbera og ein- stökum mönnum, og sem betur fer er um nokkra framför að ræða, en okkur gengur svo grátlega seint, það er meinið. Síðasta umbótatilraunin frá hinu opinbera eru forðagæslulögin, sem nú eru nokkurra ára gömui. Eins og kunnugt er, hafa forðag.lögin tvennskonar tilgang. í fyrsta lagi eru lögin dýra- verndunarlög, þau eiga að koma í veg fyrir að hús- dýrunum sje misboðið með ónógu fóðri eða illri aðbúð. í öðru lagi eiga lögin að sporna við því, að búfjáreigendur geri sjálfum sjer og öðrum efna- legt tjón með illum áselningi. Því neitar víst varla nokkur, að lög, sem hafi þetta markmið, sjeu nauð- synleg, En þau þurfa að ná tilgangi sínum, annars eru þau verri en engin lög. Og hvernig fullnægja nú forðag.Iögin okkar þessu skilyrði? Að mínu áliti, og eftir minni reynslu, eru þau því miður þannig úr garði gerð, að mikið vantar á að þau geri það gagn, sem þeini er ætlað. í reyndinni virðast þau litla yfirburði hafa yfir horfellislögin gömlu. Höfuðorsakirnar til þess að lögin hafa reynst svo ófullnægjandi eru að minni hyggju þessar: í fyrsta lagi: Hugsunarleysi á því málefni, sem lögunum er ætlað að styðja. í öðru lagi: Lögin að sumu leyti á röngum grund- velli reist og þar á ofan stórgölluð. Af þessum tveim orsökum fæðist svo hin þriðja: Óvinsældir alrnennings. Með lögunum, eins og þau eru nú, er alt of mik- ið gert að því að knjesetja bændur. Þeim eru lagðar lífsreglurnar, það er hugsað fyrir þá að mestu leyti og þeim sagt: svona áttu að hafa þetta og ekki öðruvísi. Petta vekur hjá þeim mótþróa og gremju, ekki síst þegar þeir finna að lögin og reglurnar, sem þeir eiga að lúta, eru að ýmsu leyti gölluð. Mótþróinn veröur hjá þeim aö fyrirlitningu, öll sjálfstæð hugsun og framkvæmd Iamast og er byrgð inni, og þeir líta á lögin eins og hvimleiðan gest, sem ekki er hægt að losna við, en sjálfsagt er að hafa sem minst fyrir. Að þessu leyti er grundvöll- ur laganna óheilbrigður. Forðag.lögin þurfa að miða að því að vekja til umhugsunar um ásetningsmálið og það verður væn- legast með því að fá þeim, sem það varðar, mál- efnið sjálft í hendur að mestu leyti og knýja þá með því til hugsunar og starfa. En styðja þá auð- vitað að verki og hafa sem best efíirlit með að þeir geri skyldu sína, Á þessum grundvelli þurfa lögin að standa. Allir, sem kynst hafa lögunum, hafa efalaust fund- ið á þeim ýmsa slæma galla. Langstærsta gallann tel jég, hvað vald forðagæslumanna er takmarkað. Ef nokkur alvara á að vera í íögunum — og þess þarf vissulega — þá verður forðagæslum. að hafa skýlaust vald til að skipa mönnnm að skera af heyj- uni að haustinu, ef hann telur þess þörf. fJað þarf að byrgja brunninn, áður en barnið dettur í hann. Það gerir forðag.m.Jdeigan að hann finnur, að vald hans er svo takmarkað sem nú er og að það kostar mikla vafninga og krókaleiðir að koma sínu fram, ef það annars er unt. Ef hins vegar væri um ótvírætt vald að ræða í þessum sökum, þá mundi hver góður forðag.maður jafnframt finna til þeirrar miklu ábyrgðar, er á honum hvíldi, og sú tilfinning yrði honum besta hvötin til að leysa staríið vel og samviskusamlega af hendi. Þá tel jeg það óheppi- legt — sem víðast mun vera — að forðag.maður skuli einn látinn ákveða, hve mikið fóður ætla beri hverii skepnu. Vill það ákvæði að sjálfsögðu breyt- ast í hvert sinn sem mannaskifti verða og getur valdið ruglingi og óánægju. Heppilegra tel jeg, að fleiri hafi þar íhlutunarjett, svo ráð liinna reyndustu manna geti komist að. Og að ákveðið sje í hverri sveit í eitt skifti fyrir öll, hve háar kröfur beri að gera í þessu efni. Fleiri galla mætti nefna á lögun- um, en jeg læt þetta nægja. Meira. Utan úr heimi. Frjettafátt af friðarráðstefnunni. Frestur Pjóðverja var útrunninn 29. maí. Einka- skeyti segir, að bandamenn ætli að svara gagnskilyrðum Pjóðverja, ætla þeir eftir því ekki að kyssa orðalaust á vöndinn. Sjómannaverkfalli í Khöfn afstýrt með því að gengið var að aðalkröfum sjómanna. Fyrsti íslenskur ríkisráðsfundur var hald- inn í Fredensborgarhöll 29. maí. Konungs- veisla um kvöldið. (Frjettariiari Dags, Rvík.) iV agnús J. Kristjánsson alþm. kom hingað með Sterling á miðvikud. va'" og dvclur hjer í bær.um um tíina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.