Dagur - 04.06.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 04.06.1919, Blaðsíða 2
50 DAGUR. „Móðgun“, „tortrygni“ og „atvinnurógur“. Hr. Jón S. Espholin hefir fylst vandlætingu út af gieininni »Jarðræktin og Búnaðarfjelag íslands« í 19. tbl. Dags þ. á. Segir liann í íslendingi 30. maí, að setningarnar: »Rað gefur að skilja að mennina vantar sjerþekkingu og reynslu um þær vjelar, er þeir kaupa. Hjer getur því ekki verið um annað en tilraunir að ræða,« sjeu »beinlínis móðgun og tor- trygni gagnvart sjer og andi greinarinnar ekki laus vlð að vera atvinnurógur gagnvart firmanu,« þar sem það hafi áður verið auglýst í Degi, að firmað hafi gengist fyrir því að mynda fjelagsskap, til þess að fá hingað vissa dráttarvjel — »CleveIand« — á þessu sumri. »Móðgunin, tortrygnin og atvinnurógurinn« ér sam- kvæmt þessu í því fóigið, að telja það ekki óyggj- andi vissu, er stendur í einni auglýsingu. Án þess að gera lítið úr auglýsinga-viskunni, heldur Dagur því hiklaust fram, að meðmæli frá Búnaðarfjelagi ís- lands, sem bygð væru á staðreyndum, væri margfalt tiyggari leið, þegar um kaup á jarðyrkjuvjelum er að ræða, heldur en auglýsingar kaupsýslumanna, hversu góðan viija sem þeir hafa. Auðvitað efast Dagur ekkert um það, að hr. Jón Espholin gangist fyrir kaupum á þeirri vjel einni, er hann álítur besta.. En vissuna fyrir því að hún reynist vel og eigi við hjer á landi, getur hann ekki haft, því sú vissa fæst með engu öðru en reynslunni einni, og hana hefir J. E. ekki. Að sjálfsögðu hafa forgöngumenn Akrarnessvjelar- kaupanna ætlað, að þeir keyptu bestu vjelina, sem völ var á. En nú hefir þó sá dómur verið upp kveðinn, að hún eigi ekki við hjer á landi. Rrátt fj'rir grein hr. Jóns Espholin í íslendingi, stendur það enn óhrakið, að best færi á því að til- raunir með jarðyrkjuvjelar hjer á landi færu fram undir einni stjórn, þ. e. Búnaðarfjel. íslands. Rað er ómynd, ef fjelagið lætur sig það mál engu skifta í framtíðinni. En á meðan málið kemst ekki í það horf, verða einstakir menn að gera slíkar tilraunir, og þeir sem í þær ráðast, í meiri og minni óvissu, eiga heiður sldlið, eins og áður hefir verið tekið fram. Hr. Jón Espholin segir um greinina í Degi: »Ef hún hefir nokkur áhrif, þá verður hún aðeins til að gera menn hikandi og dreifa huga þeirra, sem kynnu að hafa haft í hyggju, að talca þátt í fjelagsskapnum.* Hann efast því um það, að greinin hafi haft nokk- ur áhrif í þessa átt, en gerir hinsvegar ráð fyrir að svo kunni að hafa verið. Með öðrum orðum: hann veit ekkert um þetta. En síðar í sömu grein segir hann: »Jeg hefi nú fengið áþreifanlega sönnun fyrir því, að Dagur með grein sinni hefir aftrað þátttöku í dráttarvjelarfjelaginu fyrirhugaða.« Dagur leiðir sinn hest frá því að koma því heim og saman, hvernig hr. Jón Espholin hefir fengið áþreifanlega sönnun fyrir því, sem hann veit ekkert um. Ýmislegt í greininni, sem málinu er óviðkomandi, leiðir Dagur hjá sjer. Einnig hnúturnar til bænda. Stóryrðin, sem áður hefir verið getið, eru fyrirgefin. Úr Reykjavík. Nýlátnar eru frúrnar Guðríður Thorsteinsson og Lovísa Jensson. Fossamálið rækilega rætt í Tímanum áður póstur fór. [Frjettaritari Dags, Rvik.J Úr bænum. 6. Bekkur. Steinþór Guðmundsson skólastjóri biður þess getið, að skólanefnd kaupstaðarins hafi ákvarðar, að 6. bekk við barnaskólann hjer verði clcki Fasteignir til sölu. 1. Húseignin Garður á Akureyri er til sölu og íbúðar nú þeg- ar. íbúðarhúsið er 12+10 álnir, einlyft með kjallara, Húslóð- in 18 ferfaðmar. Ásamt húsinu er og selt sem eign tún um- hverfis húsið með sáðgörðum og peningshúsi, 1027 ferfaðmar. 2. Erfðafestuland c. 2 dagsláttur, ræktað. 3. Erfðafestuland c. 3 dagsláttur að mestu ræktað. Bæjarstjórn Akureyrar hefir forkaupsrjett að erfðafestulöndunum. Tilboð í húseign með túni umhverfis og tilboð í hvort erfða- festulandanna fyrir sig, sendist skiptaráðanda Akureyrar ekki síðar en föstudag 13. þ. m. í lokuðu umslagi auðkent „Garður“. Að fengnum tilboðum afræður skiptafundur í búi Magnúsar Jónssonar frá Garði hvort og þá hverju tilboðinu skuli tekið. Skiptaráðandi Akureyrarktupstaðar 3. júní 1919. Páll Einarsson. haldið uppi á næstá vetri, nema að minsta kosti 15 nemendur æski þess, og með því að bráðlega þurfi að taka ákvörðun um það, hvort 6. bekkitr verði eða ekki, þá verði foreldrar eða aðstandendur þeirra barna, sem njdta vilja lcenslu í hor.urn að láta sig vita um það eigi síðar en 10. júní næstk. Hátíðisdagur kvenna. Eins og auglýsing í blað- inu ber með sjer, verður rjettarbótardagur kvenna, 19. júní, haldinn háííðlegur hjer á Akureyri í vor. Landsspítalasjóðsnefndin í Reykjavík hefir sent áskor- un til allra íslenskra kvenna, um að dagsins yrði minst í hverju hjeraði landsins og er vel til fallið, að konur á Akureyri ætla að fyigjast þar að málum. Mun enginn vafi á, að bæjarbúar taki þessu vel, styðji gott málefni og sýni þessum hátíðis- og minn- ingardegi kvenna sem mestan sóma og velvilja. Leiðrjetting. í þriðja hefti Fylkis, bls. 32 og í 4. hefti satna rits, bls. 4, standa orðin: til iðnaðarnáms. Þetta er rangt og eins ályktanin, sem þar fylgir; sjá alþing- istíðindin frá 1917 — 18, A-flokk 19. hefti, þingskjal 960, bls. 1535, gr. 56. Par standa orðin: til iðnað- arnota. Ressa leiðrjettingu eru lesendur beðnir að taka til greina. Akureyri 21. maí 1919. F. B. Arngrimsson. Tveir góðir reiðhestar óskast leigðir í sumar í fimm vikna trúboðsferð. Ljett brúkun og nærgætin meðferð ábyrgist. Menn semji við mig fyrir miðjan mánuð. Arthur Gook. góða og alþekta — 3 stærðir — á kr. 110—250 fæst hjá Pjetri Pjeturssyni. 19. júní. — Hátíðisdagur kvenna. — Nokkrar konur hjer í bænum hafa kom- % ið sjer saman um að ha!da kvöldskemtun þann dag, til ágóða fyrir Landspítalasjóðinn. Jafnframt verða seldar veitingar í sama augnamiði. Allir, karlar og konur, sem vilja styðja að þessu með gjöfum eða á einhvern ann- an hátt, eru beðnir að snúa sjer til ein- hverrar af þessum konum: Guðfinnu Antorisdóttur, Ingibjargar Beneáiktsdóitur, Aðalstrœti 42. Hafnarstrœti 37. Guðrúnar Hliðar, Kristinar Eggertsdóttur, Breiðabliki. Strandgötu 7. Þóru Havsteen, Valgerðar Ólafsdóttur, Strandgötu. Brekkugötu. NEFNDIN. Skilvinduolia mjög góð, fernisoíia Og íerpentína fæst í Kaupfjelagi Eyfirðinga. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.