Dagur - 25.06.1919, Blaðsíða 1

Dagur - 25.06.1919, Blaðsíða 1
DAGUR kwiur úit einusinní i viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. Ritstjóri: Ingimar Eydal. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsími 112. II. ár. Akureyri, 25. jání. 1919. 25. blað. Þvottaduftið Read Seal Lye kaupa allir, sem einusinni hafa reynt það. Verslun P. Pjeíurssonar. Fyrir stríðið. (f grein þessari gefur á að lífa hvernig einn helsti hag- fræðingur í Austurríki leit á hlutina, áður en heimsstríðið skall á). Margt hefir verið skrifað og mörgu hefir verið stungið upp á, til að bæta kjör almennings, jafna efnahag manna og nieð því draga úr voðanum, sem virðist vera að draga fólkið dj;pra og dýpra í spill- ingu og hnignun. hað er haft eftir gömlum og fjölfróðum Kínverja, »að allir klækir orsakist af örbirgð, örbirgðin sje ekki annað en vöntun matvæla, en matvælavöntun- in sje aftur að kenna vanrækslu jarðyrkjunnar.« Menn eru líka víðast hvar að komast að sömu niðurstöðu og þessi Ktnverji. Væri hægt að dreifa hinum iðju- lausa og soltna miljónamtrg stórbæjanna tít yfir lönd- in, sem flestöll standa að miklu leyti óyrkt ennþá, og ef falcast mætti að koma þessu fólki til að gresja og plægja jörðina og neyta síns daglega brauðs í sveita síns andlitis — þá muridu upprenna betri tím- ar og hagsæ’d manna vaxa. Og enn betri öld mundi upprenna, ef unt væri að fá alla, sem nú ganga iðjulausir en hafa nóg efni úr að spila — til að taka þátt í yrkingu jarðarinnar, cg hjálpa til þess að jöfnuður yrði á allri velmegun fólksins. Nafnkunnur austurrískur hagfræðingur, Hertzke að nafni, hefir reiknað mjög nákvæmiega út, hvað Aust- urríkismenn þyrftu að leggja á sig mikla vinnu dag- lega, til þess að framleiða Iffsnauðsynjar sínar — ef allir verkfærir menn vildu leggja til krafta sína. Hann gerir ráð fyrir, að vinnunni væri skift á milli manna eftir getu þeirra og hæfileikum, að þeir hefðu sömu verkfæri, og önnur tæki, er nú tíðkast — og að í landinu væru þær verksmiðjur, sem nauðsynlegar væru til framleiðslu allra hluta, sem nútfminn kref- ur. Honum hefir reiknast, að ef hægt væri að koma þessu í kring, jjyiftu — þær 5 miljónir verkamanna, sem í landinu eru — að vinna aðeins eina klukku- stund og 22 mínútur í 300 daga — og gætu þá allir Austurríkismenn, sem eru 22 miijónir alls, feng- ið alt sem þeir þurfa — hús og heimili, fæði og klæði og alt sem er nytsamlegt — af lífsins nauð- sytijum. En ef þeir ættu auk þess að framleiða all- an munað og óþarfa, sem áriega brúkast, þyrftu þeir að vinna tvær stundir og 12 mínútur. — Hvernig stendur nú á því, að verkainenn í Austurríki eru á- nægðir, ef þeir geta fengið vinnu og slíta kröftum sínum við 11 tíma strit til að afla sér daglegs brauðs. Ástæðan er sú, að þeim er neitað að yrkja þá jörð, sem getur gefið af sér flestallar lífsnauðsynjar. Mesti hluti landsins er önotaður eða ilía notaður — og verkamennirnir ganga iðju'ausir, vinnulausir með hendur í vösum og soltnir um götur stórborganna, og geta engu orkað, af því lög og landsvenja er í mesta ólagi og öllu rjettlæti ábótavant. Þeir, sem vinna, verða að keppast við fram á dimma nótt, af því þeir vinna ekki í eigin þarfir eða sinna lands- manna og meðbræðra, heldur í þarfir auðmanna, sem græða á vörunni með því að senda hana á út- lendan markað — langar leiðir út úr landinu. Og því meir sem verkamennirnir framleiða af þessum vörum, þess bundnari verða þeir í báða skó við auð- mennina, sem eiga landið, án þess að hafa vit og vilja til að nota sjer það eins og skyldi. Peir kaupa verkamennina, kaupa tíma þeirra og vinnuþrek til að keppast við frá morgni til kvölds við að fram- leiða ýmsar dýrar nauðsynjavörur, sem þeir senda út úr landinu, til að kaupa fyrir allskonar óþarfa og dýran glysvarning, sem prýðir heimili Iandeignamann- anna ríku og iðjulausra auðmanna, sem ekkeit fram- leiða, og seinast en ekki síst gull og gimsteina og dýrindis klæði handa heimtufreku, heimsku og hje- gómagjörnu kvenfólki sínu. Pað er með öðium orðum svo, að alt erfiði og strit verkamannanna gengur til þess, að vinnuveitendurnir og landeigend- urnir verði ríkir, — síðan nota þeir'auðinn — ekki til þess að bæfa kjör veikamannanna og fátækling- anna kringum þá — heldur til að kaupa enn meira land, leggja undir sig meir og meir af arðlandi, og verður þá seinni villan verri en hin fyiri; því þeir nota hin auknu völd sín til þess að ráða ytir enn fleiri verkamönnum og geta skamtað þeim úr hnefa eftir sínum geðþótta. Og þegar þeir loks hafa feng- ið eins mikið land til umráða og þeir komast yfir, nota þeir það eigi eins og skyldi — gjöra það ekki írjósamt og auðugt — heldur nota auð sinn til að takmarka alla framleiðslu, með því að kaupa þá vöru sem framleidd er, og halda henni í eins háu verði og þeim er unt. Peir kaupa landið, en líka húsin, sem fólkið á að búa í — og ráða síðan húsaleigunni; þeir kaupa allar járnbrautir og ráða hvað flytst eftir brautunum og öllu farmgjaldi á þeim. Bændurnir, sem leigja jarðir auðmannanna, fá þær máske með skaplegum leigumála, en allar lífsnauðsynjar sínar verða þeir að kaupa því afarverði, sem auðmennirnir setja á þær. En þær afurðir, sem bóndinn hefir að bjóða — kjöt, ull, korn, ávextir — alt verður hann að selja auð- mönnum með því verði sem þeim líkar — því þeir eiga að græða á því, en ekki bóndinn. Þó kjöt og aðrar landafurðir hafi stígið feikilega á síðustu árum, þá er það ekki bóndinn sem græðir á því — hann fær aðeins lágt verð fyrir það eftir sem áður. Nei, gróðinn lendir hjá auðmönnunum. Þeir taka við kjötinu t. d., og af því þeir koma því ekki öllu út í einu — geyma þeir það í frysti- og kælirúmum — óskemt, þangað til eftirspurn er orðin nóg, svo hægt sje að færa upp verðið á því enn meira. Sama gildir um smjör og egg, epli og ávexti og allar landafurðir. Jafnvel hveitið er sífeldum verðbreyt- ingum undirorpið fyrir miskunarjausa aurafíkn milj- ónaeigendanna. Pegar nú bændurnir og jarðyrkju- mennirnir verða þannig, eins og verkamennirnir, öld- ungis háðir vilja og gróðafíkn hinna voldugu auð- kýfinga, þá er ekki að undra, þó margir þeirra flýi landið og leiti til stórbæjanna í von um meiri ágóða við vinnu þar, en sú von vill oftast bregðast og kemur mörgum á kaldan klakann. Þannig rekur ein villan aðra — ekki síður í Ameríku (þar sem auð- valdið, eins og því er nú lýst, á einkum heima), en Ollum þeim, sem heiðruðu jarðarför systur okkar, Guðrúnar sál. Kristjánsdóttur, vott- um við innilegustu og bestu þakkir. Akureyri 21. júní 1919. Systur hinnar Iátnu. í Evrópu. Par er sama ólagið óðum að komast á, í öllum löndum — mest þeim, sem lengst eiga að heita komin í menningu. í öllum þessum löndum liggja ótal ágætar landspildur óunnar og ónotaðar — jafnvel í hjeruðum eins og t. d. á Austur-Prússlandi, sem er ágætt hveiíiland, liggja ósánir akrar. Eins er á Englandi og Frakklandi. En í öllum þessum lönd- um aukast tollar og tíundir, auðvaldið vex og magn- ast við samtök og hringa auðmannanna, sem koma sjer saman um að reita og rýja þá efnaminni. Pað er engin furða, þó að jafnaðarmenskan nái út- breiðslu, að þeir veikari reyni einnig að sameinast í baráttunni móti þessum ófögnuði, og engin furða er á, þó sumir grípi til þeirra örþrifaráða að vopn- ast, og reyni með skotvopnum og skaðvænum sprengivjelum að koma hreyfingu á ástandið, í þeirri von, að úr megi rætast. Steinn. Landsmálafundur. Föstudaginn 20. júní var, að undangengnu fund- arboði frá nokkrum kjósendum á Akureyri, haldinn landsmálafundur í samkomuhúsi bæjarins kl. 9 e. h.. Eftir að alþingismaður M. Kristjánsson hafði talað á víð og dreif um landsmál og framtíðarhorfur, var fossamálið tekið fyrir, og eftir langar umræður samþ. svohljóðandi tillaga í einu hljóði: »Fundurinn telur sjálfsagt, að komandi alþing taki fossamálið til sem rækilegastrar meðferðar og leggi málið sem best og skýrast undirbúið fyrir þjóðina fyrir næstu kosningar. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að þingið endurbæti lög um hlutafjelög, er tryggi ríkið sem best gegn útlendu auðvaldi og erlendum og inn- lendum fjárglæfrum.« Eftir stuttar umræður um vitamál, var samþykt með samhljóða atkv. svohljóðandi tillaga: »Fundurinn telur sjálfsagt, að vitar þeir, sem vita- málastjórinn hefir tagt til að reistir verði við Eyja- fjörð, verði teknir á fjárhagsáætlun þá, sem lögð verður fyrir komandi alþing.« Uin einkasölu á kolum var samþ. svohljóðandi til- laga með 17 atkv. gegn 2: »Fundurinn lítur svo á, að rjett sje að halda einka- sölu á kolum fyrst um sinn. Pó með því skil- yrði, að verð á kolum sje ekki hærra, en vera myndi með frjálsri verslun.« Pegar tvær seinni tillögurnar voru samþ. var kom- ið nálægt miðnætti og margir gengnir af fundi, en fundarmenn voru í fyrstu um 200. Að framkomnum fyrirspurnum, gaf þingm. þær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.