Dagur - 25.06.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 25.06.1919, Blaðsíða 2
56 DAGUR. skýringar um fjárhag landsins — eftir því er hann vissi best, að hann myndi, framar öllum vonum, góður, og alls ekki eins slæmur og margir vildu halda á lofti. Ekki bjóst þingm. við, að verð á kol- um og steinolíu myndi lækka fyrst um sinn, þar sem svo miklar byrgðir væru nú i landinu af þess- um vörutegundum. Kl. 12V2 e. miðn. voru svo margir gengnir af fundi, að fundarstjóri sá ekki fært að halda lengur áfram og sagði því fundi slitið. Bjarni Jónsson fundarstjóri. Halldór Friðjónsson ritari. Utan úr heimi. Friðarsamningarnir verða undirskrifaðir. Pýska þingið samþykkir þá með fyrirvara um sektarviðurkenninguna og framsal þýskra borgara undir dómstól bandamanna. (Frjetiariiarí Dags, Rvik.) Ur Reykjavík. Tímans menn efna til landsmálafundár á Ring- völlum. Koma menn þangað úr öllum sýslum, sjó- veg og landveg, — fjöll sumir hverjir. AIIs verða þar á annað hundrað manns. [Frjettaritari Dags, Rvík.J Hrærigrauturinn. Karl er maður nefndur og er Nikulásson. Hann er umboðsmaður fjelagsins, sem verslar með stein- olíuna, og er illa við alla einokun, sem vonlegt er. Hann er og stundum ritstjóri íslendings. Rísa þá mjög á honum broddarnir gegn þingi og stjórn. Rótast hann þá svo um, með aðstoð Einars á Stokka- hlöðum, að alt ætlar að verða að flagi. Ekki er mjer kunnugt, að hann hafi hingað til lagt á fleira gjörfa hönd en þetta, sem nú er talið. En í 27. tbl. Islendings virðist koma fram hjá hon- um náttúra í þá átt, að auðga móðurmálið að nýj- um orðum. Mætti svo fara, ef því hjeldi fram, að fslendingur yrði gullnáma fyrir orðabókahöfundana. Er það að sönnu meira en nokkur hafði búist við af Karli. En »lengi skal manninn reyna«. Retta nýja snjallyrði bráðabirgðaritstjórans er orð- ið »kraftflón«. Að sönnu skal það játað, að eg skil ekki til hlýtar við hvað er átt. Samsetningin er svipuð og í orðinu »Karl-fIón«, en meiningin er sjálfsagt eitthvað veiga- meiri. Tilefni þess, að jeg drep á þetta, er það, sem nú skal greina: Fyrir nokkrum dögum áttu þeir tal saman, Stefán alþm. í Fagraskógi og Sigurður Hlíðar ritstjóri. Ljet Sigurður þess getið, að sjer væri kærkomið að fá þingmálafundargerðir til birtingar í íslendingi. En þar sem Sigurður var þá á förum á Ræktunarfjelags- fund, bað hann um, að fundargjörðunum yrði komið til Karls Nikulássonar, því hann sæi um ritstjórn blaðsins í fjarveru sinni. Eg, sem þessar línur rita, afhenti svo K. N. fund- argjörðirnar, og vildi með því sýna honum og blað- inu fulla kurteisi. Nú er komið sýnishorn af því, hvernig hann, sem ritstjóri, lætur sjer sæma að fara með málið. Hann notar sjer þá aðstöðu, að hann hefir fundargjörðirn- ar í höndum, til að færa alt úr lagi. Hrærir öllu saman, birtir ekkert ólilutdrægt, og það sem hann birtir er lítið annað en fjandsamleg gagnrýning á 20 duglegar stúlkur vanar síldarsöltun, geta fengið atvinnu í sumar á Pórsnesi. Géð kjör i boði! Komið í „Hamborg“ og semjið. sumum þeim tillögum, sem fundirnir hafa samþykt. Er jeg þess fullviss, að Sigurður Hlíðar hefði kunn- að þar betur kurteisina. Ekki er goti að vita hvert ummæli K. N. um stjórn- arskrármálið stefna. Næst Iiggur að skilja þau svo, að honum finnist það vanræksla, að fundirnir sam- samþykki ekki neitt um þær breytingar á stjórnar- arskránni, sem af sambandslögunum leiða. En hvað eiga þingmálafundir að samþykkja um breytingar, sem sjálfsagðar eru 'og fyrirfram ákveðnar? Rá er og einnig á honum að heyra, að allir hafi kosningar- rjett, sem eru 25 ára að aldri — konur líka, og því hafi verið óþarft að samþykkja nokkuð um það. Rað skal fúslega viðurkent, að ritstjórar hafa allra manna besta aðstöðu til þess, að koma fáfræði sinni og skilningsleysi á framfæri. En hitt er ekki jafnsjálf- sagt, að þeir sjeu svo framhleypnir, að nota hvert tækifæri til þess að auglýsa það alþjóð manna. . Pá virðist K. N. vera í nöp við einkasölu lands- stjórnarinnar á kolum. í því sambandi nægir að benda á það, að það er einn af starfsmönnum stein- oIíuféIagsins,/sem heldur á pennanum. Og þá er nú tunnutollurinn. Pað er að skilja á ritstjóranum, að með honum sé syndamælirinn fyltur, fyrst hann er ekki látinn ganga npp í kolatapið, eins og íslendingur stakk upp á, en hann flutti tillöguna um sama Ieyti og bráðabirgðalögin voru staðfest. Ekki er nú útséð um það enn, hvort ekki þurfi á tunnutollinum að halda í því augnamiði, þó einka- sölunni verði ekki hætt að svo stöddu. En ritstjórinn virðist álíta að það sé það eina, sem rjettlæti tunnu- tollinn, líklega veit hann þó, að tilgangur laganna var ekki eingöngu, og ekki aðallega sá, að fá aura upp í kolatapið. Pá setur ritstj. tunnutollinn í samband við aukinn styrk til Búnaðarfél. íslands. Virðist sá hrærigrautur gerður til að fjandskapast við Búnaðarfél, og þá jafn- framt við landbúnaðinn. Bjarnargreiða tel eg þetta við aðalritstjórann, sem er dýralækuir og hlýtur, stöðu sinnar vegna, að vera hlyntur Iandbúnaði, auk þess sem hann er einn af stjórnendum Ræktunarfjelags Norðurlands. Pví sennilega myndi þó Ræktunarfje- laginu skina eitthvað gott af auknum styrk til Bún- aðarfjelagsins. Annars þýðir ekki að vera að tala um K. N. í sambandi við búnaðarmál. Eg geri ekki ráð fyrir að orð hans um þau verði metin að neinu. Jeg hefi ekki tíma til að sinna bráðábirgðaritstjór- anum meira nú. Hefi í öðru þarfara að snúast. En þar sem jeg er á förum burtu, þá býst jeg við, að hann geti að mestu leyti óáreittur, vonskast við mig í bili. En jeg vona, að jeg fái þá tíma til seinna að tala við hann betur, ef jeg þá met hann svo mikils. Pvætting Einars á Stokkahlöðum í áðurnefndu tbl. íslendings virði jeg ekki svars. Eyrarlandi, 23. júní 1919. Einar Árnason. • • ^|LLUM Akureyrarbúum sendum við okk ar innilegasta þakklæti fyrir höfðing- lega móttöku og allan velvilja, sem við og börn okkar hafa notið við heimkomu okkar hingað til Akureyrar. Karólína Guðlaugsdóítir. Jóhannes Jósefsson. Víkingskilvindan góða óg alþekta — 3 stærðir — á kr. 110—250 fæst hjá Pjetri Pjeturssyni. Fernisolía 2 tegundir, á Kr. 2.80 og 3.40 pr. kg. og Terpentina á Kr. 2.00 pr. kg. fæst í KAUPFJELAGI EYFIRÐINGA. 19. júní. Hátíðahald höfðu konur hjer í bæ þann dag, eins og getið var um í síðasta blaði, Samkomusal bæj- arins höfðu þær skreytt íslenskum fánum og í barna- skólanum mætti augað fjölbreyttu fánaskrauti og marg- víslegri prýði, bæði utan húss og innan. Kvöld- skemtunin hófst í samkomusalnum kl. 7 síðdegis. Kristín Eggertsdóttir gestgjafi hóf samkomuna með snjallri ræðu, þá söng Póra Matthíasardóttir, Stein- þór Guðmundsson flutti erindi um menningaráhrif rjettinda, og dváldi mest við jafnrjetti kvenna og karla. Eftir nokkurt hlje söng barnaflokkur nokkur lög, undir stjórn Magnúsar Einarssonar organista. Frú Kristín Matthíasson las upp tvö æfintýri eftir Ólöfu frá Hlöðum. Loks söng Gunnar Pálssön nokkur lög. Prentsmlðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.