Dagur - 02.07.1919, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1919, Blaðsíða 4
60 DAGUR. KNATTSPYRNUMOT fyrir Norðlendingafjórðung er í ráði að verði haldið á Akureyri í haust — dagurinn verður síðar ákveðinn. — pgT Kept verður um verðlaunagrip. “‘fH Pau fjelög, sem taka vilja þátt í mótinu, gefi sig fram fyrir 1. ágúst n. k. við hvern okkar undirritaðan. Akureyri, 30. júní 1919. í knattspyrnunefnd U. M. F. Akureyrar. Kristján Karlsson. Steindór Hjaltalin. V. P. Þór. ein- Gerti. Jacobsen & Co A|S Bergen, Norge. Telegrafadresse Gerco. Mottar til forhandiing alle sorter Islandske produkter, besörger indkjöpt og avsendt tönder og salt m.m. með rimelig provision. Referance Bergens Kreditbank. Kaupfjelag Eyfirðinga hefir nýlega fengið: Margar tegundir af sumarskóm (Hedebo). Góð og ljett vatnsleðursstígvjel handa kvenfólki, og mjög ódýrar kvenolíutreyjur. Ennfremur miklar birgðir af leðurvöruui svo sem; Hnökkum og ólum allskonar, reiðgjörðum, axlaböndum, pyngjum og seðlaveskjum. á stofn tveggja ára samvinnuskóla á næsta hausti. Ennfremur var samþykt í einu hljóði, að sambandið styrki samvinnublöð. A!ls voru tekin fyrir 22 mál. Alpingi var sett í gær. Sjera Kristinn Daníels- son prjedikaði í dómkirkjunni. Þingfundum verður frestað næstu daga, því 5 þingmenn eru ókomnir ti! bæjarins. Pað eru: Magnús J. Kristjánsson, Ein- ar Arnason, Sigurjón Friðjónsson, Benedikt Sveinsson og Karl Einarsson. Gömul kona varð undir bifreið í Bankastræt' og beið bana af. [Frjettaritarí Dags, Rvik.] Arsrit Hins ísl. fræðafjelags, 4. ár. hessi árgangur er svo fróðlegur og fagurlega úr garði gerður, að hann táknar með efni sínu ný tfmamót í ritstefnu til vakningar alþýðu — eins og ár þetta í stjórnmálasögu lands vors — tímamót, svipað og á dögum fjölnismanna fyrir 80 árum. Stingur þessi árgangur mjög í stúf við allan hávað- ann af blöðum og ritum hjer heima, því sjerdrægni og ofrembingur (chauvinisme) smásálarmanna minkar oft ótrúlega þegar út fyrir hafið kemur, enda er Höfn gamla í miðjum hugsjónastraumi Norðurlanda. Fyrst flylur ritið ljómandi skemtilega æfisögu hins mikla og ágæta Alex. Humbolts (d. 1859, níræður) eftir snilling vorn Porv. Thoroddsen, bara til að mýkja munninn, og líkt má segja um æfiágrip hinn- ar miklu skólakonu Zahle, eftir Ingibj. Ólafsson. En svo byrjar meistari Bogi Th. Melsteð langar og merkilegar kenningar um vor stjórnarfarslegu tímaskifti, og 12 greinir um skyldur þjóðar vorrar, kosti og bresti, hag og horfur, og veit jeg ekki hvort meira má undrast, gerþekking höfundarins á öllu ástandi hjer heima, ellegar áhuga hans og vand- læting um, að öll urnbótaviðleitni vors nýfædda kot- rikis megi stefna í skynsamlega og siðbætandi átt. Svo er höf. kunnugur öllu, og einkum göllunum, að hvern sem les rekur í rogastans, enda er athug- andi, að Melsteð hefir aldrei búið langdvölum ytra í senn, heldur aftur og aftur komið heim og kynt sjer landið horna á milli, og svo að segja hvorki gleymt búri nje eldhúsi, auk heldur öllu úti við. »Hann fór rjett að öllu og kom hverju lambi á spena,« segir Svb. Egilsson, að Hómer segi um ris- ann Polyfemos. Melsteð er framúrskarandi hagsýnn, nærgætinn og glöggskygn á alla verulega hluti. Hef- ir honum mjög heimskulega verið ámælt, sem litlum hugsjónamanni og stirðum ritara, en það hafa verið sleggjudómar óvildarmanna hans. Hitt er satt: Hann lætur staðreyndir ávalt ganga fyrir getgátum og hug- smíðurn, og fyrir þá sök hygg jeg að ísiendinga- saga hans sje tnerkilegra ritverk en alþýða vor kann að meta, og engin ísl. sögurit þykja mjer þroskaðri en Melsteðs, þó að þur sjeu með köflum. En hjer kemur Bogi Melsteð fram með nýjum anda óg al- vöru á nýjum tímamótum. M. J. Ur bænum. Lögregluþjónsstaðan nýja er nú veitt Birni Ás- geirssyni. Eins og menn muna gat bæjarstjórnin ekki afgreitt þessa veitingu. En það varð að samkomulagi, að bæjarfógeta var falið að veita stöðuna. Fjársöfnun. 17. Júní áskotnaðist heilsuhælissjóð Norðurlauds alls kr. 904,12. Voru það tekjur af hátiðahaldi dagsins hjer í bænum — Ungmennafje- lagið borgaði kostnaðinn við hátiðahaldið, — Jóh. Ragúels kaupmaður gaf V2 andvirði seldra veit- inga þann dag og H. Einarsson myndasmiður andvirð' seldra mynda. - 19. júní safnaðist 1284 kr. í land- spítalasjóðinn J ágóði af kvöldslcemtun, bögglasölu og veitingum. Margir höfðu stutt þá fjársöfnun með gjöfum, sjerstaklega til veitinganna og bögglanna. Gullfoss er á Siglufirði í dag, væntanlegur hingað í kvöld. Með honum kemur fjöldi farþega hingað til bæjarins. Skipið hefir hjer einhverja viðdvöl, en fer svo beina leið til Reykjavíkur. Pess bíða hjer 4 þingmenn, og margt manna ætlar að taka sjer far til höfuðstaðarins. E/s. Cora, skip Bergenska fjelagsins, er væntanlegt hingað, á næstunni, sunnan og vestan um land. Ágóði Eimskipafjelagsins ' síðastliðið ár er sagt að hafi numið nær 1 miljón króna. Hluthafar fá 10°/o af hlutaupphæð sinni í arð. Prestastefna er nýlega afstaðin í Reykjavík. Hafði hún verið með fjölmennasta móti, en lítið orð fer af afrekum. Tapast hefir peningabudda með nokkrum krónum og úri í. Finnandi gjöri svo vel að skila henni gegn fundar- launutn til Haraldar Björnssonar í Kaupfjelagi Ey- firðinga. Prentsmiðja Björns Jónssonar, góða óg alþekta — 3 stærðir — á kr. 110—250 fæst hjá Pjetri Pjeturssyni. Ung kýr, sumarbær til sölu. Ritstj. vísar á. BÆNDUR! Munið eftir „Sharples“ Pað borgar sig betur að kaupa góða skil vindu sjaldan, en lakari oft. Fæst hjá Sigmundi Sigurðssyni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.